Casey á toppnum að loknum fyrsta degi | Stór nöfn hófu leik seint vegna veðurs og klára fyrsta hring á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2020 23:31 Paul Casey trónir á toppnum að loknum fyrsta degi Masters-meistaramótsins í golfi. Rob Carr/Getty Images Töluvert af stórum nöfnum hófu leik seint í dag og munu því ekki ljúka sínum fyrsta hring fyrr en á morgun, föstudag. Þar má til að mynda nefna Dustin Johnson og Rory McIlroy. Þá er Tiger Woods jafn öðrum kylfingum í 5. sæti að svo stöddu. Englendingurinn Paul Casey lék hring dagsins á 58 höggum eða sjö höggum undir pari og byrjar því vægast sagt vel á Masters-risamótinu í golfi. Fer mótið að venju fram á Augusta-vellinum í Georgíu fylki í Bandaríkjunum. The early leader. #themasters pic.twitter.com/b2mmHF3Hrs— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Hinn 43 ára gamli Casey er þó ekki með yfirburða forystu en Bandaríkjamennirnir Justin Thomas, Webb Simpson og Xander Schauffele eru allir á fimm höggum undir pari. Þar á eftir eru átta leikmenn á fjórum höggum undir pari. Langstærsta nafnið þar er Tiger Woods. Lee Westwood er svo annað sem golfáhugafólk ætti að kannast við. Rory McIlroy ákvað að kalla þetta gott á 9. holu í dag og á fyrir höndum erfitt skot þegar keppni hefst á morgun. Hann og Dustin Johnson voru meðal þeirra sem fóru seint af stað en mótið tafðist aðeins vegna veðurs. McIlroy er sem stendur á pari á meðan Johnson er þremur höggum undir pari. Top-ranked golfer in the world Dustin Johnson makes a smooth eagle on No. 2. #themasters pic.twitter.com/6thQmxQGXl— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Masters heldur áfram á morgun er sýnt beint frá öllum keppnisdögum mótsins á Golfstöð Stöð 2 Sport. Golf Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Töluvert af stórum nöfnum hófu leik seint í dag og munu því ekki ljúka sínum fyrsta hring fyrr en á morgun, föstudag. Þar má til að mynda nefna Dustin Johnson og Rory McIlroy. Þá er Tiger Woods jafn öðrum kylfingum í 5. sæti að svo stöddu. Englendingurinn Paul Casey lék hring dagsins á 58 höggum eða sjö höggum undir pari og byrjar því vægast sagt vel á Masters-risamótinu í golfi. Fer mótið að venju fram á Augusta-vellinum í Georgíu fylki í Bandaríkjunum. The early leader. #themasters pic.twitter.com/b2mmHF3Hrs— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Hinn 43 ára gamli Casey er þó ekki með yfirburða forystu en Bandaríkjamennirnir Justin Thomas, Webb Simpson og Xander Schauffele eru allir á fimm höggum undir pari. Þar á eftir eru átta leikmenn á fjórum höggum undir pari. Langstærsta nafnið þar er Tiger Woods. Lee Westwood er svo annað sem golfáhugafólk ætti að kannast við. Rory McIlroy ákvað að kalla þetta gott á 9. holu í dag og á fyrir höndum erfitt skot þegar keppni hefst á morgun. Hann og Dustin Johnson voru meðal þeirra sem fóru seint af stað en mótið tafðist aðeins vegna veðurs. McIlroy er sem stendur á pari á meðan Johnson er þremur höggum undir pari. Top-ranked golfer in the world Dustin Johnson makes a smooth eagle on No. 2. #themasters pic.twitter.com/6thQmxQGXl— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Masters heldur áfram á morgun er sýnt beint frá öllum keppnisdögum mótsins á Golfstöð Stöð 2 Sport.
Golf Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira