Sýknaður af tilraun til manndráps í Þorlákshöfn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2020 14:23 Maðurinn var handtekinn 4. nóvember 2018 og settur gæsluvarðhald í fjóra daga. Vísir/Vilhelm Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru héraðssaksóknara um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára, að því er segir í dómnum. Sagði konuna klikkaða Vitni sem tilkynnti um árásina og tók á móti lögreglu á vettvangi umrætt kvöld staðfesti fyrir dómi framburð sinn að ákærði hefði hefði sagt honum að konan hefði sjálf stungið sig, hún væri klikkuð og hefði í sífellu hótað að drepa sig. Þá sagði vitnið að ákærði hefði sagt að konan hefði falið hnífinn. Ákærði sagði í lögregluskýrslu að hann hefði heyrt öskur og hurðarskell og því farið að athuga með konuna. Þá hefði hann séð að konan var með skurð á kviðnum. Hann hefði talið að hún hefði sjálf veitt sér áverkana. Við yfirheyrslu hjá lögreglu lýsti hann því að hann hefði séð konuna liggja á sófa í herbergi sínu og beðið sig um hjálp. Hann hefði haldið handklæði að kvið hennar en ekki spurt konuna hvað gerðist. Konan gaf hvorki heildstæða frásögn hjá lögreglu né fyrir dómi. Fyrir liggur að hún var undir miklum áhrifum áfengis og sagðist lítið muna í skýrslutöku hjá lögreglu. Hún myndi óljóst eftir rifrildi við ákærða en hefði svo ekkert munað fyrr en hann stakk hana með hnífi þar sem hún lá eða sat í svefnsófa í herbergi sínu. Taldi konuna gefa í skyn að ákærði hefði stungið hana Fyrrnefnt vitni sagðist hafa spurt konuna hvort hún hefði valdið áverkunum sjálf. Hún hefði svarað með sömu orðum, á þann veg að hann dró þá ályktun að hún hefði ekki gert það. Hann hefði lesið úr svip konunnar að kannski hefði ákærði verið þar að verki, en hún hefði þó ekki sagt það beint. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að miðað við magn blóðs á vettvangi yrði að telja ólíklegt að konan hefði farið úr rúmi sínu eftir að henni tók að blæða, falið hnífinn og sett viskastykki inn í hornskáp í eldhúsi. Bendi margt til þess að þar hafi ákærði verði að verki, enda var hann að þvo handklæði þegar lögreglu bar að garði. Hins vegar voru ákærði og konan ein til frásagnar um hvað gerðist. Bæði voru undir áhrifum áfengis, sérstaklega konan. Þá segist dómurinn ekki geta litið fram hjá því að dómkvaddur matsmaður hafi ekki getað útilokað að um sjálfsáverka væri að ræða. Skortur á ítarlegri lýsingu á áverka, vöntum á ljósmyndum af honum og það að enginn réttarmeinafræðingur hafi skoðað konuna skömmu eftir atvikið takmarki mjög réttarmeinafræðilegt mat. Taldi dómurinn það mikinn vafa leika á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum. Ölfus Dómsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru héraðssaksóknara um tilraun til manndráps í Þorlákshöfn í nóvember 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni. Karlmaðurinn neitaði staðfastlega sök. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa stungið konu með sjö sentímetra löngu blaði vinstra megin í kviðinn. Hlaut hún fimm sentímetra djúpt stungusár sem hefði getað valdið lífshættu þar sem stunga var nálægt stórum æðum í nára, að því er segir í dómnum. Sagði konuna klikkaða Vitni sem tilkynnti um árásina og tók á móti lögreglu á vettvangi umrætt kvöld staðfesti fyrir dómi framburð sinn að ákærði hefði hefði sagt honum að konan hefði sjálf stungið sig, hún væri klikkuð og hefði í sífellu hótað að drepa sig. Þá sagði vitnið að ákærði hefði sagt að konan hefði falið hnífinn. Ákærði sagði í lögregluskýrslu að hann hefði heyrt öskur og hurðarskell og því farið að athuga með konuna. Þá hefði hann séð að konan var með skurð á kviðnum. Hann hefði talið að hún hefði sjálf veitt sér áverkana. Við yfirheyrslu hjá lögreglu lýsti hann því að hann hefði séð konuna liggja á sófa í herbergi sínu og beðið sig um hjálp. Hann hefði haldið handklæði að kvið hennar en ekki spurt konuna hvað gerðist. Konan gaf hvorki heildstæða frásögn hjá lögreglu né fyrir dómi. Fyrir liggur að hún var undir miklum áhrifum áfengis og sagðist lítið muna í skýrslutöku hjá lögreglu. Hún myndi óljóst eftir rifrildi við ákærða en hefði svo ekkert munað fyrr en hann stakk hana með hnífi þar sem hún lá eða sat í svefnsófa í herbergi sínu. Taldi konuna gefa í skyn að ákærði hefði stungið hana Fyrrnefnt vitni sagðist hafa spurt konuna hvort hún hefði valdið áverkunum sjálf. Hún hefði svarað með sömu orðum, á þann veg að hann dró þá ályktun að hún hefði ekki gert það. Hann hefði lesið úr svip konunnar að kannski hefði ákærði verið þar að verki, en hún hefði þó ekki sagt það beint. Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að miðað við magn blóðs á vettvangi yrði að telja ólíklegt að konan hefði farið úr rúmi sínu eftir að henni tók að blæða, falið hnífinn og sett viskastykki inn í hornskáp í eldhúsi. Bendi margt til þess að þar hafi ákærði verði að verki, enda var hann að þvo handklæði þegar lögreglu bar að garði. Hins vegar voru ákærði og konan ein til frásagnar um hvað gerðist. Bæði voru undir áhrifum áfengis, sérstaklega konan. Þá segist dómurinn ekki geta litið fram hjá því að dómkvaddur matsmaður hafi ekki getað útilokað að um sjálfsáverka væri að ræða. Skortur á ítarlegri lýsingu á áverka, vöntum á ljósmyndum af honum og það að enginn réttarmeinafræðingur hafi skoðað konuna skömmu eftir atvikið takmarki mjög réttarmeinafræðilegt mat. Taldi dómurinn það mikinn vafa leika á sekt ákærða að ekki yrði komist hjá því að sýkna hann af öllum kröfum.
Ölfus Dómsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira