Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 10:23 Stjórnarandstöðuþingmenn Hong Kong tilkynntu í morgun að þeir ætluðu allir að segja af sér. AP/Vincent Yu Allir nítján stjórnarandstöðuþingmenn sem eftir eru í Hong Kong ætla að segja af sér í kjölfar þess að yfirvöld eyjunnar ráku fjóra aðra þingmenn af þingi. Ráðmenn í Peking gáfu yfirvöldum í Hong Kong heimild til að víkja þingmönnum úr starfi ef þeir styðji sjálfstæði Hong Kong, neiti að samþykkja fullveldi Kína yfir borginni, ógni þjóðaröryggi eða hvetji utanaðkomandi aðila til að hafa afskipti af málefnum borgarinnar. Fjórir þingmenn, sem höfðu áður kallað eftir því að önnur ríki beittu Kínverja viðskiptaþvingunum, voru reknir einungis nokkrum mínútum eftir að þessar nýju reglur voru samþykktar í Peking í nótt. Því ákváðu hinir að segja af sér. Samkvæmt South China Morning Post segja stjórnarandstöðuþingmennirnir að aðgerðir yfirvalda séu „fáránlegar“ og að lög Hong Kong hafi í raun verið felld niður. Ekki sé lengur hægt að tala um eitt land, tvö kerfi, eins og fyrirkomulagið hefur lengi verið kallað. https://www.scmp.com/news/hong-kong/politics/article/3109330/top-beijing-body-makes-patriotism-mandatory-hong-kong Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Kommúnistaflokkurinn hefur verið sakaður um að brjóta gegn því samkomulagi með kínverskum öryggislögum, sem tóku gildi þann 1. júlí og er ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil og langvarandi mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong vegna málsins á undanförnu ári. Eftir afsagnirnar verða eingöngu þingmenn sem þykja hliðhollir meginlandinu eftir á þingi Hong Kong. Carrie Lam, sem stjórnar í raun Hong Kong með blessun yfirvalda í Peking, sagði fyrr í dag að ekki standi til að halda sérstakar kosningar vegna brottreksturs þingmannanna fjögurra. Það verði haldnar kosningar eftir níu mánuði en þeim hafði verið frestað um ár vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Aðgerðasinninn Joshua Wong handtekinn í Hong Kong Lögregla í Hong Kong hefur handtekið aðgerðasinnann Joshua Wong, sem hefur verið einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum þar í landi. 24. september 2020 08:06 Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. 6. september 2020 16:48 Óttast að lífsýni úr skimunum verði notuð í annarlegum tilgangi Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. 1. september 2020 07:57 Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Allir nítján stjórnarandstöðuþingmenn sem eftir eru í Hong Kong ætla að segja af sér í kjölfar þess að yfirvöld eyjunnar ráku fjóra aðra þingmenn af þingi. Ráðmenn í Peking gáfu yfirvöldum í Hong Kong heimild til að víkja þingmönnum úr starfi ef þeir styðji sjálfstæði Hong Kong, neiti að samþykkja fullveldi Kína yfir borginni, ógni þjóðaröryggi eða hvetji utanaðkomandi aðila til að hafa afskipti af málefnum borgarinnar. Fjórir þingmenn, sem höfðu áður kallað eftir því að önnur ríki beittu Kínverja viðskiptaþvingunum, voru reknir einungis nokkrum mínútum eftir að þessar nýju reglur voru samþykktar í Peking í nótt. Því ákváðu hinir að segja af sér. Samkvæmt South China Morning Post segja stjórnarandstöðuþingmennirnir að aðgerðir yfirvalda séu „fáránlegar“ og að lög Hong Kong hafi í raun verið felld niður. Ekki sé lengur hægt að tala um eitt land, tvö kerfi, eins og fyrirkomulagið hefur lengi verið kallað. https://www.scmp.com/news/hong-kong/politics/article/3109330/top-beijing-body-makes-patriotism-mandatory-hong-kong Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Kommúnistaflokkurinn hefur verið sakaður um að brjóta gegn því samkomulagi með kínverskum öryggislögum, sem tóku gildi þann 1. júlí og er ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil og langvarandi mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong vegna málsins á undanförnu ári. Eftir afsagnirnar verða eingöngu þingmenn sem þykja hliðhollir meginlandinu eftir á þingi Hong Kong. Carrie Lam, sem stjórnar í raun Hong Kong með blessun yfirvalda í Peking, sagði fyrr í dag að ekki standi til að halda sérstakar kosningar vegna brottreksturs þingmannanna fjögurra. Það verði haldnar kosningar eftir níu mánuði en þeim hafði verið frestað um ár vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Aðgerðasinninn Joshua Wong handtekinn í Hong Kong Lögregla í Hong Kong hefur handtekið aðgerðasinnann Joshua Wong, sem hefur verið einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum þar í landi. 24. september 2020 08:06 Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. 6. september 2020 16:48 Óttast að lífsýni úr skimunum verði notuð í annarlegum tilgangi Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. 1. september 2020 07:57 Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Aðgerðasinninn Joshua Wong handtekinn í Hong Kong Lögregla í Hong Kong hefur handtekið aðgerðasinnann Joshua Wong, sem hefur verið einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum þar í landi. 24. september 2020 08:06
Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. 6. september 2020 16:48
Óttast að lífsýni úr skimunum verði notuð í annarlegum tilgangi Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. 1. september 2020 07:57
Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00
Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15