Bílflautukonsert á götum Skopje eftir að Norður-Makedónía komst í fyrsta sinn á stórmót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2020 14:31 Norður-Makedóníumenn fagna sætinu á EM. getty/Levan Verdzeuli Þjóðhátíðarstemmning var á götum Skopje í gærkvöldi eftir að Norður-Makedónía tryggði sér sæti á EM á næsta ári eftir 0-1 sigur á Georgíu. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Makedóníumenn komast á stórmót í fótbolta. Þar sem samkomutakmarkanir í Norður-Makedóníu miðast við fjóra létu margir sér nægja að setjast undir stýri, veifa norður-makedónska fánanum út um bílrúðuna og flauta duglega eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Fögnuður á götum Skopje Skipulögð en jafnframt mjög hófleg sigurhátíð á að fara fram í dag. Fólk þarf að vera með grímu og passa sig á að halda fjarlægð frá hvert öðru. Heilbrigðisráðherra Norður-Makedóníu, Venko Filipce, óskaði landsliðinu til hamingju en hvatti landsmenn til að fagna innan sóttvarnareglna. „Frábærlega gert strákar! Til hamingju með að hafa skrifað söguna!“ skrifaði Filipce á Facebook. „Frábær dagur fyrir verðskulduð fagnaðarlæti en ég bið ykkur um að virða sóttvarnareglur. Spenningurinn er mikill en þetta er bara byrjunin á sigrum landsliðsins okkar.“ Gamla brýnið og fyrirliðinn Goran Pandev skoraði markið sem tryggði Norður-Makedóníu farseðilinn á fyrsta stórmótið. Hann hefur verið lengi að, lék sinn fyrsta landsleik 2001 og er leikja- og markahæstur í sögu norður-makedónska landsliðsins. Pandev, sem er 37 ára, er langfrægasti fótboltamaður Norður-Makedóníu. Hann hefur nánast sinn feril á Ítalíu og varð m.a. þrefaldur meistari með Inter 2010 og varð einnig bikarmeistari með Lazio og Napoli. Pandev leikur núna með Genoa og hefur gert síðan 2015. Norður-Makedónía verður í riðli með Austurríki, Úkraínu og Hollandi á EM á næsta ári. EM 2020 í fótbolta Norður-Makedónía Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Þjóðhátíðarstemmning var á götum Skopje í gærkvöldi eftir að Norður-Makedónía tryggði sér sæti á EM á næsta ári eftir 0-1 sigur á Georgíu. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Makedóníumenn komast á stórmót í fótbolta. Þar sem samkomutakmarkanir í Norður-Makedóníu miðast við fjóra létu margir sér nægja að setjast undir stýri, veifa norður-makedónska fánanum út um bílrúðuna og flauta duglega eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Fögnuður á götum Skopje Skipulögð en jafnframt mjög hófleg sigurhátíð á að fara fram í dag. Fólk þarf að vera með grímu og passa sig á að halda fjarlægð frá hvert öðru. Heilbrigðisráðherra Norður-Makedóníu, Venko Filipce, óskaði landsliðinu til hamingju en hvatti landsmenn til að fagna innan sóttvarnareglna. „Frábærlega gert strákar! Til hamingju með að hafa skrifað söguna!“ skrifaði Filipce á Facebook. „Frábær dagur fyrir verðskulduð fagnaðarlæti en ég bið ykkur um að virða sóttvarnareglur. Spenningurinn er mikill en þetta er bara byrjunin á sigrum landsliðsins okkar.“ Gamla brýnið og fyrirliðinn Goran Pandev skoraði markið sem tryggði Norður-Makedóníu farseðilinn á fyrsta stórmótið. Hann hefur verið lengi að, lék sinn fyrsta landsleik 2001 og er leikja- og markahæstur í sögu norður-makedónska landsliðsins. Pandev, sem er 37 ára, er langfrægasti fótboltamaður Norður-Makedóníu. Hann hefur nánast sinn feril á Ítalíu og varð m.a. þrefaldur meistari með Inter 2010 og varð einnig bikarmeistari með Lazio og Napoli. Pandev leikur núna með Genoa og hefur gert síðan 2015. Norður-Makedónía verður í riðli með Austurríki, Úkraínu og Hollandi á EM á næsta ári.
EM 2020 í fótbolta Norður-Makedónía Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira