Fótbolti

Byrjunar­lið Ís­lands: Guð­laugur Victor byrjar í bak­verði og Rúnar Már kemur inn á miðjuna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tekst þessum tveimur hið ómögulega enn og aftur?
Tekst þessum tveimur hið ómögulega enn og aftur? Vísir/Vilhelm

Byrjunarlið Íslands fyrir stórleikinn gegn Ungverjum er klárt. Leikurinn er hreinn og beinn úrslitaleikur um hvort liðið fer á Evrópumótið sem fram fer næsta sumar. 

Segja má að „gamla bandið“ sé á sínum stað en Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, fer fyrir liðinu að venju. Gylfi Þór Sigurðsson er þar fyrir framan á meðan Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson sjá um að glíma við sóknarmenn Ungverja.

Fari svo að Raggi eða Kári nái ekki að stöðva sóknir heimamanna þá er Hannes Þór Halldórsson á sínum stað í markinu. Guðlaugur Victor Pálsson er í hægri bakverði og Rúnar Már Sigurjónsson kemur inn á miðja miðjuna á meðan Birkir Bjarnason færist út á vinstri vænginn þar sem Arnór Ingvi Traustason var er við mættum Rúmeníu.

Byrjunarlið Íslands í Ungverjalandi:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson

Hægri bakvörður: Guðlaugur Victor Pálsson

Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon

Miðvörður: Ragnar Sigurðsson

Miðvörður: Kári Árnason

Hægri kantmaður: Jóhann Berg Guðmundsson

Vinstri kantmaður: Birkir Bjarnason

Miðjumaður: Aron Einar Gunnrsson (Fyrirliði)

Miðjumaður: Rúnar Már Sigurjónsson

Sóknartengiliður: Gylfi Þór Sigurðsson

Framherji: Alfreð Finnbogason


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×