Öryggið í heimsfaraldri Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 08:00 Ég held að flest öll séu farin að finna vel fyrir þreytu er varðar reglur og samkomubann vegna kórónuveirunnar. Mörg eru búin að missa vinnuna og sjá ekki hvenær möguleiki er að fá aftur vinnu. Við söknum þess að halda matarboð, kíkja með vinkonum og vinum á „happy- hour“, fara til útlanda og knúsa ömmu og afa. Þetta ástand er orðið þreytt. Ímyndið ykkur núna að vera atvinnulaus með tvö börn á framfæri, í íslenska skammdeginu með tilheyrandi lægðum að reyna að halda í jákvæðnina. Börnin fá að mæta í skólann og mæta glöð heim eftir góðan dag. Pottréttur mallar á eldavélinni og það er kveikt á kerti á eldhúsborðinu. En innra með þér er hræðsla. Svo ótrúlega mikil hræðsla því stjórnvöld vilja vísa þér úr landi. Úr landi sem þú ert búin að gera þér heimili og búa í næstum sjö ár. Í landi þar sem börnin þín fæddust og þekkja ekkert annað. Þar sem vinir þínir og vinir barnanna þinna eru. Þar sem öryggið er - það sem er heima. Í heimsfaraldri er hægt að missa þróttinn og vera þreytt. En það er öryggi í því að eiga heimili. Það er öryggi í því að börnin fái að mæta í skólann. Það er öryggi í því að stjórnvöld séu að gera allt sem þau geta til að ná niður smitum í samfélaginu. Það er öryggi að vera heima. Því miður er ekki öryggi fyrir öll að vera heima hjá sér en það er öryggi fyrir Mahe, Bassirou og dætur þeirra tvær sem á nú að senda úr landi. Senda þau burt til lands sem þau hræðast að búa í og telja að öryggi dætra sinna sé ógnað. Við getum ekki gefið þeim Covid-lausan heim eða að öllum sé tryggð atvinna. En við getum gefið þeim öryggi. Öryggið að fá dvalarleyfi og búa á Íslandi. Nú hafa rúmlega 20.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að fjölskyldan fái dvalarleyfi hér á Íslandi. Ég skora á Áslaugu Örnu að taka mál þeirra til skoðunar sem fyrst, hlusta á raddir rúmlega 20.000 manns og veita fjölskyldunni það öryggi sem öll eiga skilið. Höfundur er í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ég held að flest öll séu farin að finna vel fyrir þreytu er varðar reglur og samkomubann vegna kórónuveirunnar. Mörg eru búin að missa vinnuna og sjá ekki hvenær möguleiki er að fá aftur vinnu. Við söknum þess að halda matarboð, kíkja með vinkonum og vinum á „happy- hour“, fara til útlanda og knúsa ömmu og afa. Þetta ástand er orðið þreytt. Ímyndið ykkur núna að vera atvinnulaus með tvö börn á framfæri, í íslenska skammdeginu með tilheyrandi lægðum að reyna að halda í jákvæðnina. Börnin fá að mæta í skólann og mæta glöð heim eftir góðan dag. Pottréttur mallar á eldavélinni og það er kveikt á kerti á eldhúsborðinu. En innra með þér er hræðsla. Svo ótrúlega mikil hræðsla því stjórnvöld vilja vísa þér úr landi. Úr landi sem þú ert búin að gera þér heimili og búa í næstum sjö ár. Í landi þar sem börnin þín fæddust og þekkja ekkert annað. Þar sem vinir þínir og vinir barnanna þinna eru. Þar sem öryggið er - það sem er heima. Í heimsfaraldri er hægt að missa þróttinn og vera þreytt. En það er öryggi í því að eiga heimili. Það er öryggi í því að börnin fái að mæta í skólann. Það er öryggi í því að stjórnvöld séu að gera allt sem þau geta til að ná niður smitum í samfélaginu. Það er öryggi að vera heima. Því miður er ekki öryggi fyrir öll að vera heima hjá sér en það er öryggi fyrir Mahe, Bassirou og dætur þeirra tvær sem á nú að senda úr landi. Senda þau burt til lands sem þau hræðast að búa í og telja að öryggi dætra sinna sé ógnað. Við getum ekki gefið þeim Covid-lausan heim eða að öllum sé tryggð atvinna. En við getum gefið þeim öryggi. Öryggið að fá dvalarleyfi og búa á Íslandi. Nú hafa rúmlega 20.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að fjölskyldan fái dvalarleyfi hér á Íslandi. Ég skora á Áslaugu Örnu að taka mál þeirra til skoðunar sem fyrst, hlusta á raddir rúmlega 20.000 manns og veita fjölskyldunni það öryggi sem öll eiga skilið. Höfundur er í miðstjórn Ungra jafnaðarmanna.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar