Skotland og Slóvakía tryggðu sér sæti á EM á dramatískan hátt 12. nóvember 2020 22:15 David Marshall tryggði Skotlandi sæti á sínu fyrsta stórmóti síðan 1998. Nikolay Doychinov/Getty Images Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. Á Norður-Írlandi kom Juraj Kucka Slóvakíu yfir á 17. mínútu leiksins og leit út fyrir að gestirnir myndu tryggja sér sæti á EM allt fram á 87. mínútu leiksins þegar Milan Skriniar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því 1-1 er flautað var til loka venjulegs leiktíma. Staðan var enn 1-1 að loknum fyrri hálfleik framlengingar en á 110. mínútu skoraði Michal Duris það sem reyndist sigurmark leiksins og tryggði Slóvakíu þar með sæti á EM næsta sumar. Slóvakía verður í E-riðli með Spáni, Svíþjóð og Póllandi. Michal Duris: MotM vs Germany, Rating 7.82, Goals 1, Shots 1, Key Passes 1, Dribbles 1, Tackles 2 @sfzofficial pic.twitter.com/in2itiPI9i— WhoScored.com (@WhoScored) May 29, 2016 Í Serbíu var það sama upp á teningnum og á Norður-Írlandi. Þar þurfti vítaspyrnu til að útkljá hvaða lið færi á EM. Ryan Christie kom Skotlandi yfir á 52. mínútu og komið var fram í uppbótartíma leiksins er varamaðurinn Luka Jovic jafnaði metin fyrir heimamenn. Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu bæði lið úr fyrstu fjórum spyrnum sínum. Kenny McLean skoraði úr fimmtu spyrnu Skota og því þurfti Aleksandar Mitrovic, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, að skora til að tryggja Serbíu bráðabana. David Marshall gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Mitrovic. Tryggði hann þar með farseðil Skota á EM en síðasta stórmót sem Skotar tóku þátt í var HM í Frakklandi árið 1998. Marshall fór í kostulegt viðtal að leik loknum sem sjá má hér að neðan. "I don't even want to be here to be honest" David Marshall ditches the post-match interview to rejoin Scotland's celebrations pic.twitter.com/oBWQZfIGHC— Football Daily (@footballdaily) November 12, 2020 Skotar verða með erkifjendum sínum Englendingum í riðli á EM ásamt Króatíu og Tékklandi. EM 2020 í fótbolta Skotland Slóvakía Tengdar fréttir „Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16
Skotland tryggði sér sæti á EM næsta sumar með sigri í vítaspyrnukeppni í kvöld. Á sama tíma vann Slóvakía dramatískan sigur á Norður-Írlandi í framlengingu. Á Norður-Írlandi kom Juraj Kucka Slóvakíu yfir á 17. mínútu leiksins og leit út fyrir að gestirnir myndu tryggja sér sæti á EM allt fram á 87. mínútu leiksins þegar Milan Skriniar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan því 1-1 er flautað var til loka venjulegs leiktíma. Staðan var enn 1-1 að loknum fyrri hálfleik framlengingar en á 110. mínútu skoraði Michal Duris það sem reyndist sigurmark leiksins og tryggði Slóvakíu þar með sæti á EM næsta sumar. Slóvakía verður í E-riðli með Spáni, Svíþjóð og Póllandi. Michal Duris: MotM vs Germany, Rating 7.82, Goals 1, Shots 1, Key Passes 1, Dribbles 1, Tackles 2 @sfzofficial pic.twitter.com/in2itiPI9i— WhoScored.com (@WhoScored) May 29, 2016 Í Serbíu var það sama upp á teningnum og á Norður-Írlandi. Þar þurfti vítaspyrnu til að útkljá hvaða lið færi á EM. Ryan Christie kom Skotlandi yfir á 52. mínútu og komið var fram í uppbótartíma leiksins er varamaðurinn Luka Jovic jafnaði metin fyrir heimamenn. Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu bæði lið úr fyrstu fjórum spyrnum sínum. Kenny McLean skoraði úr fimmtu spyrnu Skota og því þurfti Aleksandar Mitrovic, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, að skora til að tryggja Serbíu bráðabana. David Marshall gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu Mitrovic. Tryggði hann þar með farseðil Skota á EM en síðasta stórmót sem Skotar tóku þátt í var HM í Frakklandi árið 1998. Marshall fór í kostulegt viðtal að leik loknum sem sjá má hér að neðan. "I don't even want to be here to be honest" David Marshall ditches the post-match interview to rejoin Scotland's celebrations pic.twitter.com/oBWQZfIGHC— Football Daily (@footballdaily) November 12, 2020 Skotar verða með erkifjendum sínum Englendingum í riðli á EM ásamt Króatíu og Tékklandi.
EM 2020 í fótbolta Skotland Slóvakía Tengdar fréttir „Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16
„Ég var bara fjögurra ára þegar við komumst síðast á stórmót“ Liverpool maðurinn Andy Robertson spilar í kvöld einn stærsta leikinn sinn á ferlinum þegar hann leiðir skoska liðið út í hreinan úrslitaleik í Belgrad. 12. nóvember 2020 18:16
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti