Veðbankar hafa litla trú á að Tiger verji titilinn á Masters Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2020 16:31 Tiger Woods fagnar sigri á Masters mótinu í fyrra. getty/Andrew Redington Samkvæmt veðbönkum þykir afar ólíklegt að Tiger Woods verji titil sinn á Masters mótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Tiger vann Masters mótið á eftirminnilegan hátt í fyrra en það var hans fyrsti sigur á risamóti í ellefu ár og sá fyrsti á Masters í fjórtán ár. Tiger hefur alls fimm sinnum unnið Masters. Jack Nicklaus á metið yfir flesta sigra á Masters en hann vann mótið sex sinnum á sínum tíma. Ef marka má spá veðbanka þykir Tiger ekki líklegur til afreka á Masters í ár. Hann er í 18. sæti yfir þá sem eru líklegastir til að vinna græna jakkann í ár. Bryson DeChambeau er efstur á lista veðbanka. Bandaríski kraftakarlinn stefnir á að fylgja sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu eftir og vinna annað risamótið í röð. Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er í 2. sæti á lista veðbanka. Hann varð annar á Masters í fyrra, einu höggi á eftir Tiger. Johnson hefur aðeins unnið eitt risamót á ferlinum, Opna bandaríska 2016. Jon Rahm í 3. sæti á lista veðbanka, Justin Thomas í því fjórða og Rory McIlroy í því fimmta. Sá síðastnefndi bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á risamóti síðan 2014. Masters er jafnframt eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið á ferlinum. Masters átti að fara fram 9.-12. apríl en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Engir áhorfendur verða á mótinu að þessu sinni. Að venju fer Masters fram á Augusta National golfvellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Samkvæmt veðbönkum þykir afar ólíklegt að Tiger Woods verji titil sinn á Masters mótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Tiger vann Masters mótið á eftirminnilegan hátt í fyrra en það var hans fyrsti sigur á risamóti í ellefu ár og sá fyrsti á Masters í fjórtán ár. Tiger hefur alls fimm sinnum unnið Masters. Jack Nicklaus á metið yfir flesta sigra á Masters en hann vann mótið sex sinnum á sínum tíma. Ef marka má spá veðbanka þykir Tiger ekki líklegur til afreka á Masters í ár. Hann er í 18. sæti yfir þá sem eru líklegastir til að vinna græna jakkann í ár. Bryson DeChambeau er efstur á lista veðbanka. Bandaríski kraftakarlinn stefnir á að fylgja sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu eftir og vinna annað risamótið í röð. Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er í 2. sæti á lista veðbanka. Hann varð annar á Masters í fyrra, einu höggi á eftir Tiger. Johnson hefur aðeins unnið eitt risamót á ferlinum, Opna bandaríska 2016. Jon Rahm í 3. sæti á lista veðbanka, Justin Thomas í því fjórða og Rory McIlroy í því fimmta. Sá síðastnefndi bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á risamóti síðan 2014. Masters er jafnframt eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið á ferlinum. Masters átti að fara fram 9.-12. apríl en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Engir áhorfendur verða á mótinu að þessu sinni. Að venju fer Masters fram á Augusta National golfvellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Fleiri fréttir Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira