Guðrún Brá úr leik á sögulegu móti í Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2020 11:17 Guðrún Brá Björgvinsdóttir slær boltann á mótinu í Sádi-Arabíu. LET/Tristan Jones Guðrún Brá Björgvinsdóttir er stödd í Sádi-Arabíu þessa dagana þar sem hún spilar á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem að konur leika á atvinnumannamóti í golfi í Sádi-Arabíu. Guðrún er nú úr leik á fyrra mótinu en Íslandsmeistarinn lék fyrstu tvo hringina á 80 og 76 höggum, eða samtals 12 höggum yfir pari. Ekki hafa allir kylfingar lokið tveimur hringjum en Guðrún er sem stendur í 96. sæti og á ekki möguleika á að komast upp fyrir niðurskurðarlínuna, sem er í +5 höggum. Efsti kylfingur af þeim sem komnar eru í hús er hin danska Emily Kristine Pedersen á 9 höggum undir pari. Mótið heldur áfram um helgina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Leikið er á Royal Greens vellinum og þar fer einnig næsta mót fram en það hefst á þriðjudaginn. Í því móti er keppt í fjögurra kylfinga liðum, og fær einn áhugakylfingur að vera í hverju liði. Keppt verður bæði um liða- og einstaklingsverðlaun en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er stödd í Sádi-Arabíu þessa dagana þar sem hún spilar á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem að konur leika á atvinnumannamóti í golfi í Sádi-Arabíu. Guðrún er nú úr leik á fyrra mótinu en Íslandsmeistarinn lék fyrstu tvo hringina á 80 og 76 höggum, eða samtals 12 höggum yfir pari. Ekki hafa allir kylfingar lokið tveimur hringjum en Guðrún er sem stendur í 96. sæti og á ekki möguleika á að komast upp fyrir niðurskurðarlínuna, sem er í +5 höggum. Efsti kylfingur af þeim sem komnar eru í hús er hin danska Emily Kristine Pedersen á 9 höggum undir pari. Mótið heldur áfram um helgina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Leikið er á Royal Greens vellinum og þar fer einnig næsta mót fram en það hefst á þriðjudaginn. Í því móti er keppt í fjögurra kylfinga liðum, og fær einn áhugakylfingur að vera í hverju liði. Keppt verður bæði um liða- og einstaklingsverðlaun en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti