Stjórnvöld skoða að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Forsætisráðherra segir ekkert ákveðið um framhaldið en að næstu aðgerðir ráðist af stöðu faraldursins. „Meðan við til að mynda virðumst vera í þeirri stöðu núna að nýgengi er á niðurleið er það ekki svo í löndunum í kringum okkar. Þannig ég held að við þurfum að vera raunsæ gagnvart þessari stöðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórnin mun ræða landamærin á fundi í vikunni og Katrín segir koma til greina að afnema gjaldtöku fyrir skimun. „Það virðist vera að gjaldtaka sé hindrun fyrir einhverja að velja tvöfalda skimun og það er eitt af því sem er í skoðun. Vegna þess að við teljum að það sé mjög góð leið; að vera með skimun, fimm daga sóttkví og síðan aftur skimun.“ Sóttvarnarlæknir sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að hann muni líklega leggja til við heilbrigðisráðherra að gera tvöfalda sýnatöku að skyldu. Reynslan sýni að sumir ferðamenn velji sóttkví en virði hana ekki. Katrín segir tillöguna ekki falla að stefnu ríkisstjórnarinnar, eins og hún hefur verið. „Það hefur verið niðurstaða ríkisstjórnarinnar að það sé mikilvægt að bjóða fólki upp á einhverja valkosti í þessum efnum.“ Hins vegar sé alltaf verið að endurskoða ákvarðanir á grundvelli nýrra gagna. Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt tilmæli Evrópusambandsins um samræmda litakóða á Schengen-svæðinu. Íbúar í grænum löndum, eða þar sem nýgengni smita er lítil, geta þá ferðast frjálst á milli landa. Tilmælin eru ekki lagalega bindandi og Katrín segir þetta engu breyta enn sem komið er. „En við erum reiðubúin að vinna með okkar samstarfsþjóðum að því að þróa eitthvert kerfi þar sem við beitum þessum litakóðum,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Forsætisráðherra segir ekkert ákveðið um framhaldið en að næstu aðgerðir ráðist af stöðu faraldursins. „Meðan við til að mynda virðumst vera í þeirri stöðu núna að nýgengi er á niðurleið er það ekki svo í löndunum í kringum okkar. Þannig ég held að við þurfum að vera raunsæ gagnvart þessari stöðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórnin mun ræða landamærin á fundi í vikunni og Katrín segir koma til greina að afnema gjaldtöku fyrir skimun. „Það virðist vera að gjaldtaka sé hindrun fyrir einhverja að velja tvöfalda skimun og það er eitt af því sem er í skoðun. Vegna þess að við teljum að það sé mjög góð leið; að vera með skimun, fimm daga sóttkví og síðan aftur skimun.“ Sóttvarnarlæknir sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að hann muni líklega leggja til við heilbrigðisráðherra að gera tvöfalda sýnatöku að skyldu. Reynslan sýni að sumir ferðamenn velji sóttkví en virði hana ekki. Katrín segir tillöguna ekki falla að stefnu ríkisstjórnarinnar, eins og hún hefur verið. „Það hefur verið niðurstaða ríkisstjórnarinnar að það sé mikilvægt að bjóða fólki upp á einhverja valkosti í þessum efnum.“ Hins vegar sé alltaf verið að endurskoða ákvarðanir á grundvelli nýrra gagna. Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt tilmæli Evrópusambandsins um samræmda litakóða á Schengen-svæðinu. Íbúar í grænum löndum, eða þar sem nýgengni smita er lítil, geta þá ferðast frjálst á milli landa. Tilmælin eru ekki lagalega bindandi og Katrín segir þetta engu breyta enn sem komið er. „En við erum reiðubúin að vinna með okkar samstarfsþjóðum að því að þróa eitthvert kerfi þar sem við beitum þessum litakóðum,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira