Sigur Rós gefur út myndband sem var tekið upp 2002 Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2020 14:31 Virkilega vel heppnað verk hjá Sigur Rós. Sigur Rós gefur í dag út smáskífuna og myndband við Stendur æva sem er annað lagið sem kemur út af plötu þeirra Hrafnagaldur Óðins. Platan er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur, Hilmars Arnar Hilmarssonar ásamt kvæðamanninum Steindóri Andersen. Platan kemur út þann 4. desember á vegum Krunk útgáfunnar í gegnum Warner Classics. Lagið var tekið upp með kór og sinfóníuhljómsveit en flutninginn í heild má sjá í myndbandinu. Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu Tónverkið varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr Eddukvæðunum sem ber heitið Hrafnagaldur Óðins, en Hilmar hafði lengi heillast af þessu tiltekna kvæði. Það dregur nafn sitt af hröfnum Óðins sem flugu út um allan heim, komu til baka að kvöldi og færðu honum upplýsingar. Texti kvæðisins fjallar um mikla veislu sem haldin var af guðunum í Valhöll. Á meðan á veisluhöldunum stendur eru blikur á lofti úti fyrir sem geta táknað endalok guða og manna. Árið 1867 var álitið að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld en árið 2002 þá staðfestu fræðimenn það aftur sem opinbera viðbót við Eddukvæði frá 14. öld. Samkvæmt Hilmari er hægt er að túlka Hrafnagaldur Óðins á ýmsa vegu. „Það má finna mikið af táknmyndum og afleiðingum sem kveikja í ímyndunaraflinu. Þetta er mjög sjónrænt kvæði, þar sem allt er að hruni komið og heimurinn er að frjósa frá norðri til suðurs. Þarna er verið að vara við Ragnarökum, ef til vill var það eitthvað sem fólk þess tíma fann á sér. Í dag eru umhverfisverndarmál í sambandi við virkjanir og eyðileggingu hálendisins að sjálfsögðu mikið í brennidepli. Það er verið að vara okkur aftur við,“ segir Hilmar Hrafnagaldur Óðins var samið að beiðni Listahátíðar í Reykjavík árið 2002 og var aðeins flutt nokkrum sinnum það sama ár. Síðan þá hefur tónverkið aðeins lifað sem hluti af sagnaheimi Sigur Rósar, í litlum myndbandsbútum sem aðdáendur þeirra hafa grafið upp á netinu. Þessi 70 mínútna heildarútgáfa, sem tekin var upp þegar verkið var flutt í La Grande Halle de la Villette í París, dregur þetta mikilvæga verk loks fram í dagsljósið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem var tekið upp 2002. Tónlist Sigur Rós Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
Sigur Rós gefur í dag út smáskífuna og myndband við Stendur æva sem er annað lagið sem kemur út af plötu þeirra Hrafnagaldur Óðins. Platan er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur, Hilmars Arnar Hilmarssonar ásamt kvæðamanninum Steindóri Andersen. Platan kemur út þann 4. desember á vegum Krunk útgáfunnar í gegnum Warner Classics. Lagið var tekið upp með kór og sinfóníuhljómsveit en flutninginn í heild má sjá í myndbandinu. Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu Tónverkið varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr Eddukvæðunum sem ber heitið Hrafnagaldur Óðins, en Hilmar hafði lengi heillast af þessu tiltekna kvæði. Það dregur nafn sitt af hröfnum Óðins sem flugu út um allan heim, komu til baka að kvöldi og færðu honum upplýsingar. Texti kvæðisins fjallar um mikla veislu sem haldin var af guðunum í Valhöll. Á meðan á veisluhöldunum stendur eru blikur á lofti úti fyrir sem geta táknað endalok guða og manna. Árið 1867 var álitið að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld en árið 2002 þá staðfestu fræðimenn það aftur sem opinbera viðbót við Eddukvæði frá 14. öld. Samkvæmt Hilmari er hægt er að túlka Hrafnagaldur Óðins á ýmsa vegu. „Það má finna mikið af táknmyndum og afleiðingum sem kveikja í ímyndunaraflinu. Þetta er mjög sjónrænt kvæði, þar sem allt er að hruni komið og heimurinn er að frjósa frá norðri til suðurs. Þarna er verið að vara við Ragnarökum, ef til vill var það eitthvað sem fólk þess tíma fann á sér. Í dag eru umhverfisverndarmál í sambandi við virkjanir og eyðileggingu hálendisins að sjálfsögðu mikið í brennidepli. Það er verið að vara okkur aftur við,“ segir Hilmar Hrafnagaldur Óðins var samið að beiðni Listahátíðar í Reykjavík árið 2002 og var aðeins flutt nokkrum sinnum það sama ár. Síðan þá hefur tónverkið aðeins lifað sem hluti af sagnaheimi Sigur Rósar, í litlum myndbandsbútum sem aðdáendur þeirra hafa grafið upp á netinu. Þessi 70 mínútna heildarútgáfa, sem tekin var upp þegar verkið var flutt í La Grande Halle de la Villette í París, dregur þetta mikilvæga verk loks fram í dagsljósið. Hér að neðan má sjá myndbandið sem var tekið upp 2002.
Tónlist Sigur Rós Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira