„Nei, það getur ekki verið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 14:59 Sigvaldi Björn Guðjónsson vonast til að geta spilað með Íslandi á HM í Egyptalandi í janúar. „Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. Sigvaldi átti að vera í landsliðinu sem mætti Litáen í Laugardalshöll síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert varð af því eftir að í ljós kom að liðsfélagi hans hjá Kielce í Póllandi hefði smitast af kórónuveirunni. Þá var Sigvaldi nýkominn á liðshótel Íslands, eins og fram kom í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók við hornamanninn í Seinni bylgjunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Sigvaldi í viðtali „Ég byrjaði bara ferðalagið [til Íslands] klukkan 3 um nóttina frá Póllandi, og var lentur uppi á hóteli um fjögurleytið daginn eftir. Ég náði í HSÍ-töskuna og fór upp á herbergi í einangrun, en 10-15 mínútum seinna fékk ég skilaboð frá Kielce um að það væri smit í liðinu og að við þyrftum allir að fara heim. Þá hugsaði ég bara: „Neiii, það getur ekki verið.“,“ sagði Sigvaldi. Hann flaug svo heim á leið um sjöleytið morguninn eftir og gat ekki tekið þátt í risasigri Íslands á Litáen: „Ég horfði á leikinn og þetta var vel gert hjá þeim. Ég er bara sáttur með sigur.“ Dujshebaev besti þjálfarinn Sigvaldi gekk í raðir pólska stórveldisins Kielce í sumar eftir að hafa verið hjá norska félaginu Elverum. Hjá Kielce er goðsögnin Talant Dujshebaev þjálfari og hann er í miklum metum hjá Sigvalda. Haukur Þrastarson kom einnig til Kielce í sumar en varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné. Sigvaldi og félagar hafa æft síðustu daga en hann segist allt eins reikna með því að gripið verði til hertra sóttvarnaaðgerða í Póllandi á næstunni, og óvíst sé hvað verði um handboltann: „Staðan er ekkert það góð hérna. Það eru alltaf að koma nýjar reglur, fleiri og fleiri smit, svo mig grunar að það fari að koma „lockdown“ hérna í Póllandi. Svo ég veit ekki hvernig þetta verður með handboltann. En ég veit líka ekki neitt hérna, skil ekki neitt, svo ég mæti bara á æfingar og reyni að finna út úr þessu,“ segir Sigvaldi léttur, rétt að byrja að læra pólskuna. Hann er hæstánægður með sitt nýja félag: „Þetta er á allt öðru stigi. Miklu betri leikmenn og alveg sturlaður þjálfari – sá besti sem ég hef verið með. Það hefur bara gengið vel. Við höfum skipt tímanum í horninu, svo ég hef spilað 30 mínútur í öllum leikjum. Mér líður ótrúlega vel hérna, þetta er góður staður og allt í kringum félagið er í toppmálum.“ Saknar Hauks mjög mikið Sigvaldi viðurkennir hins vegar að hann sakni Hauks, sem sinnir sinni endurhæfingu á Íslandi: „Jú, mjög mikið. Það er erfitt að hafa hann ekki. Það var rosalega næs að geta talað saman á íslensku og verið saman í klefanum eftir æfingar og fyrir æfingar. Þetta var mjög svekkjandi, því það var einmitt að koma líf í hann og spilamennskan sem maður þekkir. Þetta var hundleiðinlegt en vonandi kemur hann sterkari til baka. Ég sakna hans mjög mikið.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
„Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. Sigvaldi átti að vera í landsliðinu sem mætti Litáen í Laugardalshöll síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert varð af því eftir að í ljós kom að liðsfélagi hans hjá Kielce í Póllandi hefði smitast af kórónuveirunni. Þá var Sigvaldi nýkominn á liðshótel Íslands, eins og fram kom í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók við hornamanninn í Seinni bylgjunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Sigvaldi í viðtali „Ég byrjaði bara ferðalagið [til Íslands] klukkan 3 um nóttina frá Póllandi, og var lentur uppi á hóteli um fjögurleytið daginn eftir. Ég náði í HSÍ-töskuna og fór upp á herbergi í einangrun, en 10-15 mínútum seinna fékk ég skilaboð frá Kielce um að það væri smit í liðinu og að við þyrftum allir að fara heim. Þá hugsaði ég bara: „Neiii, það getur ekki verið.“,“ sagði Sigvaldi. Hann flaug svo heim á leið um sjöleytið morguninn eftir og gat ekki tekið þátt í risasigri Íslands á Litáen: „Ég horfði á leikinn og þetta var vel gert hjá þeim. Ég er bara sáttur með sigur.“ Dujshebaev besti þjálfarinn Sigvaldi gekk í raðir pólska stórveldisins Kielce í sumar eftir að hafa verið hjá norska félaginu Elverum. Hjá Kielce er goðsögnin Talant Dujshebaev þjálfari og hann er í miklum metum hjá Sigvalda. Haukur Þrastarson kom einnig til Kielce í sumar en varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné. Sigvaldi og félagar hafa æft síðustu daga en hann segist allt eins reikna með því að gripið verði til hertra sóttvarnaaðgerða í Póllandi á næstunni, og óvíst sé hvað verði um handboltann: „Staðan er ekkert það góð hérna. Það eru alltaf að koma nýjar reglur, fleiri og fleiri smit, svo mig grunar að það fari að koma „lockdown“ hérna í Póllandi. Svo ég veit ekki hvernig þetta verður með handboltann. En ég veit líka ekki neitt hérna, skil ekki neitt, svo ég mæti bara á æfingar og reyni að finna út úr þessu,“ segir Sigvaldi léttur, rétt að byrja að læra pólskuna. Hann er hæstánægður með sitt nýja félag: „Þetta er á allt öðru stigi. Miklu betri leikmenn og alveg sturlaður þjálfari – sá besti sem ég hef verið með. Það hefur bara gengið vel. Við höfum skipt tímanum í horninu, svo ég hef spilað 30 mínútur í öllum leikjum. Mér líður ótrúlega vel hérna, þetta er góður staður og allt í kringum félagið er í toppmálum.“ Saknar Hauks mjög mikið Sigvaldi viðurkennir hins vegar að hann sakni Hauks, sem sinnir sinni endurhæfingu á Íslandi: „Jú, mjög mikið. Það er erfitt að hafa hann ekki. Það var rosalega næs að geta talað saman á íslensku og verið saman í klefanum eftir æfingar og fyrir æfingar. Þetta var mjög svekkjandi, því það var einmitt að koma líf í hann og spilamennskan sem maður þekkir. Þetta var hundleiðinlegt en vonandi kemur hann sterkari til baka. Ég sakna hans mjög mikið.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20
Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12