Lífið

Jón Jónsson gefur út lag þar sem hann tilkynnir frestun á tónleikum

Stefán Árni Pálsson skrifar
hsh

Tónlistarmaðurinn vinsæli Jón Jónsson ætlaði að standa fyrir stórtónleikum í Eldborg 30. maí síðastliðið vor en vegna útbreiðslu kórónuveirunnar ákvað hann að færa þá fram á haustið og áttu tónleikarnir að fara fram 12. nóvember.

Nú hefur hann ákveðið að fresta þeim til ársins 2021 eða þann 28. ágúst. Uppselt varð strax á tónleikana í desember á síðasta ári og eftir að Jón varð að fresta tónleikunum héldu 90 prósent af tónleikagestum miðunum sínum.

Með tónleikunum ætlar Jón að fagna tíu ára starfsafmæli sínu sem tónlistarmaður sem í raun er að breytast í 11 ára ferli. Á tónleikunum mun Jón njóta fulltingis okkar fremsta tónlistarfólks til að flytja lögin í sinni stærstu mynd undir styrkri stjórn Ara Braga Kárasonar.

Á þessum árum hefur Jón sent frá sér lög á borð við When You’re Around, Sooner or Later, All, You, I, Ljúft að vera til, Gefðu allt sem þú átt, Þegar ég sá þig fyrst, Á sama tíma, á sama stað og Með þér.

Jón sendi Vísi myndband þar sem hann hefur samið lag sem fjallar um frestanirnar og má hlusta á það hér að neðan.

Klippa: Jón Jónsson gefur út lag þar sem hann tilkynnir frestun á tónleikum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×