Stjórnvöld skoða að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 18:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Forsætisráðherra segir ekkert ákveðið um framhaldið en að næstu aðgerðir ráðist af stöðu faraldursins. „Meðan við til að mynda virðumst vera í þeirri stöðu núna að nýgengi er á niðurleið er það ekki svo í löndunum í kringum okkar. Þannig ég held að við þurfum að vera raunsæ gagnvart þessari stöðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórnin mun ræða landamærin á fundi í vikunni og Katrín segir koma til greina að afnema gjaldtöku fyrir skimun. „Það virðist vera að gjaldtaka sé hindrun fyrir einhverja að velja tvöfalda skimun og það er eitt af því sem er í skoðun. Vegna þess að við teljum að það sé mjög góð leið; að vera með skimun, fimm daga sóttkví og síðan aftur skimun.“ Sóttvarnarlæknir sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að hann muni líklega leggja til við heilbrigðisráðherra að gera tvöfalda sýnatöku að skyldu. Reynslan sýni að sumir ferðamenn velji sóttkví en virði hana ekki. Katrín segir tillöguna ekki falla að stefnu ríkisstjórnarinnar, eins og hún hefur verið. „Það hefur verið niðurstaða ríkisstjórnarinnar að það sé mikilvægt að bjóða fólki upp á einhverja valkosti í þessum efnum.“ Hins vegar sé alltaf verið að endurskoða ákvarðanir á grundvelli nýrra gagna. Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt tilmæli Evrópusambandsins um samræmda litakóða á Schengen-svæðinu. Íbúar í grænum löndum, eða þar sem nýgengni smita er lítil, geta þá ferðast frjálst á milli landa. Tilmælin eru ekki lagalega bindandi og Katrín segir þetta engu breyta enn sem komið er. „En við erum reiðubúin að vinna með okkar samstarfsþjóðum að því að þróa eitthvert kerfi þar sem við beitum þessum litakóðum,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Til skoðunar er að afnema gjaldtöku fyrir skimun á landamærunum að sögn forsætisráðherra. Hún segir ríkisstjórnina telja mikilvægt að fólk geti valið á milli sóttkvíar eða skimunar. Núverandi fyrirkomulag á landamærunum gildir til 1. desember. Forsætisráðherra segir ekkert ákveðið um framhaldið en að næstu aðgerðir ráðist af stöðu faraldursins. „Meðan við til að mynda virðumst vera í þeirri stöðu núna að nýgengi er á niðurleið er það ekki svo í löndunum í kringum okkar. Þannig ég held að við þurfum að vera raunsæ gagnvart þessari stöðu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Ríkisstjórnin mun ræða landamærin á fundi í vikunni og Katrín segir koma til greina að afnema gjaldtöku fyrir skimun. „Það virðist vera að gjaldtaka sé hindrun fyrir einhverja að velja tvöfalda skimun og það er eitt af því sem er í skoðun. Vegna þess að við teljum að það sé mjög góð leið; að vera með skimun, fimm daga sóttkví og síðan aftur skimun.“ Sóttvarnarlæknir sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að hann muni líklega leggja til við heilbrigðisráðherra að gera tvöfalda sýnatöku að skyldu. Reynslan sýni að sumir ferðamenn velji sóttkví en virði hana ekki. Katrín segir tillöguna ekki falla að stefnu ríkisstjórnarinnar, eins og hún hefur verið. „Það hefur verið niðurstaða ríkisstjórnarinnar að það sé mikilvægt að bjóða fólki upp á einhverja valkosti í þessum efnum.“ Hins vegar sé alltaf verið að endurskoða ákvarðanir á grundvelli nýrra gagna. Íslensk stjórnvöld hafa samþykkt tilmæli Evrópusambandsins um samræmda litakóða á Schengen-svæðinu. Íbúar í grænum löndum, eða þar sem nýgengni smita er lítil, geta þá ferðast frjálst á milli landa. Tilmælin eru ekki lagalega bindandi og Katrín segir þetta engu breyta enn sem komið er. „En við erum reiðubúin að vinna með okkar samstarfsþjóðum að því að þróa eitthvert kerfi þar sem við beitum þessum litakóðum,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira