Bílflautukonsert á götum Skopje eftir að Norður-Makedónía komst í fyrsta sinn á stórmót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2020 14:31 Norður-Makedóníumenn fagna sætinu á EM. getty/Levan Verdzeuli Þjóðhátíðarstemmning var á götum Skopje í gærkvöldi eftir að Norður-Makedónía tryggði sér sæti á EM á næsta ári eftir 0-1 sigur á Georgíu. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Makedóníumenn komast á stórmót í fótbolta. Þar sem samkomutakmarkanir í Norður-Makedóníu miðast við fjóra létu margir sér nægja að setjast undir stýri, veifa norður-makedónska fánanum út um bílrúðuna og flauta duglega eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Fögnuður á götum Skopje Skipulögð en jafnframt mjög hófleg sigurhátíð á að fara fram í dag. Fólk þarf að vera með grímu og passa sig á að halda fjarlægð frá hvert öðru. Heilbrigðisráðherra Norður-Makedóníu, Venko Filipce, óskaði landsliðinu til hamingju en hvatti landsmenn til að fagna innan sóttvarnareglna. „Frábærlega gert strákar! Til hamingju með að hafa skrifað söguna!“ skrifaði Filipce á Facebook. „Frábær dagur fyrir verðskulduð fagnaðarlæti en ég bið ykkur um að virða sóttvarnareglur. Spenningurinn er mikill en þetta er bara byrjunin á sigrum landsliðsins okkar.“ Gamla brýnið og fyrirliðinn Goran Pandev skoraði markið sem tryggði Norður-Makedóníu farseðilinn á fyrsta stórmótið. Hann hefur verið lengi að, lék sinn fyrsta landsleik 2001 og er leikja- og markahæstur í sögu norður-makedónska landsliðsins. Pandev, sem er 37 ára, er langfrægasti fótboltamaður Norður-Makedóníu. Hann hefur nánast sinn feril á Ítalíu og varð m.a. þrefaldur meistari með Inter 2010 og varð einnig bikarmeistari með Lazio og Napoli. Pandev leikur núna með Genoa og hefur gert síðan 2015. Norður-Makedónía verður í riðli með Austurríki, Úkraínu og Hollandi á EM á næsta ári. EM 2020 í fótbolta Norður-Makedónía Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Þjóðhátíðarstemmning var á götum Skopje í gærkvöldi eftir að Norður-Makedónía tryggði sér sæti á EM á næsta ári eftir 0-1 sigur á Georgíu. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Makedóníumenn komast á stórmót í fótbolta. Þar sem samkomutakmarkanir í Norður-Makedóníu miðast við fjóra létu margir sér nægja að setjast undir stýri, veifa norður-makedónska fánanum út um bílrúðuna og flauta duglega eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Fögnuður á götum Skopje Skipulögð en jafnframt mjög hófleg sigurhátíð á að fara fram í dag. Fólk þarf að vera með grímu og passa sig á að halda fjarlægð frá hvert öðru. Heilbrigðisráðherra Norður-Makedóníu, Venko Filipce, óskaði landsliðinu til hamingju en hvatti landsmenn til að fagna innan sóttvarnareglna. „Frábærlega gert strákar! Til hamingju með að hafa skrifað söguna!“ skrifaði Filipce á Facebook. „Frábær dagur fyrir verðskulduð fagnaðarlæti en ég bið ykkur um að virða sóttvarnareglur. Spenningurinn er mikill en þetta er bara byrjunin á sigrum landsliðsins okkar.“ Gamla brýnið og fyrirliðinn Goran Pandev skoraði markið sem tryggði Norður-Makedóníu farseðilinn á fyrsta stórmótið. Hann hefur verið lengi að, lék sinn fyrsta landsleik 2001 og er leikja- og markahæstur í sögu norður-makedónska landsliðsins. Pandev, sem er 37 ára, er langfrægasti fótboltamaður Norður-Makedóníu. Hann hefur nánast sinn feril á Ítalíu og varð m.a. þrefaldur meistari með Inter 2010 og varð einnig bikarmeistari með Lazio og Napoli. Pandev leikur núna með Genoa og hefur gert síðan 2015. Norður-Makedónía verður í riðli með Austurríki, Úkraínu og Hollandi á EM á næsta ári.
EM 2020 í fótbolta Norður-Makedónía Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn