Danir missa sjö úr og Ísland gæti misst fjóra Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2020 08:15 Pierre-Emile Højbjerg var með Dönum gegn Íslendingum á Laugardalsvelli í október en verður ekki með á sunnudaginn, og ólíklegt verður að teljast að Gylfi Þór Sigurðsson verði með. vísir/vilhelm Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, er á meðal níu leikmanna sem kallaðir hafa verið inn í danska landsliðshópinn í fótbolta fyrir komandi leiki við Svíþjóð, Ísland og Belgíu. Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, þarf að spjara sig án sjö leikmanna sem spila með breskum liðum. Ástæðan er sóttvarnareglur sem tóku gildi í Bretlandi um helgina sem skylda alla sem koma frá Danmörku til að fara í sóttkví, eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar greindist í dönskum minkum. Gylfi og Jóhann heim eftir Ungverjaleik? Danmörk og Ísland mætast í Kaupmannahöfn í Þjóðadeildinni næsta sunnudag. Ljóst er að afar ólíklegt er að þeir Íslendingar sem spila með enskum liðum verði með þar. Það eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson. Allir eru þeir í hópnum sem mætir Ungverjalandi í Búdapest á fimmtudaginn. Ísland mætir svo Danmörku og ætti svo að mæta Englandi á Wembley 18. nóvember, en hugsanlega þarf að færa þann leik á hlutlausan völl vegna nýju sóttvarnareglanna í Bretlandi. FIFA gaf félagsliðum tímabundið leyfi í haust til að hafna því að leikmenn þeirra fari í landsliðsverkefni hafi það í för með sér að þeir verði að fara í fimm daga sóttkví við komu til landsins sem spilað er í, eða við heimkomu. Við komu til Englands frá Danmörku þarf að fara í 14 daga sóttkví. Schmeichel, Christensen og Højbjerg ekki með Dönsku leikmennirnir sem skipt hefur verið út eru þeir Kasper Schmeichel úr Leicester, Jonas Lössl úr Everton, Andreas Christensen úr Chelsea, Jannik Vestergaard úr Southampton, Henrik Dalsgaard úr Brentford, Mathias Jensen úr Brentford, og Pierre-Emile Højbjerg úr Tottenham. Hjulmand hefur kallað inn níu leikmenn í sinn hóp og þar á meðal er eins og fyrr segir Alexander Scholz, sem gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik. Scholz leikur í dag með dönsku meisturunum í Midtjylland en þessi 28 ára miðvörður lék með Stjörnunni árið 2012. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, er á meðal níu leikmanna sem kallaðir hafa verið inn í danska landsliðshópinn í fótbolta fyrir komandi leiki við Svíþjóð, Ísland og Belgíu. Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana, þarf að spjara sig án sjö leikmanna sem spila með breskum liðum. Ástæðan er sóttvarnareglur sem tóku gildi í Bretlandi um helgina sem skylda alla sem koma frá Danmörku til að fara í sóttkví, eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar greindist í dönskum minkum. Gylfi og Jóhann heim eftir Ungverjaleik? Danmörk og Ísland mætast í Kaupmannahöfn í Þjóðadeildinni næsta sunnudag. Ljóst er að afar ólíklegt er að þeir Íslendingar sem spila með enskum liðum verði með þar. Það eru þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson. Allir eru þeir í hópnum sem mætir Ungverjalandi í Búdapest á fimmtudaginn. Ísland mætir svo Danmörku og ætti svo að mæta Englandi á Wembley 18. nóvember, en hugsanlega þarf að færa þann leik á hlutlausan völl vegna nýju sóttvarnareglanna í Bretlandi. FIFA gaf félagsliðum tímabundið leyfi í haust til að hafna því að leikmenn þeirra fari í landsliðsverkefni hafi það í för með sér að þeir verði að fara í fimm daga sóttkví við komu til landsins sem spilað er í, eða við heimkomu. Við komu til Englands frá Danmörku þarf að fara í 14 daga sóttkví. Schmeichel, Christensen og Højbjerg ekki með Dönsku leikmennirnir sem skipt hefur verið út eru þeir Kasper Schmeichel úr Leicester, Jonas Lössl úr Everton, Andreas Christensen úr Chelsea, Jannik Vestergaard úr Southampton, Henrik Dalsgaard úr Brentford, Mathias Jensen úr Brentford, og Pierre-Emile Højbjerg úr Tottenham. Hjulmand hefur kallað inn níu leikmenn í sinn hóp og þar á meðal er eins og fyrr segir Alexander Scholz, sem gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik. Scholz leikur í dag með dönsku meisturunum í Midtjylland en þessi 28 ára miðvörður lék með Stjörnunni árið 2012.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira