Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 17:00 Alfreð Finnbogason afhendir hér Erik Hamrén brúðuna sem gjöf frá FC Augsburg. Skjámynd/Youtube/FCA TV Alfreð Finnbogason er heldur betur á heimavelli þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig fyrir leikinn mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudagskvöldið. Alfreð er leikmaður þýska liðsins Augsburg og íslenski hópurinn fékk að setja upp æfingabúðir sínar fyrir Ungverjaleikinn hjá Augsburg. Augsburg bauð íslenska landsliðið velkomið í stuttu myndbandi á Twitter-síðu sinni en þar mátti sjá myndbrot frá æfingu íslenska liðsins í þokunni sem og viðtal við Alfreð Finnbogason. Alfreð Finnbogason hefur verið duglegur að læra tungumálið þar sem hann hefur spilað á ferlinum en hann hefur spilað í Belgíu, í Svíþjóð, í Hollandi, á Spáni, í Grikklandi og nú í Þýskalandi undanfarin fjögur ár. View this post on Instagram Góðan Dag, @footballiceland! Die Isländer rund um @alfredfinnbogason bereiten sich in Augsburg auf die EM-Quali gegen Ungarn vor! Viel Erfolg und löst das Ticket zur #Euro2020! #FCA #FCA1907 #fcaugsburg #Finnbogason A post shared by FC Augsburg (@fcaugsburg1907) on Nov 10, 2020 at 7:17am PST Alfreð er orðinn flottur í þýskunni á þessum fjórum árum sem hann sýndi með því að tala hana eins og innfæddur í viðtalinu við sjónvarpsstöð FC Augsburg, FCA TV. Í fréttinni á FCA TV má Alfreð meðal annars færa landsliðsþjálfaranum strengjabrúðu af gjöf fyrir hönd félagsins síns, FC Augsburg. „Það hefur aldrei verið svona stutt fyrir mig að fara til móts við íslenska landsliðið,“ grínaðist Alfreð meðal annars með í viðtalinu. „Ég er ánægður með að við getum undirbúið liðið hér í Augsburg. Hér eru góðar aðstæður og við getum stillt okkar strengi,“ sagði Alfreð. „Við viljum komast á þriðja stórmótið í röð og það yrði ótrúlega falleg saga fyrir okkur,“ sagði Alfreð eins og sjá má hér fyrir neðan. watch on YouTube EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Alfreð Finnbogason er heldur betur á heimavelli þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig fyrir leikinn mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudagskvöldið. Alfreð er leikmaður þýska liðsins Augsburg og íslenski hópurinn fékk að setja upp æfingabúðir sínar fyrir Ungverjaleikinn hjá Augsburg. Augsburg bauð íslenska landsliðið velkomið í stuttu myndbandi á Twitter-síðu sinni en þar mátti sjá myndbrot frá æfingu íslenska liðsins í þokunni sem og viðtal við Alfreð Finnbogason. Alfreð Finnbogason hefur verið duglegur að læra tungumálið þar sem hann hefur spilað á ferlinum en hann hefur spilað í Belgíu, í Svíþjóð, í Hollandi, á Spáni, í Grikklandi og nú í Þýskalandi undanfarin fjögur ár. View this post on Instagram Góðan Dag, @footballiceland! Die Isländer rund um @alfredfinnbogason bereiten sich in Augsburg auf die EM-Quali gegen Ungarn vor! Viel Erfolg und löst das Ticket zur #Euro2020! #FCA #FCA1907 #fcaugsburg #Finnbogason A post shared by FC Augsburg (@fcaugsburg1907) on Nov 10, 2020 at 7:17am PST Alfreð er orðinn flottur í þýskunni á þessum fjórum árum sem hann sýndi með því að tala hana eins og innfæddur í viðtalinu við sjónvarpsstöð FC Augsburg, FCA TV. Í fréttinni á FCA TV má Alfreð meðal annars færa landsliðsþjálfaranum strengjabrúðu af gjöf fyrir hönd félagsins síns, FC Augsburg. „Það hefur aldrei verið svona stutt fyrir mig að fara til móts við íslenska landsliðið,“ grínaðist Alfreð meðal annars með í viðtalinu. „Ég er ánægður með að við getum undirbúið liðið hér í Augsburg. Hér eru góðar aðstæður og við getum stillt okkar strengi,“ sagði Alfreð. „Við viljum komast á þriðja stórmótið í röð og það yrði ótrúlega falleg saga fyrir okkur,“ sagði Alfreð eins og sjá má hér fyrir neðan. watch on YouTube
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira