Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 21:27 Bretland er á meðal þeirra ríkja sem hafa orðið einna verst út í kórónuveirufaraldrinum til þessa. Vísir/EPA Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. Samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda greindust 22.950 manns smitaðir af veirunni í dag og 595 létust. Þar með bættist Bretland í hóp fjögurra annarra ríkja, Bandaríkjanna, Brasilíu, Indlands og Mexíkó, þar sem fleiri en 50.000 manns hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tala látinna miðast við þá sem létust innan við 28 dögum eftir að þeir greindust smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Samkvæmt öðrum mælikvörðum, til dæmis þegar minnst er á Covid-19 á dánarvottorði eða þegar svonefnd umframdauðsföll eru metin, hefur mannskaðinn orðið enn meiri. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði að tölurnar sýndu að þjóðin væri ekki laus úr viðjum faraldursins í bili. Ríkisstjórn hans greip nýlega til einna hörðustu aðgerða sinna til þessa eftir að vöxtur hljóp í faraldurinn. Hann hefur varað við því að dauðsföll geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Níu af hverjum tíu þeirra látnu í Bretland eru fólk 65 ára eða eldra. Faraldurinn hefur einnig komið harðar niður á fátækari svæðum landsins og þjóðernisminnihlutahópum en öðrum. Dauðsföll af völdum annarra kvilla hefur einnig fjölgað vegna álags á heilbrigðiskerfið. Fjögurra vikna samkomutakmarkanir tóku gildi á Englandi á fimmtudag og gilda til 2. desember. Johnson segist vonast til þess að þær aðgerðir dugi til þess að hefta útbreiðslu veirunnar frekar þannig að Bretar geti átt eins hefðbundin jól og hægt er. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varar við því að tvöfalt fleiri geti dáið í vetur en í vor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við því að dauðsföll í landinu vegna Covid-19 geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en þau voru í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. 2. nóvember 2020 10:37 Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. Samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda greindust 22.950 manns smitaðir af veirunni í dag og 595 létust. Þar með bættist Bretland í hóp fjögurra annarra ríkja, Bandaríkjanna, Brasilíu, Indlands og Mexíkó, þar sem fleiri en 50.000 manns hafa látist, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tala látinna miðast við þá sem létust innan við 28 dögum eftir að þeir greindust smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur. Samkvæmt öðrum mælikvörðum, til dæmis þegar minnst er á Covid-19 á dánarvottorði eða þegar svonefnd umframdauðsföll eru metin, hefur mannskaðinn orðið enn meiri. Boris Johnson, forsætisráðherra, sagði að tölurnar sýndu að þjóðin væri ekki laus úr viðjum faraldursins í bili. Ríkisstjórn hans greip nýlega til einna hörðustu aðgerða sinna til þessa eftir að vöxtur hljóp í faraldurinn. Hann hefur varað við því að dauðsföll geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Níu af hverjum tíu þeirra látnu í Bretland eru fólk 65 ára eða eldra. Faraldurinn hefur einnig komið harðar niður á fátækari svæðum landsins og þjóðernisminnihlutahópum en öðrum. Dauðsföll af völdum annarra kvilla hefur einnig fjölgað vegna álags á heilbrigðiskerfið. Fjögurra vikna samkomutakmarkanir tóku gildi á Englandi á fimmtudag og gilda til 2. desember. Johnson segist vonast til þess að þær aðgerðir dugi til þess að hefta útbreiðslu veirunnar frekar þannig að Bretar geti átt eins hefðbundin jól og hægt er.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Varar við því að tvöfalt fleiri geti dáið í vetur en í vor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við því að dauðsföll í landinu vegna Covid-19 geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en þau voru í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. 2. nóvember 2020 10:37 Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Varar við því að tvöfalt fleiri geti dáið í vetur en í vor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við því að dauðsföll í landinu vegna Covid-19 geti orðið tvöfalt fleiri í vetur en þau voru í vor þegar fyrsta bylgja faraldursins gekk yfir. 2. nóvember 2020 10:37
Ekki útilokað að útgöngubannið verði framlengt Breski ráðherrann Michael Gove segist vona að útgöngubann í landinu þurfi ekki að standa lengur en til 2. desember næstkomandi. 1. nóvember 2020 20:13
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent