Anton synti til sigurs í Búdapest Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 13:46 Anton Sveinn McKee er að gera góða hluti í atvinnumannadeildinni í sundi í Búdapest. EPA/Robert Perry Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tryggði liði Toronto Titans 12 stig í dag þegar hann vann meðal annars 200 metra bringusund á móti í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest. Um er að ræða fjórða og síðasta mót Antons og félaga fyrir úrslitakeppnina í Meistaradeildinni, sem einnig fer fram í Búdapest. Fyrri keppnisdagur mótsins var í dag og vann Anton 200 metra bringusundið á 2:03,41 mínútum. Þar með fékk hann níu stig fyrir lið Titans. Anton keppti einnig í 50 metra bringusundi og kom í bakkann á 26,90 sekúndum, í 5. sæti. Það skilaði þó engum stigum því Emre Sakci úr liði Iron „stal“ stigum Antons og fjögurra annarra keppenda, sem voru meira en sekúndu á eftir Sakci. Sigurtími hans var 25,43 sekúndur og skilaði heilum 24 stigum. Anton var svo í boðsundssveit Titans í 4x100 metra fjórsundi og átti sinn þátt í að liðið næði 3. sæti, sem skilaði 12 stigum eða þremur stigum á mann. Anton keppir á morgun í 100 metra bringusundi en þá ráðast úrslitin í þessu móti. Titans eru sem stendur neðstir af fjórum liðum, með 155 stig eða 28,5 stigum á eftir næsta liði, Iron. Þó er ljóst að bæði lið komast í átta liða úrslitin. Meistaradeildin í sundi (e. ISL) var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Deildin, sem er liðakeppni, er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum, sem allir telja til bestu sundmanna heims. Hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein og sundfólkið vinnur sér inn stig eftir sætaröð. Einnig er keppt í boðsundum en þar er hægt að fá tvöföld stig. Sund Tengdar fréttir Anton tvisvar í fjórða sæti Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. 6. nóvember 2020 12:57 Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tryggði liði Toronto Titans 12 stig í dag þegar hann vann meðal annars 200 metra bringusund á móti í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest. Um er að ræða fjórða og síðasta mót Antons og félaga fyrir úrslitakeppnina í Meistaradeildinni, sem einnig fer fram í Búdapest. Fyrri keppnisdagur mótsins var í dag og vann Anton 200 metra bringusundið á 2:03,41 mínútum. Þar með fékk hann níu stig fyrir lið Titans. Anton keppti einnig í 50 metra bringusundi og kom í bakkann á 26,90 sekúndum, í 5. sæti. Það skilaði þó engum stigum því Emre Sakci úr liði Iron „stal“ stigum Antons og fjögurra annarra keppenda, sem voru meira en sekúndu á eftir Sakci. Sigurtími hans var 25,43 sekúndur og skilaði heilum 24 stigum. Anton var svo í boðsundssveit Titans í 4x100 metra fjórsundi og átti sinn þátt í að liðið næði 3. sæti, sem skilaði 12 stigum eða þremur stigum á mann. Anton keppir á morgun í 100 metra bringusundi en þá ráðast úrslitin í þessu móti. Titans eru sem stendur neðstir af fjórum liðum, með 155 stig eða 28,5 stigum á eftir næsta liði, Iron. Þó er ljóst að bæði lið komast í átta liða úrslitin. Meistaradeildin í sundi (e. ISL) var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Deildin, sem er liðakeppni, er skipuð 10 liðum sem hvert og eitt er skipað 32 sundmönnum, sem allir telja til bestu sundmanna heims. Hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein og sundfólkið vinnur sér inn stig eftir sætaröð. Einnig er keppt í boðsundum en þar er hægt að fá tvöföld stig.
Sund Tengdar fréttir Anton tvisvar í fjórða sæti Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. 6. nóvember 2020 12:57 Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01 „Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Anton tvisvar í fjórða sæti Anton Sveinn McKee safnaði samtals 21 stigi fyrir lið Toronto Titans í Meistaradeildinni í sundi í Búdapest í dag þegar hann keppti í tveimur greinum. 6. nóvember 2020 12:57
Anton vann og stal stigum en tapaði einnig Anton Sveinn McKee og félagar hans í Toronto Titans eru í 2. sæti eftir fyrri daginn í þriðju keppni sinni í Meistaradeildinni í sundi í dag. 5. nóvember 2020 13:01
„Þetta er það sem mig dreymdi um“ „Þetta segir mér að það að hafa sagt „bæ“ við vinnuna og farið alla leið í sundinu gæti ekki hafa verið betri ákvörðun,“ segir ólympíufarinn Anton Sveinn McKee eftir frábæran árangur í Búdapest um helgina. 27. október 2020 13:01