„Nei, það getur ekki verið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 14:59 Sigvaldi Björn Guðjónsson vonast til að geta spilað með Íslandi á HM í Egyptalandi í janúar. „Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. Sigvaldi átti að vera í landsliðinu sem mætti Litáen í Laugardalshöll síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert varð af því eftir að í ljós kom að liðsfélagi hans hjá Kielce í Póllandi hefði smitast af kórónuveirunni. Þá var Sigvaldi nýkominn á liðshótel Íslands, eins og fram kom í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók við hornamanninn í Seinni bylgjunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Sigvaldi í viðtali „Ég byrjaði bara ferðalagið [til Íslands] klukkan 3 um nóttina frá Póllandi, og var lentur uppi á hóteli um fjögurleytið daginn eftir. Ég náði í HSÍ-töskuna og fór upp á herbergi í einangrun, en 10-15 mínútum seinna fékk ég skilaboð frá Kielce um að það væri smit í liðinu og að við þyrftum allir að fara heim. Þá hugsaði ég bara: „Neiii, það getur ekki verið.“,“ sagði Sigvaldi. Hann flaug svo heim á leið um sjöleytið morguninn eftir og gat ekki tekið þátt í risasigri Íslands á Litáen: „Ég horfði á leikinn og þetta var vel gert hjá þeim. Ég er bara sáttur með sigur.“ Dujshebaev besti þjálfarinn Sigvaldi gekk í raðir pólska stórveldisins Kielce í sumar eftir að hafa verið hjá norska félaginu Elverum. Hjá Kielce er goðsögnin Talant Dujshebaev þjálfari og hann er í miklum metum hjá Sigvalda. Haukur Þrastarson kom einnig til Kielce í sumar en varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné. Sigvaldi og félagar hafa æft síðustu daga en hann segist allt eins reikna með því að gripið verði til hertra sóttvarnaaðgerða í Póllandi á næstunni, og óvíst sé hvað verði um handboltann: „Staðan er ekkert það góð hérna. Það eru alltaf að koma nýjar reglur, fleiri og fleiri smit, svo mig grunar að það fari að koma „lockdown“ hérna í Póllandi. Svo ég veit ekki hvernig þetta verður með handboltann. En ég veit líka ekki neitt hérna, skil ekki neitt, svo ég mæti bara á æfingar og reyni að finna út úr þessu,“ segir Sigvaldi léttur, rétt að byrja að læra pólskuna. Hann er hæstánægður með sitt nýja félag: „Þetta er á allt öðru stigi. Miklu betri leikmenn og alveg sturlaður þjálfari – sá besti sem ég hef verið með. Það hefur bara gengið vel. Við höfum skipt tímanum í horninu, svo ég hef spilað 30 mínútur í öllum leikjum. Mér líður ótrúlega vel hérna, þetta er góður staður og allt í kringum félagið er í toppmálum.“ Saknar Hauks mjög mikið Sigvaldi viðurkennir hins vegar að hann sakni Hauks, sem sinnir sinni endurhæfingu á Íslandi: „Jú, mjög mikið. Það er erfitt að hafa hann ekki. Það var rosalega næs að geta talað saman á íslensku og verið saman í klefanum eftir æfingar og fyrir æfingar. Þetta var mjög svekkjandi, því það var einmitt að koma líf í hann og spilamennskan sem maður þekkir. Þetta var hundleiðinlegt en vonandi kemur hann sterkari til baka. Ég sakna hans mjög mikið.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Sjá meira
„Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. Sigvaldi átti að vera í landsliðinu sem mætti Litáen í Laugardalshöll síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert varð af því eftir að í ljós kom að liðsfélagi hans hjá Kielce í Póllandi hefði smitast af kórónuveirunni. Þá var Sigvaldi nýkominn á liðshótel Íslands, eins og fram kom í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók við hornamanninn í Seinni bylgjunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Sigvaldi í viðtali „Ég byrjaði bara ferðalagið [til Íslands] klukkan 3 um nóttina frá Póllandi, og var lentur uppi á hóteli um fjögurleytið daginn eftir. Ég náði í HSÍ-töskuna og fór upp á herbergi í einangrun, en 10-15 mínútum seinna fékk ég skilaboð frá Kielce um að það væri smit í liðinu og að við þyrftum allir að fara heim. Þá hugsaði ég bara: „Neiii, það getur ekki verið.“,“ sagði Sigvaldi. Hann flaug svo heim á leið um sjöleytið morguninn eftir og gat ekki tekið þátt í risasigri Íslands á Litáen: „Ég horfði á leikinn og þetta var vel gert hjá þeim. Ég er bara sáttur með sigur.“ Dujshebaev besti þjálfarinn Sigvaldi gekk í raðir pólska stórveldisins Kielce í sumar eftir að hafa verið hjá norska félaginu Elverum. Hjá Kielce er goðsögnin Talant Dujshebaev þjálfari og hann er í miklum metum hjá Sigvalda. Haukur Þrastarson kom einnig til Kielce í sumar en varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné. Sigvaldi og félagar hafa æft síðustu daga en hann segist allt eins reikna með því að gripið verði til hertra sóttvarnaaðgerða í Póllandi á næstunni, og óvíst sé hvað verði um handboltann: „Staðan er ekkert það góð hérna. Það eru alltaf að koma nýjar reglur, fleiri og fleiri smit, svo mig grunar að það fari að koma „lockdown“ hérna í Póllandi. Svo ég veit ekki hvernig þetta verður með handboltann. En ég veit líka ekki neitt hérna, skil ekki neitt, svo ég mæti bara á æfingar og reyni að finna út úr þessu,“ segir Sigvaldi léttur, rétt að byrja að læra pólskuna. Hann er hæstánægður með sitt nýja félag: „Þetta er á allt öðru stigi. Miklu betri leikmenn og alveg sturlaður þjálfari – sá besti sem ég hef verið með. Það hefur bara gengið vel. Við höfum skipt tímanum í horninu, svo ég hef spilað 30 mínútur í öllum leikjum. Mér líður ótrúlega vel hérna, þetta er góður staður og allt í kringum félagið er í toppmálum.“ Saknar Hauks mjög mikið Sigvaldi viðurkennir hins vegar að hann sakni Hauks, sem sinnir sinni endurhæfingu á Íslandi: „Jú, mjög mikið. Það er erfitt að hafa hann ekki. Það var rosalega næs að geta talað saman á íslensku og verið saman í klefanum eftir æfingar og fyrir æfingar. Þetta var mjög svekkjandi, því það var einmitt að koma líf í hann og spilamennskan sem maður þekkir. Þetta var hundleiðinlegt en vonandi kemur hann sterkari til baka. Ég sakna hans mjög mikið.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20
Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12