Alfreð flottur í þýskunni og gaf líka landsliðsþjálfaranum brúðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 17:00 Alfreð Finnbogason afhendir hér Erik Hamrén brúðuna sem gjöf frá FC Augsburg. Skjámynd/Youtube/FCA TV Alfreð Finnbogason er heldur betur á heimavelli þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig fyrir leikinn mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudagskvöldið. Alfreð er leikmaður þýska liðsins Augsburg og íslenski hópurinn fékk að setja upp æfingabúðir sínar fyrir Ungverjaleikinn hjá Augsburg. Augsburg bauð íslenska landsliðið velkomið í stuttu myndbandi á Twitter-síðu sinni en þar mátti sjá myndbrot frá æfingu íslenska liðsins í þokunni sem og viðtal við Alfreð Finnbogason. Alfreð Finnbogason hefur verið duglegur að læra tungumálið þar sem hann hefur spilað á ferlinum en hann hefur spilað í Belgíu, í Svíþjóð, í Hollandi, á Spáni, í Grikklandi og nú í Þýskalandi undanfarin fjögur ár. View this post on Instagram Góðan Dag, @footballiceland! Die Isländer rund um @alfredfinnbogason bereiten sich in Augsburg auf die EM-Quali gegen Ungarn vor! Viel Erfolg und löst das Ticket zur #Euro2020! #FCA #FCA1907 #fcaugsburg #Finnbogason A post shared by FC Augsburg (@fcaugsburg1907) on Nov 10, 2020 at 7:17am PST Alfreð er orðinn flottur í þýskunni á þessum fjórum árum sem hann sýndi með því að tala hana eins og innfæddur í viðtalinu við sjónvarpsstöð FC Augsburg, FCA TV. Í fréttinni á FCA TV má Alfreð meðal annars færa landsliðsþjálfaranum strengjabrúðu af gjöf fyrir hönd félagsins síns, FC Augsburg. „Það hefur aldrei verið svona stutt fyrir mig að fara til móts við íslenska landsliðið,“ grínaðist Alfreð meðal annars með í viðtalinu. „Ég er ánægður með að við getum undirbúið liðið hér í Augsburg. Hér eru góðar aðstæður og við getum stillt okkar strengi,“ sagði Alfreð. „Við viljum komast á þriðja stórmótið í röð og það yrði ótrúlega falleg saga fyrir okkur,“ sagði Alfreð eins og sjá má hér fyrir neðan. watch on YouTube EM 2020 í fótbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Alfreð Finnbogason er heldur betur á heimavelli þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu undirbýr sig fyrir leikinn mikilvæga á móti Ungverjum á fimmtudagskvöldið. Alfreð er leikmaður þýska liðsins Augsburg og íslenski hópurinn fékk að setja upp æfingabúðir sínar fyrir Ungverjaleikinn hjá Augsburg. Augsburg bauð íslenska landsliðið velkomið í stuttu myndbandi á Twitter-síðu sinni en þar mátti sjá myndbrot frá æfingu íslenska liðsins í þokunni sem og viðtal við Alfreð Finnbogason. Alfreð Finnbogason hefur verið duglegur að læra tungumálið þar sem hann hefur spilað á ferlinum en hann hefur spilað í Belgíu, í Svíþjóð, í Hollandi, á Spáni, í Grikklandi og nú í Þýskalandi undanfarin fjögur ár. View this post on Instagram Góðan Dag, @footballiceland! Die Isländer rund um @alfredfinnbogason bereiten sich in Augsburg auf die EM-Quali gegen Ungarn vor! Viel Erfolg und löst das Ticket zur #Euro2020! #FCA #FCA1907 #fcaugsburg #Finnbogason A post shared by FC Augsburg (@fcaugsburg1907) on Nov 10, 2020 at 7:17am PST Alfreð er orðinn flottur í þýskunni á þessum fjórum árum sem hann sýndi með því að tala hana eins og innfæddur í viðtalinu við sjónvarpsstöð FC Augsburg, FCA TV. Í fréttinni á FCA TV má Alfreð meðal annars færa landsliðsþjálfaranum strengjabrúðu af gjöf fyrir hönd félagsins síns, FC Augsburg. „Það hefur aldrei verið svona stutt fyrir mig að fara til móts við íslenska landsliðið,“ grínaðist Alfreð meðal annars með í viðtalinu. „Ég er ánægður með að við getum undirbúið liðið hér í Augsburg. Hér eru góðar aðstæður og við getum stillt okkar strengi,“ sagði Alfreð. „Við viljum komast á þriðja stórmótið í röð og það yrði ótrúlega falleg saga fyrir okkur,“ sagði Alfreð eins og sjá má hér fyrir neðan. watch on YouTube
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira