Meiðslavandræði Englandsmeistara Liverpool ætla engan enda að taka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 18:00 Joe Gomez meiddist illa á æfingu með enska landsliðinu. Er talið að hann verði frá í langan tíma. EPA-EFE/Jason Cairndruff Það verður forvitnilegt að sjá hvaða varnarmenn eiga eftir mynda varnarlínu Englandsmeistara Liverpool í næsta leik liðsins en það eru einkar fáir eftir. Joe Gomez meiddist illa á æfingu með enska landsliðinu. Er talið að hann verði frá í töluverðan tíma. Mikil meiðsli herja nú á varnarlínu Liverpool en ásamt Gomez er hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold einnig frá vegna meiðsla. Hollenska varnartröllið Virgil van Dijk missir af tímabilinu eftir að hafa slitið krossband í hné og þá er miðjumaðurinn Fabinho einnig meiddur en hann hefur fyllt upp í hjarta varnarinnar þegar þess hefur þurft. BREAKING: Liverpool defender Joe Gomez has suffered a potentially serious injury during England training.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 11, 2020 Ásamt þeim Gomez, Van Dijk, Alexander-Arnold og Fabinho eru miðjumennirnir Thiago Alcântara og Alex Oxlade-Chamberlain einnig á meiðslalistanum. Það er þó talið að Fabinho snúi aftur er leikar hefjast að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. nóvember. Þá tekur Liverpool á móti toppliði Leicester City á Anfield. Joël Matip er í raun eini leikfæri miðvörður aðalliðsins fyrir þann leik. Hinn 23 ára gamli Nathaniel Phillips lék við hlið Joe Gomez í 2-1 sigrinum á West Ham United þann 31. október. Hinn 19 ára gamli Rhys Willams tók svo stöðu Phillips í hjarta varnarinnar í 5-0 sigrinum á Atalanta í Meistaradeild Evrópu þann 3. nóvember. Verður því forvitnilegt að sjá hvernig Jürgen Klopp stillir upp varnarlínu sinni í þeim leik. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Það verður forvitnilegt að sjá hvaða varnarmenn eiga eftir mynda varnarlínu Englandsmeistara Liverpool í næsta leik liðsins en það eru einkar fáir eftir. Joe Gomez meiddist illa á æfingu með enska landsliðinu. Er talið að hann verði frá í töluverðan tíma. Mikil meiðsli herja nú á varnarlínu Liverpool en ásamt Gomez er hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold einnig frá vegna meiðsla. Hollenska varnartröllið Virgil van Dijk missir af tímabilinu eftir að hafa slitið krossband í hné og þá er miðjumaðurinn Fabinho einnig meiddur en hann hefur fyllt upp í hjarta varnarinnar þegar þess hefur þurft. BREAKING: Liverpool defender Joe Gomez has suffered a potentially serious injury during England training.— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 11, 2020 Ásamt þeim Gomez, Van Dijk, Alexander-Arnold og Fabinho eru miðjumennirnir Thiago Alcântara og Alex Oxlade-Chamberlain einnig á meiðslalistanum. Það er þó talið að Fabinho snúi aftur er leikar hefjast að nýju í ensku úrvalsdeildinni þann 21. nóvember. Þá tekur Liverpool á móti toppliði Leicester City á Anfield. Joël Matip er í raun eini leikfæri miðvörður aðalliðsins fyrir þann leik. Hinn 23 ára gamli Nathaniel Phillips lék við hlið Joe Gomez í 2-1 sigrinum á West Ham United þann 31. október. Hinn 19 ára gamli Rhys Willams tók svo stöðu Phillips í hjarta varnarinnar í 5-0 sigrinum á Atalanta í Meistaradeild Evrópu þann 3. nóvember. Verður því forvitnilegt að sjá hvernig Jürgen Klopp stillir upp varnarlínu sinni í þeim leik.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira