Einn og hálfur milljarður aldrei verið mikilvægari fyrir íslenska knattspyrnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 08:01 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fer fyrir fögnuði strákanna eftir sigurinn á Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Það er gríðarlega mikið undir í Búdapest á fimmtudagskvöldið þegar Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. KSÍ fær í sinn hlut að lágmarki einn og hálfan milljarð komist íslensku strákarnir á Evrópumótið. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að leikurinn á móti Ungverjum sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá dýrmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu.https://t.co/lLzCJCIC6c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 9, 2020 „Ég leyfi mér að fullyrða það að leikur karlalandsliðsins núna sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Það er ekki bara vegna þess hve háar fjárhæðir eru í boði, um einn og hálfur milljarður íslenskra króna, heldur er það mikilvægi þeirra peninga fyrir íslenska knattspyrnu í dag,“ sagði Björn Berg Gunnarsson í samtali við Eva Björk Benediktsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV. „Ég þykist vita það að forsvarsfólk íslenskra knattspyrnuliða muni fylgjast mjög grannt með þessum leik. Fari svo að við tryggjum okkur áfram á EM þá munu væntanlega félagsliðin hér heimta það að fá sinn skerf eins og félagslið í Portúgal hafa þegar fengið loforð um,“ sagði Björn Berg. Björn Berg telur á nú muni reyna á pólitíkina í fótboltanum því þetta er mjög sterk hagsmunabarátta. Það má heyra allt viðtalið með því að smella hér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Það er gríðarlega mikið undir í Búdapest á fimmtudagskvöldið þegar Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar. KSÍ fær í sinn hlut að lágmarki einn og hálfan milljarð komist íslensku strákarnir á Evrópumótið. Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að leikurinn á móti Ungverjum sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka segir að leikur Íslands og Ungverjalands um sæti á EM á fimmtudaginn sé sá dýrmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu.https://t.co/lLzCJCIC6c— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 9, 2020 „Ég leyfi mér að fullyrða það að leikur karlalandsliðsins núna sé sá verðmætasti í sögu íslenskrar knattspyrnu. Það er ekki bara vegna þess hve háar fjárhæðir eru í boði, um einn og hálfur milljarður íslenskra króna, heldur er það mikilvægi þeirra peninga fyrir íslenska knattspyrnu í dag,“ sagði Björn Berg Gunnarsson í samtali við Eva Björk Benediktsdóttur, íþróttafréttamann á RÚV. „Ég þykist vita það að forsvarsfólk íslenskra knattspyrnuliða muni fylgjast mjög grannt með þessum leik. Fari svo að við tryggjum okkur áfram á EM þá munu væntanlega félagsliðin hér heimta það að fá sinn skerf eins og félagslið í Portúgal hafa þegar fengið loforð um,“ sagði Björn Berg. Björn Berg telur á nú muni reyna á pólitíkina í fótboltanum því þetta er mjög sterk hagsmunabarátta. Það má heyra allt viðtalið með því að smella hér. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira