Segja fréttir af aftöku al-Qaeda leiðtoga ekki á rökum reistar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 14:48 Saied Khatibzadeh, talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, dró fréttaflutning af aftöku Abu Muhammad al-Marsi í efa á blaðamannafundi í Tehran í dag. EPA Írönsk stjórnvöld segja fréttir aftöku al-Qaeda leiðtoga í höfuðborginni Tehran ekki vera á rökum reistar. New York Times greindi frá því í gær að Abdullah Ahmed Abdullah, betur þekktur sem Abu Muhammad al-Marsi, næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hafi verið ráðinn af dögum í Tehran í ágúst. New York Times hafði eftir ónefndum heimildarmanni innan úr bandarísku leyniþjónustunni að al-Marsi hafi verið skotinn af ísraelskum leyniþjónustumönnum úti á götu í Tehran í sumar. Íranir segja þetta ekki vera rétt og að engir al-Qaeda „hryðjuverkamenn“ búi í landinu. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um árásir sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Afríku árið 1998. Samkvæmt frétt New York Times var hann skotinn til bana ásamt dóttur sinni af tveimur byssumönnum á mótorhjóli þann 7. ágúst. Samkvæmt fréttinni munu Íranar hafa reyna að hylma yfir málið en í fréttum íranskra og líbanskra fjölmiðla af málinu í sumar hafi fórnarlömb skotárásarinnar þann 7. ágúst verið sögð sagnfræðiprófessor og dóttir hans, en ekki alræmdur leiðtogi innan al-Qaeda. Íranska utanríkisráðuneytið vísar þessu á bug. „Annað slagið reyna Washington og Tel Aviv að bendla Íran við slík samtök með því að ljúga og leka fölskum upplýsingum til fjölmiðla til að reyna að komast undan ábyrgð vegna glæpa þessara samtaka og annarra hryðjuverkasamtaka á svæðinu,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Ísrael hafa enn sem komið er ekki brugðist við yfirlýsingunni að því er segir í frétt BBC af málinu. Al-Marsi var meðal þeirra sem stofnuðu al-Qaeda sem borið hefur ábyrgð á fjölda árásá í Miðausturlöndum og í Afríku auk hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að standa á bak við árásirnar sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998 þar sem 224 létu lífið. Íran Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Írönsk stjórnvöld segja fréttir aftöku al-Qaeda leiðtoga í höfuðborginni Tehran ekki vera á rökum reistar. New York Times greindi frá því í gær að Abdullah Ahmed Abdullah, betur þekktur sem Abu Muhammad al-Marsi, næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hafi verið ráðinn af dögum í Tehran í ágúst. New York Times hafði eftir ónefndum heimildarmanni innan úr bandarísku leyniþjónustunni að al-Marsi hafi verið skotinn af ísraelskum leyniþjónustumönnum úti á götu í Tehran í sumar. Íranir segja þetta ekki vera rétt og að engir al-Qaeda „hryðjuverkamenn“ búi í landinu. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um árásir sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Afríku árið 1998. Samkvæmt frétt New York Times var hann skotinn til bana ásamt dóttur sinni af tveimur byssumönnum á mótorhjóli þann 7. ágúst. Samkvæmt fréttinni munu Íranar hafa reyna að hylma yfir málið en í fréttum íranskra og líbanskra fjölmiðla af málinu í sumar hafi fórnarlömb skotárásarinnar þann 7. ágúst verið sögð sagnfræðiprófessor og dóttir hans, en ekki alræmdur leiðtogi innan al-Qaeda. Íranska utanríkisráðuneytið vísar þessu á bug. „Annað slagið reyna Washington og Tel Aviv að bendla Íran við slík samtök með því að ljúga og leka fölskum upplýsingum til fjölmiðla til að reyna að komast undan ábyrgð vegna glæpa þessara samtaka og annarra hryðjuverkasamtaka á svæðinu,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Ísrael hafa enn sem komið er ekki brugðist við yfirlýsingunni að því er segir í frétt BBC af málinu. Al-Marsi var meðal þeirra sem stofnuðu al-Qaeda sem borið hefur ábyrgð á fjölda árásá í Miðausturlöndum og í Afríku auk hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að standa á bak við árásirnar sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998 þar sem 224 létu lífið.
Íran Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent