Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 11:41 Íbúar Eþíópíu lesa um átökin í Tigrayhéraði í dagblöðum. Takmarkaðar upplýsingar berast þaðan. AP/Samuel Habtab Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. Þess vegna hafa litlar fregnir borist af átökunum. Mannréttindasamtök segja þar að auki að búið sé að handtaka blaðamenn sem hafa reynt að ferðast til Tigray. Þrátt fyrir það hafa fregnir borist af því hundruð hafi fallið í átökunum, samkvæmt fréttum Reuters fréttaveitunnar. Um fimm milljónir manna búa í Tigray en þar er mikið fjallendi. Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Dr. Debretsion Gebremichael er forseti Tigray.EPA/STR Abiy hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir vinnu sína við að binda endi á áralöng átök Eþíópíu og Erítreu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir yfirmaður flóttamannastofnunar Súdan að meðal þeirra sem hafi flúið þangað frá Eþíópíu séu hermenn. Minnst 2.500 flóttamenn hafi verið skráðir á undanförnum tveimur dögum og enn eigi eftir að skrá nokkur hundruð til viðbótar. Sameinuðu þjóðirnar segja þó að um sjö þúsund manns hafi flúið til Súdan og óttast sé að þeim muni fjölga verulega. Abiy ákvað fyrr í vikunni að gera ætti loftárásir í héraðinu og sagði hann að um löggæsluaðgerðir væri að ræða. Hann hefur neitað að hefja viðræður við Frelsisfylkinguna, þvert á ráðleggingar Sameinuðu þjóðanna og nágrannaríkja. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og aðrir aðilar hafa kallað eftir vopnahléi en Abyiy er sagður staðráðinn í því að brjóta Frelsisfylkinguna á bak aftur. Í tístum sem hann birti í gær hét Abyiy því að leiðtogum Frelsisfylkingarinnar yrði refsað. Eþíópía Súdan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. Þess vegna hafa litlar fregnir borist af átökunum. Mannréttindasamtök segja þar að auki að búið sé að handtaka blaðamenn sem hafa reynt að ferðast til Tigray. Þrátt fyrir það hafa fregnir borist af því hundruð hafi fallið í átökunum, samkvæmt fréttum Reuters fréttaveitunnar. Um fimm milljónir manna búa í Tigray en þar er mikið fjallendi. Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Dr. Debretsion Gebremichael er forseti Tigray.EPA/STR Abiy hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir vinnu sína við að binda endi á áralöng átök Eþíópíu og Erítreu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir yfirmaður flóttamannastofnunar Súdan að meðal þeirra sem hafi flúið þangað frá Eþíópíu séu hermenn. Minnst 2.500 flóttamenn hafi verið skráðir á undanförnum tveimur dögum og enn eigi eftir að skrá nokkur hundruð til viðbótar. Sameinuðu þjóðirnar segja þó að um sjö þúsund manns hafi flúið til Súdan og óttast sé að þeim muni fjölga verulega. Abiy ákvað fyrr í vikunni að gera ætti loftárásir í héraðinu og sagði hann að um löggæsluaðgerðir væri að ræða. Hann hefur neitað að hefja viðræður við Frelsisfylkinguna, þvert á ráðleggingar Sameinuðu þjóðanna og nágrannaríkja. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og aðrir aðilar hafa kallað eftir vopnahléi en Abyiy er sagður staðráðinn í því að brjóta Frelsisfylkinguna á bak aftur. Í tístum sem hann birti í gær hét Abyiy því að leiðtogum Frelsisfylkingarinnar yrði refsað.
Eþíópía Súdan Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira