Sjáðu vítin þrjú sem Real Madrid fékk á sig og skrautlegt sjálfsmark Varane Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 16:01 Jesús Gil Manzano dæmir þriðju vítaspyrnuna á Real Madrid gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í gær eftir að hafa kíkt á VAR-skjáinn á hliðarlínunni. getty/Angel Martinez Allt gekk á afturfótunum hjá Real Madrid þegar Spánarmeistararnir töpuðu, 4-1, fyrir Valencia á Mestalla í gær. Carlos Soler skoraði þrennu fyrir Valencia en öll mörkin komu af vítapunktinum. Þá gerði Raphaël Varane, varnarmaður Real Madrid, afar klaufalegt sjálfsmark. Leikurinn byrjaði reyndar vel fyrir Real Madrid en Karim Benzema kom meisturum yfir með skoti fyrir utan vítateig á 23. mínútu. Sex mínútum síðar fékk Valencia fyrsta vítið sitt eftir að boltinn fór í hönd Lucas Vázquez innan vítateigs. Thibaut Courtois varði víti Soler, hann tók frákastið, skaut í stöng og Yunus Musah, Bandaríkjamaðurinn ungi, skoraði svo. Hins vegar þurfti að endurtaka spyrnuna þar sem Musah var kominn inn í vítateiginn þegar Soler sparkaði í boltann. Soler fór aftur á punktinn og skoraði að þessu sinni. Á markamínútunni svokölluðu, þeirri fertugustuogþriðju, skoraði Varane afar slysalegt sjálfsmark og kom Valencia yfir, 2-1. Á 51. mínútunni fengu heimamenn annað víti eftir að Marcelo braut á Maxi Gómez innan teigs. Soler skoraði sitt annað mark úr vítinu. Aðeins átta mínútum síðar fékk Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, boltann í höndina innan teigs og eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi dæmdi Jesús Gil Manzano þriðja vítið. Soler fór enn einu sinni á punktinn og skoraði sitt þriðja mark og fjórða mark Valencia. Real Madrid er í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, fjórum stigum á eftir toppliði Real Sociedad. Madrídingar eiga reyndar leik til góða á Baskana. Valencia er í 9. sæti deildarinnar með ellefu stig. Klippa: Valencia 4-1 Real Madrid Spænski boltinn Tengdar fréttir Valencia gekk frá Real í vítaspyrnudrama Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. 8. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Allt gekk á afturfótunum hjá Real Madrid þegar Spánarmeistararnir töpuðu, 4-1, fyrir Valencia á Mestalla í gær. Carlos Soler skoraði þrennu fyrir Valencia en öll mörkin komu af vítapunktinum. Þá gerði Raphaël Varane, varnarmaður Real Madrid, afar klaufalegt sjálfsmark. Leikurinn byrjaði reyndar vel fyrir Real Madrid en Karim Benzema kom meisturum yfir með skoti fyrir utan vítateig á 23. mínútu. Sex mínútum síðar fékk Valencia fyrsta vítið sitt eftir að boltinn fór í hönd Lucas Vázquez innan vítateigs. Thibaut Courtois varði víti Soler, hann tók frákastið, skaut í stöng og Yunus Musah, Bandaríkjamaðurinn ungi, skoraði svo. Hins vegar þurfti að endurtaka spyrnuna þar sem Musah var kominn inn í vítateiginn þegar Soler sparkaði í boltann. Soler fór aftur á punktinn og skoraði að þessu sinni. Á markamínútunni svokölluðu, þeirri fertugustuogþriðju, skoraði Varane afar slysalegt sjálfsmark og kom Valencia yfir, 2-1. Á 51. mínútunni fengu heimamenn annað víti eftir að Marcelo braut á Maxi Gómez innan teigs. Soler skoraði sitt annað mark úr vítinu. Aðeins átta mínútum síðar fékk Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, boltann í höndina innan teigs og eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi dæmdi Jesús Gil Manzano þriðja vítið. Soler fór enn einu sinni á punktinn og skoraði sitt þriðja mark og fjórða mark Valencia. Real Madrid er í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, fjórum stigum á eftir toppliði Real Sociedad. Madrídingar eiga reyndar leik til góða á Baskana. Valencia er í 9. sæti deildarinnar með ellefu stig. Klippa: Valencia 4-1 Real Madrid
Spænski boltinn Tengdar fréttir Valencia gekk frá Real í vítaspyrnudrama Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. 8. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Valencia gekk frá Real í vítaspyrnudrama Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. 8. nóvember 2020 21:56