Sjáðu vítin þrjú sem Real Madrid fékk á sig og skrautlegt sjálfsmark Varane Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 16:01 Jesús Gil Manzano dæmir þriðju vítaspyrnuna á Real Madrid gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í gær eftir að hafa kíkt á VAR-skjáinn á hliðarlínunni. getty/Angel Martinez Allt gekk á afturfótunum hjá Real Madrid þegar Spánarmeistararnir töpuðu, 4-1, fyrir Valencia á Mestalla í gær. Carlos Soler skoraði þrennu fyrir Valencia en öll mörkin komu af vítapunktinum. Þá gerði Raphaël Varane, varnarmaður Real Madrid, afar klaufalegt sjálfsmark. Leikurinn byrjaði reyndar vel fyrir Real Madrid en Karim Benzema kom meisturum yfir með skoti fyrir utan vítateig á 23. mínútu. Sex mínútum síðar fékk Valencia fyrsta vítið sitt eftir að boltinn fór í hönd Lucas Vázquez innan vítateigs. Thibaut Courtois varði víti Soler, hann tók frákastið, skaut í stöng og Yunus Musah, Bandaríkjamaðurinn ungi, skoraði svo. Hins vegar þurfti að endurtaka spyrnuna þar sem Musah var kominn inn í vítateiginn þegar Soler sparkaði í boltann. Soler fór aftur á punktinn og skoraði að þessu sinni. Á markamínútunni svokölluðu, þeirri fertugustuogþriðju, skoraði Varane afar slysalegt sjálfsmark og kom Valencia yfir, 2-1. Á 51. mínútunni fengu heimamenn annað víti eftir að Marcelo braut á Maxi Gómez innan teigs. Soler skoraði sitt annað mark úr vítinu. Aðeins átta mínútum síðar fékk Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, boltann í höndina innan teigs og eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi dæmdi Jesús Gil Manzano þriðja vítið. Soler fór enn einu sinni á punktinn og skoraði sitt þriðja mark og fjórða mark Valencia. Real Madrid er í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, fjórum stigum á eftir toppliði Real Sociedad. Madrídingar eiga reyndar leik til góða á Baskana. Valencia er í 9. sæti deildarinnar með ellefu stig. Klippa: Valencia 4-1 Real Madrid Spænski boltinn Tengdar fréttir Valencia gekk frá Real í vítaspyrnudrama Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. 8. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira
Allt gekk á afturfótunum hjá Real Madrid þegar Spánarmeistararnir töpuðu, 4-1, fyrir Valencia á Mestalla í gær. Carlos Soler skoraði þrennu fyrir Valencia en öll mörkin komu af vítapunktinum. Þá gerði Raphaël Varane, varnarmaður Real Madrid, afar klaufalegt sjálfsmark. Leikurinn byrjaði reyndar vel fyrir Real Madrid en Karim Benzema kom meisturum yfir með skoti fyrir utan vítateig á 23. mínútu. Sex mínútum síðar fékk Valencia fyrsta vítið sitt eftir að boltinn fór í hönd Lucas Vázquez innan vítateigs. Thibaut Courtois varði víti Soler, hann tók frákastið, skaut í stöng og Yunus Musah, Bandaríkjamaðurinn ungi, skoraði svo. Hins vegar þurfti að endurtaka spyrnuna þar sem Musah var kominn inn í vítateiginn þegar Soler sparkaði í boltann. Soler fór aftur á punktinn og skoraði að þessu sinni. Á markamínútunni svokölluðu, þeirri fertugustuogþriðju, skoraði Varane afar slysalegt sjálfsmark og kom Valencia yfir, 2-1. Á 51. mínútunni fengu heimamenn annað víti eftir að Marcelo braut á Maxi Gómez innan teigs. Soler skoraði sitt annað mark úr vítinu. Aðeins átta mínútum síðar fékk Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, boltann í höndina innan teigs og eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi dæmdi Jesús Gil Manzano þriðja vítið. Soler fór enn einu sinni á punktinn og skoraði sitt þriðja mark og fjórða mark Valencia. Real Madrid er í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, fjórum stigum á eftir toppliði Real Sociedad. Madrídingar eiga reyndar leik til góða á Baskana. Valencia er í 9. sæti deildarinnar með ellefu stig. Klippa: Valencia 4-1 Real Madrid
Spænski boltinn Tengdar fréttir Valencia gekk frá Real í vítaspyrnudrama Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. 8. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Sjá meira
Valencia gekk frá Real í vítaspyrnudrama Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. 8. nóvember 2020 21:56