Segja fréttir af aftöku al-Qaeda leiðtoga ekki á rökum reistar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 14:48 Saied Khatibzadeh, talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, dró fréttaflutning af aftöku Abu Muhammad al-Marsi í efa á blaðamannafundi í Tehran í dag. EPA Írönsk stjórnvöld segja fréttir aftöku al-Qaeda leiðtoga í höfuðborginni Tehran ekki vera á rökum reistar. New York Times greindi frá því í gær að Abdullah Ahmed Abdullah, betur þekktur sem Abu Muhammad al-Marsi, næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hafi verið ráðinn af dögum í Tehran í ágúst. New York Times hafði eftir ónefndum heimildarmanni innan úr bandarísku leyniþjónustunni að al-Marsi hafi verið skotinn af ísraelskum leyniþjónustumönnum úti á götu í Tehran í sumar. Íranir segja þetta ekki vera rétt og að engir al-Qaeda „hryðjuverkamenn“ búi í landinu. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um árásir sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Afríku árið 1998. Samkvæmt frétt New York Times var hann skotinn til bana ásamt dóttur sinni af tveimur byssumönnum á mótorhjóli þann 7. ágúst. Samkvæmt fréttinni munu Íranar hafa reyna að hylma yfir málið en í fréttum íranskra og líbanskra fjölmiðla af málinu í sumar hafi fórnarlömb skotárásarinnar þann 7. ágúst verið sögð sagnfræðiprófessor og dóttir hans, en ekki alræmdur leiðtogi innan al-Qaeda. Íranska utanríkisráðuneytið vísar þessu á bug. „Annað slagið reyna Washington og Tel Aviv að bendla Íran við slík samtök með því að ljúga og leka fölskum upplýsingum til fjölmiðla til að reyna að komast undan ábyrgð vegna glæpa þessara samtaka og annarra hryðjuverkasamtaka á svæðinu,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Ísrael hafa enn sem komið er ekki brugðist við yfirlýsingunni að því er segir í frétt BBC af málinu. Al-Marsi var meðal þeirra sem stofnuðu al-Qaeda sem borið hefur ábyrgð á fjölda árásá í Miðausturlöndum og í Afríku auk hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að standa á bak við árásirnar sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998 þar sem 224 létu lífið. Íran Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Írönsk stjórnvöld segja fréttir aftöku al-Qaeda leiðtoga í höfuðborginni Tehran ekki vera á rökum reistar. New York Times greindi frá því í gær að Abdullah Ahmed Abdullah, betur þekktur sem Abu Muhammad al-Marsi, næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hafi verið ráðinn af dögum í Tehran í ágúst. New York Times hafði eftir ónefndum heimildarmanni innan úr bandarísku leyniþjónustunni að al-Marsi hafi verið skotinn af ísraelskum leyniþjónustumönnum úti á götu í Tehran í sumar. Íranir segja þetta ekki vera rétt og að engir al-Qaeda „hryðjuverkamenn“ búi í landinu. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um árásir sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Afríku árið 1998. Samkvæmt frétt New York Times var hann skotinn til bana ásamt dóttur sinni af tveimur byssumönnum á mótorhjóli þann 7. ágúst. Samkvæmt fréttinni munu Íranar hafa reyna að hylma yfir málið en í fréttum íranskra og líbanskra fjölmiðla af málinu í sumar hafi fórnarlömb skotárásarinnar þann 7. ágúst verið sögð sagnfræðiprófessor og dóttir hans, en ekki alræmdur leiðtogi innan al-Qaeda. Íranska utanríkisráðuneytið vísar þessu á bug. „Annað slagið reyna Washington og Tel Aviv að bendla Íran við slík samtök með því að ljúga og leka fölskum upplýsingum til fjölmiðla til að reyna að komast undan ábyrgð vegna glæpa þessara samtaka og annarra hryðjuverkasamtaka á svæðinu,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Ísrael hafa enn sem komið er ekki brugðist við yfirlýsingunni að því er segir í frétt BBC af málinu. Al-Marsi var meðal þeirra sem stofnuðu al-Qaeda sem borið hefur ábyrgð á fjölda árásá í Miðausturlöndum og í Afríku auk hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að standa á bak við árásirnar sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998 þar sem 224 létu lífið.
Íran Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira