Algjört heimsóknarbann í rúma fimm mánuði og ein tölva til afnota Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:30 Dæmi eru um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin sín frá upphafi faraldursins vegna strangra ráðstafana í fangelsunum. Formaður Afstöðu segir reglurnar þær ströngustu á Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga eða 5,2 mánuði frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Í opnum fangelsum hefur heimsóknarbann verið í samtals 128 daga, eða 4,3 mánuði. Fangar hafa eina tölvu saman til afnota til þess að tala við vini og ættingja í gegnum Skype. „Þetta er ein tölva sem er engan veginn nóg, engan veginn ásættanlegt og heldur ekki mjög Covid-vænt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Félagið lýsti yfir vantrausti á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Fangelsismálastofnun á sunnudag og sagði fangelsisyfirvöld hafa brugðist öllum loforðum um fyrirheit í fangelsismálum. Grimmilegar kvaðir hafi verið lagðar á fangelsi landsins og að dæmi séu um að fangar hafi varla fengið að hitta aðstandendur sína mánuðum saman. Áslaug Arna sagði í samtali við fréttastofu í gær að vantraustsyfirlýsingin væri heldur langsótt. „Við erum að grípa til ýmissa aðgerða og höfum gert. Við höfum horft til Norðurlandanna í þeim efnum þannig að þessi vantraustsyfirlýsing er nú langsótt,“ sagði hún. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, furðar sig á því að fangelsisyfirvöld telji nóg að fangar fái eina tölvu saman til afnota til þess að nota Skype. Guðmundur Ingi vill meina að staðan hér sé mun verri en á Norðurlöndunum. „Það er engin stofnun á Íslandi eða á Norðurlöndunum sem hefur haft það harðar aðgerðir og lokanir,“ segir hann. „Fangavist á Íslandi hefur aldrei verið þungbærari en í dag og allt þetta ár og það þarf að finna úrræði til að létta á henni til þess að menn komi ekki verr út en þeir komu inn, vegna þess að afleiðingarnar af því eru bara í fleiri glæpum og endurkomum í fangelsin, sem þýðir meiri kostnaður. Yfirvöld þurfa að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur og lýsir aðstæðum sem algjörri einangrunarvist sem hafi mikil áhrif á geðheilsu fólks. Dæmi séu um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin nánast allt þetta ár. Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga frá upphafi faraldursins. Tilslakanir hafa verið gerðar í samtals 79 daga á árinu, en þá mátti fangi fá eina heimsókn á viku, frá einni og sömu manneskjunni. Þar af var tveggja metra reglan í gildi í fjórtán daga, sem þýddi að fangar máttu ekki nálgast heimsóknargest sinn. Í opnu fangelsunum að Sogni og Kvíabryggju hefur verið heimsóknarbann í 128 daga eða 4,3 mánuði. Opið hefur verið fyrir heimsóknir í samtals 51 dag. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32 Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga eða 5,2 mánuði frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Í opnum fangelsum hefur heimsóknarbann verið í samtals 128 daga, eða 4,3 mánuði. Fangar hafa eina tölvu saman til afnota til þess að tala við vini og ættingja í gegnum Skype. „Þetta er ein tölva sem er engan veginn nóg, engan veginn ásættanlegt og heldur ekki mjög Covid-vænt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Félagið lýsti yfir vantrausti á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Fangelsismálastofnun á sunnudag og sagði fangelsisyfirvöld hafa brugðist öllum loforðum um fyrirheit í fangelsismálum. Grimmilegar kvaðir hafi verið lagðar á fangelsi landsins og að dæmi séu um að fangar hafi varla fengið að hitta aðstandendur sína mánuðum saman. Áslaug Arna sagði í samtali við fréttastofu í gær að vantraustsyfirlýsingin væri heldur langsótt. „Við erum að grípa til ýmissa aðgerða og höfum gert. Við höfum horft til Norðurlandanna í þeim efnum þannig að þessi vantraustsyfirlýsing er nú langsótt,“ sagði hún. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, furðar sig á því að fangelsisyfirvöld telji nóg að fangar fái eina tölvu saman til afnota til þess að nota Skype. Guðmundur Ingi vill meina að staðan hér sé mun verri en á Norðurlöndunum. „Það er engin stofnun á Íslandi eða á Norðurlöndunum sem hefur haft það harðar aðgerðir og lokanir,“ segir hann. „Fangavist á Íslandi hefur aldrei verið þungbærari en í dag og allt þetta ár og það þarf að finna úrræði til að létta á henni til þess að menn komi ekki verr út en þeir komu inn, vegna þess að afleiðingarnar af því eru bara í fleiri glæpum og endurkomum í fangelsin, sem þýðir meiri kostnaður. Yfirvöld þurfa að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur og lýsir aðstæðum sem algjörri einangrunarvist sem hafi mikil áhrif á geðheilsu fólks. Dæmi séu um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin nánast allt þetta ár. Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga frá upphafi faraldursins. Tilslakanir hafa verið gerðar í samtals 79 daga á árinu, en þá mátti fangi fá eina heimsókn á viku, frá einni og sömu manneskjunni. Þar af var tveggja metra reglan í gildi í fjórtán daga, sem þýddi að fangar máttu ekki nálgast heimsóknargest sinn. Í opnu fangelsunum að Sogni og Kvíabryggju hefur verið heimsóknarbann í 128 daga eða 4,3 mánuði. Opið hefur verið fyrir heimsóknir í samtals 51 dag.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32 Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32
Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58