„Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 12:26 Fv. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, Hrund Gunnsteinsdóttir, Ketill Berg Magnússon, Kristín Lind Árnadóttir. Gestir Heimsþings leiðtogakvenna segja þingið afar mikilvægt fyrir jafnréttismálin. Þar fái stjórnendur og atvinnulíf innblástur, fræðslu, dæmisögur og niðurstöður rannsókna sem hægt er að taka með strax af vettvangi og nýta á vinnustöðum. Þá segja gestir þingið mikilvægt fyrir Ísland sem fyrirmynd. Í Atvinnulífinu á Vísi í gær og í dag er fjallað um Heimsþing kvenleiðtoga út frá forsendum stjórnenda og atvinnulífs. Heimsþingið er í þetta sinn haldið á netinu en þátttakendur eru yfir 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og tæknigeiranum í yfir 100 löndum. Fjöldinn allur af stjórnendum úr íslenska atvinnulífinu hefur tekið þátt í Heimsþingi kvenleiðtoga síðustu daga. Atvinnulífið spurði nokkra gesti, hvaða þýðingu þingið hefði. Spurt var: Hversu þýðingarmikið er heimsþing sem þetta fyrir konur í atvinnulífinu og hvað hefur þér fundist heimsþingið gefa þér? „Magnað að finna kraftinn“ Elín Helga Sveinbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Hvíta hússins: Elín Helga Sveinbjörnsdóttir. „Heimsþingið hefur margþætta þýðingu og áhrif sem mögulega er erfitt að mæla. Það sem er sérstaklega jákvætt er þessi alþjóðlegi kraftur og innblástur. Efnistökin eru víðtæk innan málaflokksins og athyglisvert að fá innsýn hver staðan er á mismunandi sviðum, atvinnugreinum, í mismunandi heimsálfum og fleira. Þetta gefur okkur tækifæri til að máta viðhorf okkar og stöðu milli heimsálfa og atvinnugreina. Það er svo magnað að finna kraftinn sem er til staðar um allan heim og þingið fyllir mann bjartsýni um jafnréttismál. Það er gæfa fyrir okkur að þingið sé haldið á Íslandi. Það er mikilvægt að við séum fyrirmynd í jafnréttismálum það hefur með samkeppnishæfni þjóðarinnar að gera,“ segir Elín. „Virkjar okkur til aðgerða“ Hrund Gunnsteinsdóttir. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu: „Fyrir virka þátttakendur í heimsþinginu og mig persónulega hefur þingið gefið mjög mikilvæga innsýn inn í þróun mála um allan heim, gefur okkur dæmi til eftirbreytni, virkjar okkur til aðgerða þar sem pottur er brotinn, staðfestir að sömu stefin finnast um allan heim. Því þó það sé stigsmunur þá er aldrei eðlismunur, og í gegnum söguna eru mýmörg dæmi sem gefa okkur verkfæri, aðferðarfræði og dæmisögur beint í æð, sem hægt er að taka með á vettvang strax,“ segir Hrund. „Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“ Kristín Linda Árnadóttir. Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar: „Heimsþingið hefur mikla þýðingu fyrir konur í atvinnulífinu, því þar náum við að spegla reynslu okkar í afar breiðum, alþjóðlegum hópi. Þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir eru keimlíkar, hvort sem við stýrum opinberum fyrirtækjum á Íslandi, einkafyrirtækjum á Ítalíu, frjálsum félagasamtökum í Bandaríkjunum eða stofnunum á Indlandi. Það er valdeflandi að ræða sameiginlegar áskoranir og leiðir til úrbóta. Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði í þetta stóra samfélag kvenna, þar sem hver og ein er reiðubúin að miðla reynslu sinni og þekkingu í þágu kynsystra sinna,“ segir Kristín Linda. „Hvetjandi fyrir alþjóðlegt fyrirtæki“ Ketill Berg Magnússon. Ketill Berg Magnússon, mannauðstjóri Marel: „Heimsþing kvenleiðtoga er mjög mikilvægt fyrir Ísland og Íslendinga. Það heldur jafnréttisumræðunni lifandi og gefur okkur tækifæri til að hafa áhrif á jafnréttisumræðuna í heiminum. Heimsþingið er hvetjandi fyrir alþjóðlegt fyrirtæki eins og okkur hjá Marel, þar koma fram rannsóknir og skoðanir sem hjálpa okkur að móta stefnur og verkefni til að auka margbreytilieka og þátttöku alls starfsfólks í fyrirtækinu,“ segir Ketill. Jafnréttismál Góðu ráðin Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum. 11. nóvember 2020 12:22 „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Gestir Heimsþings leiðtogakvenna segja þingið afar mikilvægt fyrir jafnréttismálin. Þar fái stjórnendur og atvinnulíf innblástur, fræðslu, dæmisögur og niðurstöður rannsókna sem hægt er að taka með strax af vettvangi og nýta á vinnustöðum. Þá segja gestir þingið mikilvægt fyrir Ísland sem fyrirmynd. Í Atvinnulífinu á Vísi í gær og í dag er fjallað um Heimsþing kvenleiðtoga út frá forsendum stjórnenda og atvinnulífs. Heimsþingið er í þetta sinn haldið á netinu en þátttakendur eru yfir 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum, vísindum og tæknigeiranum í yfir 100 löndum. Fjöldinn allur af stjórnendum úr íslenska atvinnulífinu hefur tekið þátt í Heimsþingi kvenleiðtoga síðustu daga. Atvinnulífið spurði nokkra gesti, hvaða þýðingu þingið hefði. Spurt var: Hversu þýðingarmikið er heimsþing sem þetta fyrir konur í atvinnulífinu og hvað hefur þér fundist heimsþingið gefa þér? „Magnað að finna kraftinn“ Elín Helga Sveinbjörnsdóttir framkvæmdastjóri Hvíta hússins: Elín Helga Sveinbjörnsdóttir. „Heimsþingið hefur margþætta þýðingu og áhrif sem mögulega er erfitt að mæla. Það sem er sérstaklega jákvætt er þessi alþjóðlegi kraftur og innblástur. Efnistökin eru víðtæk innan málaflokksins og athyglisvert að fá innsýn hver staðan er á mismunandi sviðum, atvinnugreinum, í mismunandi heimsálfum og fleira. Þetta gefur okkur tækifæri til að máta viðhorf okkar og stöðu milli heimsálfa og atvinnugreina. Það er svo magnað að finna kraftinn sem er til staðar um allan heim og þingið fyllir mann bjartsýni um jafnréttismál. Það er gæfa fyrir okkur að þingið sé haldið á Íslandi. Það er mikilvægt að við séum fyrirmynd í jafnréttismálum það hefur með samkeppnishæfni þjóðarinnar að gera,“ segir Elín. „Virkjar okkur til aðgerða“ Hrund Gunnsteinsdóttir. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu: „Fyrir virka þátttakendur í heimsþinginu og mig persónulega hefur þingið gefið mjög mikilvæga innsýn inn í þróun mála um allan heim, gefur okkur dæmi til eftirbreytni, virkjar okkur til aðgerða þar sem pottur er brotinn, staðfestir að sömu stefin finnast um allan heim. Því þó það sé stigsmunur þá er aldrei eðlismunur, og í gegnum söguna eru mýmörg dæmi sem gefa okkur verkfæri, aðferðarfræði og dæmisögur beint í æð, sem hægt er að taka með á vettvang strax,“ segir Hrund. „Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“ Kristín Linda Árnadóttir. Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar: „Heimsþingið hefur mikla þýðingu fyrir konur í atvinnulífinu, því þar náum við að spegla reynslu okkar í afar breiðum, alþjóðlegum hópi. Þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir eru keimlíkar, hvort sem við stýrum opinberum fyrirtækjum á Íslandi, einkafyrirtækjum á Ítalíu, frjálsum félagasamtökum í Bandaríkjunum eða stofnunum á Indlandi. Það er valdeflandi að ræða sameiginlegar áskoranir og leiðir til úrbóta. Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði í þetta stóra samfélag kvenna, þar sem hver og ein er reiðubúin að miðla reynslu sinni og þekkingu í þágu kynsystra sinna,“ segir Kristín Linda. „Hvetjandi fyrir alþjóðlegt fyrirtæki“ Ketill Berg Magnússon. Ketill Berg Magnússon, mannauðstjóri Marel: „Heimsþing kvenleiðtoga er mjög mikilvægt fyrir Ísland og Íslendinga. Það heldur jafnréttisumræðunni lifandi og gefur okkur tækifæri til að hafa áhrif á jafnréttisumræðuna í heiminum. Heimsþingið er hvetjandi fyrir alþjóðlegt fyrirtæki eins og okkur hjá Marel, þar koma fram rannsóknir og skoðanir sem hjálpa okkur að móta stefnur og verkefni til að auka margbreytilieka og þátttöku alls starfsfólks í fyrirtækinu,“ segir Ketill.
Jafnréttismál Góðu ráðin Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31 Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum. 11. nóvember 2020 12:22 „Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni. 12. nóvember 2020 09:31
Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum. 11. nóvember 2020 12:22
„Eigum samt enn langt í land“ Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum. 11. nóvember 2020 07:00