Gætum náð góðum árangri jafnvel fyrir fyrsta í aðventu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 19:01 Menntaskólakrakkar læra með grímur í skólum. Ef þátttaka almennings í sóttvarnaaðgerðum er góð gæti það skilað góðum árangri, jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu að mati vísindamanna. Vísir/Vilhelm Smitstuðull vegna útbreiðslu covid-19 hér á landi hefur verið á leið niður á við sem og fjöldi daglegra nýrra smita. Gert er ráð fyrir að þær samfélagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu covid-19 muni hafa þau áhrif að smitsuðullinn haldist undir einum samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands um þróun faraldursins hér á landi. Ef fólk sé duglegt að taka þátt í sóttvarnaaðgerðum gæti náðst góður árangur, jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist mun að jafnaði smita marga aðra. Þá er gert ráð fyrir því í nýju spálíkani að smitrakning haldi í við faraldurinn og að helmingur smita greinist hjá þeim sem þegar eru í sóttkví. „Þessi sviðsmynd bendir til þess að fjöldi smita geti farið lækkandi en vegna óvissu eru sveiflur mögulegar og að svipaðar tölur og síðustu daga sjáist áfram,“ segir í nýrri uppfærslu um þróun faraldursins. covid.hi.is Í hugleiðingum hópsins sem stendur að baki spálíkaninu segir að sviðsmyndin sem við blasi nú endurspegli þá stöðu sem blasir við þegar smitstuðullinn er undir einum. Það sé grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn marktækt undir einn og halda honum þannig. Fari smitstuðullinn aftur á móti yfir einn blasi við ástand þar sem hópsmit geti auðveldlega blossað upp og faraldurinn þróast upp í veldisvöxt. „Þar sem vöxtur er á faraldrinum í kringum okkur og von er á meiri ferðalögum í desember er mikilvægt að fara varlega á landamærunum,“ segir í hugleiðingunum. „En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, takmarkar hópamyndun, vinnur heima (þeir sem geta), notar grímur og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Smitstuðull vegna útbreiðslu covid-19 hér á landi hefur verið á leið niður á við sem og fjöldi daglegra nýrra smita. Gert er ráð fyrir að þær samfélagslegu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að sporna gegn útbreiðslu covid-19 muni hafa þau áhrif að smitsuðullinn haldist undir einum samkvæmt nýju spálíkani Háskóla Íslands um þróun faraldursins hér á landi. Ef fólk sé duglegt að taka þátt í sóttvarnaaðgerðum gæti náðst góður árangur, jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist mun að jafnaði smita marga aðra. Þá er gert ráð fyrir því í nýju spálíkani að smitrakning haldi í við faraldurinn og að helmingur smita greinist hjá þeim sem þegar eru í sóttkví. „Þessi sviðsmynd bendir til þess að fjöldi smita geti farið lækkandi en vegna óvissu eru sveiflur mögulegar og að svipaðar tölur og síðustu daga sjáist áfram,“ segir í nýrri uppfærslu um þróun faraldursins. covid.hi.is Í hugleiðingum hópsins sem stendur að baki spálíkaninu segir að sviðsmyndin sem við blasi nú endurspegli þá stöðu sem blasir við þegar smitstuðullinn er undir einum. Það sé grundvallaratriði að lækka smitstuðulinn marktækt undir einn og halda honum þannig. Fari smitstuðullinn aftur á móti yfir einn blasi við ástand þar sem hópsmit geti auðveldlega blossað upp og faraldurinn þróast upp í veldisvöxt. „Þar sem vöxtur er á faraldrinum í kringum okkur og von er á meiri ferðalögum í desember er mikilvægt að fara varlega á landamærunum,“ segir í hugleiðingunum. „En ef þátttaka í aðgerðum er góð, fólk heldur fjarlægð, takmarkar hópamyndun, vinnur heima (þeir sem geta), notar grímur og passar upp á smitvarnir þá tekst þetta. Jafnvel fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent