Erlent

Eta farin að hafa áhrif í Flórída

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þessi mæðgin létu vaxandi öldurótið ekki hafa áhrif á sig en búist er við miklu vatnsveðri samfara Eta næstu daga í Flórída. 
Þessi mæðgin létu vaxandi öldurótið ekki hafa áhrif á sig en búist er við miklu vatnsveðri samfara Eta næstu daga í Flórída.  CPaul Hennessy/Getty Images

Hitabeltisstormurinn Eta er nú kominn að ströndum Flórídaríkis í Bandaríkjum og mun hafa afleiðingar í dag þar sem ýmissi þjónustu hefur þegar verið lokað.

Almenningssamgöngur liggja niðri og baðströndum hefur verið lokað svo dæm séu tekin auk þess sem skimunarstöðvum fyrir kórónuveirunni verður einnig lokað í dag. Eta, sem hefur orsakað mikla eyðileggingu í Gvatemala fer nú hægt yfir og veðrinu fylgja miklar rigningar sem auka hættuna á flóðum.

Mjög mikil úrkoma hefur þegar verið á svæðinu síðustu mánuði og því óttast margir að hellidemba frá Eta þýði að fráveitukerfin hafi ekki undan. Eta gekk yfir Kúbu í gær þar sem 25 þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín og virðist sem eyjan hafi sloppið við manntjón af völdum veðursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×