Felldu alræmdan vígamann í Malí Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2020 11:19 Franskur hermaður horfir út úr þyrlu sinni á flugi yfir Malí. AP/Christophe Petit Tesson Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. Bah ag Moussa, sem áður var ofursti í her Malí og gekk einnig undir nafinu Bamoussa Diarra, var hægri hönd Iyad Ag Ghali, leiðtoga einna stærstu hryðjuverkasamta Sahelsvæðisins. Hópurinn hefur ítrekað gert banvænar árásir á hermenn og almenna borgara í Malí og Búrkína Fasó. Bah ag Moussa er talinn bera beina ábyrgð á mörgum slíkum árásum og var talinn stýra þjálfun nýrra vígamanna. Samkvæmt frétt France24 var hann felldur í aðgerð á þriðjudaginn en Frakkar eru sagðir hafa fellt fjölda vígamanna í fjölmörgum aðgerðum á svæðinu á undanförnum vikum. Vígamönnum hefur vaxið ásmegin í Sahel á undanförnum árum og hafa hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda og Íslamska ríkið skotið þar niður rótum. Í þessari tilteknu aðgerð voru drónar notaðir til að bera kennsl á bíl Moussa og voru sérsveitarmenn og þyrlur sendar til móts við hann. Fimm manns voru í bílnum og eru þeir sagðir hafa hunsað skipanir um að stöðva og munu þeir hafa skotið á þyrlurnar. Við það voru þeir allir felldir. Frakkar hafa verið með viðveru í Malí og víðar í Sahel frá 2013. Þá hjálpuðu Frakkar við að koma vígamönnum frá völdum. Frakkar eru nú með um 5.100 menn á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 frá síðasta mánuði þar sem fjallað var um viðveru franskra hermanna í Malí. Malí Frakkland Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Frakklands segja að franskir hermenn hafi fellt háttsettan leiðtoga al-Qaeda í Malí. Bah ag Moussa, sem áður var ofursti í her Malí og gekk einnig undir nafinu Bamoussa Diarra, var hægri hönd Iyad Ag Ghali, leiðtoga einna stærstu hryðjuverkasamta Sahelsvæðisins. Hópurinn hefur ítrekað gert banvænar árásir á hermenn og almenna borgara í Malí og Búrkína Fasó. Bah ag Moussa er talinn bera beina ábyrgð á mörgum slíkum árásum og var talinn stýra þjálfun nýrra vígamanna. Samkvæmt frétt France24 var hann felldur í aðgerð á þriðjudaginn en Frakkar eru sagðir hafa fellt fjölda vígamanna í fjölmörgum aðgerðum á svæðinu á undanförnum vikum. Vígamönnum hefur vaxið ásmegin í Sahel á undanförnum árum og hafa hryðjuverkasamtök eins og al-Qaeda og Íslamska ríkið skotið þar niður rótum. Í þessari tilteknu aðgerð voru drónar notaðir til að bera kennsl á bíl Moussa og voru sérsveitarmenn og þyrlur sendar til móts við hann. Fimm manns voru í bílnum og eru þeir sagðir hafa hunsað skipanir um að stöðva og munu þeir hafa skotið á þyrlurnar. Við það voru þeir allir felldir. Frakkar hafa verið með viðveru í Malí og víðar í Sahel frá 2013. Þá hjálpuðu Frakkar við að koma vígamönnum frá völdum. Frakkar eru nú með um 5.100 menn á svæðinu. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 frá síðasta mánuði þar sem fjallað var um viðveru franskra hermanna í Malí.
Malí Frakkland Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira