Svona eru riðlarnir á EM | Tvær þjóðir með í fyrsta sinn Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2020 07:31 Ungverjar komust á EM annað skiptið í röð og leika þar tvo leiki á heimavelli. Getty/Laszlo Szirtesi Dregið var í riðla fyrir EM karla í fótbolta fyrir ári síðan en það varð ekki endanlega ljóst fyrr en í gærkvöld hvaða 24 lið yrðu með á mótinu. Ungverjaland, nýliðar Norður-Makedóníu, Skotland og Slóvakía hrepptu síðustu sætin á mótinu. Enn er áætlað að mótið fari fram í 12 löndum en kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega breytt því. Svona líta riðlarnir út: A-riðill: Tyrkland, Ítalía, Wales, Sviss B-riðill: Danmörk, Finnland, Belgía, Rússland C-riðill: Holland, Úkraína, Austurríki, Norður-Makedónía D-riðill: England, Króatía, Skotland, Tékkland E-riðill: Spánn, Svíþjóð, Pólland, Slóvakía F-riðill: Ungverjaland, Portúgal, Frakkland, Þýskaland Ísland þreytti frumraun sína á EM fyrir fjórum árum en verður ekki með næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi sem fer í algjöran dauðariðil. See you at #EURO2020, Hungary! They join Portugal, France & Germany in Group F! pic.twitter.com/EHwSKf4mUB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) November 12, 2020 Tveir nýliðar verða á mótinu næsta sumar, Finnland og Norður-Makedónía sem komst áfram með 1-0 sigri á Georgíu í gær. Þessum tímamótasigri var vel fagnað, jafnvel á blaðamannafundi eftir leik. What started as a press conference... #EURO2020 pic.twitter.com/QcrkQrQd07— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) November 12, 2020 Segja má að Norður-Makedónía hafi farið auðveldustu leiðina af þeim sem komust á mótið en liðið komst þangað með því að vinna sinn riðil í D-deild Þjóðadeildarinnar (þar voru einnig Armenía, Gíbraltar og Liechtenstein), og svo Kósóvó og Georgíu í umspili. UEFA fléttaði nefnilega Þjóðadeildina þannig inn í undankeppni EM að hið minnsta eitt lið úr hverri deild Þjóðadeildar kæmist á mótið, og því komst þangað lið úr neðstu deildinni. Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hinn 37 ára gamli Pandev skaut Norður-Makedóníu á Evrópumótið Gamla brýnið Goran Pandev skaut Norður-Makedóníu á EM í knattspyrnu. Skoraði hann eina markið í 0-1 sigri á Georgíu í kvöld. 12. nóvember 2020 19:14 England og Skotland saman í riðli annað Evrópumótið í röð | Mætast á sama velli Eftir sigur Skotlands á Serbíu í gær er ljóst að Skotar eru á leið á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu 1998. Annað Evrópumótið í röð eru þeir með Englendingum í riðli þó 25 ár séu á milli móta. Það sem meira er, liðin mætast á sama velli og árið 1996. 13. nóvember 2020 07:00 Skotland og Slóvakía tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Dregið var í riðla fyrir EM karla í fótbolta fyrir ári síðan en það varð ekki endanlega ljóst fyrr en í gærkvöld hvaða 24 lið yrðu með á mótinu. Ungverjaland, nýliðar Norður-Makedóníu, Skotland og Slóvakía hrepptu síðustu sætin á mótinu. Enn er áætlað að mótið fari fram í 12 löndum en kórónuveirufaraldurinn gæti mögulega breytt því. Svona líta riðlarnir út: A-riðill: Tyrkland, Ítalía, Wales, Sviss B-riðill: Danmörk, Finnland, Belgía, Rússland C-riðill: Holland, Úkraína, Austurríki, Norður-Makedónía D-riðill: England, Króatía, Skotland, Tékkland E-riðill: Spánn, Svíþjóð, Pólland, Slóvakía F-riðill: Ungverjaland, Portúgal, Frakkland, Þýskaland Ísland þreytti frumraun sína á EM fyrir fjórum árum en verður ekki með næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi sem fer í algjöran dauðariðil. See you at #EURO2020, Hungary! They join Portugal, France & Germany in Group F! pic.twitter.com/EHwSKf4mUB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) November 12, 2020 Tveir nýliðar verða á mótinu næsta sumar, Finnland og Norður-Makedónía sem komst áfram með 1-0 sigri á Georgíu í gær. Þessum tímamótasigri var vel fagnað, jafnvel á blaðamannafundi eftir leik. What started as a press conference... #EURO2020 pic.twitter.com/QcrkQrQd07— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) November 12, 2020 Segja má að Norður-Makedónía hafi farið auðveldustu leiðina af þeim sem komust á mótið en liðið komst þangað með því að vinna sinn riðil í D-deild Þjóðadeildarinnar (þar voru einnig Armenía, Gíbraltar og Liechtenstein), og svo Kósóvó og Georgíu í umspili. UEFA fléttaði nefnilega Þjóðadeildina þannig inn í undankeppni EM að hið minnsta eitt lið úr hverri deild Þjóðadeildar kæmist á mótið, og því komst þangað lið úr neðstu deildinni.
Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hinn 37 ára gamli Pandev skaut Norður-Makedóníu á Evrópumótið Gamla brýnið Goran Pandev skaut Norður-Makedóníu á EM í knattspyrnu. Skoraði hann eina markið í 0-1 sigri á Georgíu í kvöld. 12. nóvember 2020 19:14 England og Skotland saman í riðli annað Evrópumótið í röð | Mætast á sama velli Eftir sigur Skotlands á Serbíu í gær er ljóst að Skotar eru á leið á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu 1998. Annað Evrópumótið í röð eru þeir með Englendingum í riðli þó 25 ár séu á milli móta. Það sem meira er, liðin mætast á sama velli og árið 1996. 13. nóvember 2020 07:00 Skotland og Slóvakía tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Hinn 37 ára gamli Pandev skaut Norður-Makedóníu á Evrópumótið Gamla brýnið Goran Pandev skaut Norður-Makedóníu á EM í knattspyrnu. Skoraði hann eina markið í 0-1 sigri á Georgíu í kvöld. 12. nóvember 2020 19:14
England og Skotland saman í riðli annað Evrópumótið í röð | Mætast á sama velli Eftir sigur Skotlands á Serbíu í gær er ljóst að Skotar eru á leið á sitt fyrsta stórmót í knattspyrnu 1998. Annað Evrópumótið í röð eru þeir með Englendingum í riðli þó 25 ár séu á milli móta. Það sem meira er, liðin mætast á sama velli og árið 1996. 13. nóvember 2020 07:00
Skotland og Slóvakía tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. 12. nóvember 2020 22:15
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50