Veðbankar hafa litla trú á að Tiger verji titilinn á Masters Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2020 16:31 Tiger Woods fagnar sigri á Masters mótinu í fyrra. getty/Andrew Redington Samkvæmt veðbönkum þykir afar ólíklegt að Tiger Woods verji titil sinn á Masters mótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Tiger vann Masters mótið á eftirminnilegan hátt í fyrra en það var hans fyrsti sigur á risamóti í ellefu ár og sá fyrsti á Masters í fjórtán ár. Tiger hefur alls fimm sinnum unnið Masters. Jack Nicklaus á metið yfir flesta sigra á Masters en hann vann mótið sex sinnum á sínum tíma. Ef marka má spá veðbanka þykir Tiger ekki líklegur til afreka á Masters í ár. Hann er í 18. sæti yfir þá sem eru líklegastir til að vinna græna jakkann í ár. Bryson DeChambeau er efstur á lista veðbanka. Bandaríski kraftakarlinn stefnir á að fylgja sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu eftir og vinna annað risamótið í röð. Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er í 2. sæti á lista veðbanka. Hann varð annar á Masters í fyrra, einu höggi á eftir Tiger. Johnson hefur aðeins unnið eitt risamót á ferlinum, Opna bandaríska 2016. Jon Rahm í 3. sæti á lista veðbanka, Justin Thomas í því fjórða og Rory McIlroy í því fimmta. Sá síðastnefndi bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á risamóti síðan 2014. Masters er jafnframt eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið á ferlinum. Masters átti að fara fram 9.-12. apríl en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Engir áhorfendur verða á mótinu að þessu sinni. Að venju fer Masters fram á Augusta National golfvellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Samkvæmt veðbönkum þykir afar ólíklegt að Tiger Woods verji titil sinn á Masters mótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Tiger vann Masters mótið á eftirminnilegan hátt í fyrra en það var hans fyrsti sigur á risamóti í ellefu ár og sá fyrsti á Masters í fjórtán ár. Tiger hefur alls fimm sinnum unnið Masters. Jack Nicklaus á metið yfir flesta sigra á Masters en hann vann mótið sex sinnum á sínum tíma. Ef marka má spá veðbanka þykir Tiger ekki líklegur til afreka á Masters í ár. Hann er í 18. sæti yfir þá sem eru líklegastir til að vinna græna jakkann í ár. Bryson DeChambeau er efstur á lista veðbanka. Bandaríski kraftakarlinn stefnir á að fylgja sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu eftir og vinna annað risamótið í röð. Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er í 2. sæti á lista veðbanka. Hann varð annar á Masters í fyrra, einu höggi á eftir Tiger. Johnson hefur aðeins unnið eitt risamót á ferlinum, Opna bandaríska 2016. Jon Rahm í 3. sæti á lista veðbanka, Justin Thomas í því fjórða og Rory McIlroy í því fimmta. Sá síðastnefndi bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á risamóti síðan 2014. Masters er jafnframt eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið á ferlinum. Masters átti að fara fram 9.-12. apríl en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Engir áhorfendur verða á mótinu að þessu sinni. Að venju fer Masters fram á Augusta National golfvellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira