Bílflautukonsert á götum Skopje eftir að Norður-Makedónía komst í fyrsta sinn á stórmót Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2020 14:31 Norður-Makedóníumenn fagna sætinu á EM. getty/Levan Verdzeuli Þjóðhátíðarstemmning var á götum Skopje í gærkvöldi eftir að Norður-Makedónía tryggði sér sæti á EM á næsta ári eftir 0-1 sigur á Georgíu. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Makedóníumenn komast á stórmót í fótbolta. Þar sem samkomutakmarkanir í Norður-Makedóníu miðast við fjóra létu margir sér nægja að setjast undir stýri, veifa norður-makedónska fánanum út um bílrúðuna og flauta duglega eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Fögnuður á götum Skopje Skipulögð en jafnframt mjög hófleg sigurhátíð á að fara fram í dag. Fólk þarf að vera með grímu og passa sig á að halda fjarlægð frá hvert öðru. Heilbrigðisráðherra Norður-Makedóníu, Venko Filipce, óskaði landsliðinu til hamingju en hvatti landsmenn til að fagna innan sóttvarnareglna. „Frábærlega gert strákar! Til hamingju með að hafa skrifað söguna!“ skrifaði Filipce á Facebook. „Frábær dagur fyrir verðskulduð fagnaðarlæti en ég bið ykkur um að virða sóttvarnareglur. Spenningurinn er mikill en þetta er bara byrjunin á sigrum landsliðsins okkar.“ Gamla brýnið og fyrirliðinn Goran Pandev skoraði markið sem tryggði Norður-Makedóníu farseðilinn á fyrsta stórmótið. Hann hefur verið lengi að, lék sinn fyrsta landsleik 2001 og er leikja- og markahæstur í sögu norður-makedónska landsliðsins. Pandev, sem er 37 ára, er langfrægasti fótboltamaður Norður-Makedóníu. Hann hefur nánast sinn feril á Ítalíu og varð m.a. þrefaldur meistari með Inter 2010 og varð einnig bikarmeistari með Lazio og Napoli. Pandev leikur núna með Genoa og hefur gert síðan 2015. Norður-Makedónía verður í riðli með Austurríki, Úkraínu og Hollandi á EM á næsta ári. EM 2020 í fótbolta Norður-Makedónía Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira
Þjóðhátíðarstemmning var á götum Skopje í gærkvöldi eftir að Norður-Makedónía tryggði sér sæti á EM á næsta ári eftir 0-1 sigur á Georgíu. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Makedóníumenn komast á stórmót í fótbolta. Þar sem samkomutakmarkanir í Norður-Makedóníu miðast við fjóra létu margir sér nægja að setjast undir stýri, veifa norður-makedónska fánanum út um bílrúðuna og flauta duglega eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Fögnuður á götum Skopje Skipulögð en jafnframt mjög hófleg sigurhátíð á að fara fram í dag. Fólk þarf að vera með grímu og passa sig á að halda fjarlægð frá hvert öðru. Heilbrigðisráðherra Norður-Makedóníu, Venko Filipce, óskaði landsliðinu til hamingju en hvatti landsmenn til að fagna innan sóttvarnareglna. „Frábærlega gert strákar! Til hamingju með að hafa skrifað söguna!“ skrifaði Filipce á Facebook. „Frábær dagur fyrir verðskulduð fagnaðarlæti en ég bið ykkur um að virða sóttvarnareglur. Spenningurinn er mikill en þetta er bara byrjunin á sigrum landsliðsins okkar.“ Gamla brýnið og fyrirliðinn Goran Pandev skoraði markið sem tryggði Norður-Makedóníu farseðilinn á fyrsta stórmótið. Hann hefur verið lengi að, lék sinn fyrsta landsleik 2001 og er leikja- og markahæstur í sögu norður-makedónska landsliðsins. Pandev, sem er 37 ára, er langfrægasti fótboltamaður Norður-Makedóníu. Hann hefur nánast sinn feril á Ítalíu og varð m.a. þrefaldur meistari með Inter 2010 og varð einnig bikarmeistari með Lazio og Napoli. Pandev leikur núna með Genoa og hefur gert síðan 2015. Norður-Makedónía verður í riðli með Austurríki, Úkraínu og Hollandi á EM á næsta ári.
EM 2020 í fótbolta Norður-Makedónía Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira