Vilja að moskum öfgafullra islamista í Austurríki verði lokað Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2020 13:49 Greint var frá því í morgun að lögregla í Þýskalandi hafi gert húsleit á fjórum stöðum - í Osnabrück, Kassel og Pinneberg. AP Stjórnvöld í Austurríki munu fyrirskipa að moskum öfgafullra islamista í Austurríki verði lokað. Þetta er gert eftir hryðjuverkaárásina í höfuðborginni Vín á mánudag þar sem fjórir létu lífið og um tuttugu særðust. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, greinir frá þessu að því er segir í frétt austurrísku fréttastofunnar APA. Til stendur að kynna tillögur stjórnarinnar á fréttamannafundi í dag. Húsleit í Þýskalandi Greint var frá því í morgun að lögregla í Þýskalandi hafi gert húsleit á fjórum stöðum, en um er að ræða heimili og skrifstofur fólks sem talið er að hafi verið í samskiptum við hryðjuverkamanninn, sem sjálfur lést eftir átök við lögreglu. Húsleit var gerð í Osnabruck, Kassel og Pinneberg í norðurhluta Þýskalands, en ekki er grunur um það að svo stöddu að umrætt fólk hafi átt þátt í undirbúningi árásarinnar. Áður höfðu fimmtán manns verið handteknir í Austurríki og tveir í Sviss vegna árásarinnar. Vantrauststillaga felld Austurríska þingið felldi í morgun vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á hendur innanríkisráðherrans Nehammer, en hún var að sögn lögð fram vegna misbrests í störfum leyniþjónustu og lögreglu sem höfðu borist ábendingar um árásarmanninn. Árásarmaðurinn var tvítugur að aldri, fæddur í Austurríki en var einnig með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann hafði hlotið fangelsisdóm í Austurríki árið 2019 fyrir að hafa ætlað sér að ganga til liðs við vígasveitir hryðjuverkasamtakanna ISIS. Austurríki Hryðjuverk í Vín Þýskaland Tengdar fréttir Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Innanríkisráðherra Austurríkis segir að manninum sem stóð fyrir árásinni í Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. 4. nóvember 2020 12:09 Áfall fyrir „litla og saklausa borg“ Hjón, sem búsett eru í Vínarborg, eru harmi slegin vegna hryðjuverkanna í gærkvöldi. Þau hafi ávallt upplifað sig örugg í borginni. 3. nóvember 2020 20:46 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Stjórnvöld í Austurríki munu fyrirskipa að moskum öfgafullra islamista í Austurríki verði lokað. Þetta er gert eftir hryðjuverkaárásina í höfuðborginni Vín á mánudag þar sem fjórir létu lífið og um tuttugu særðust. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, greinir frá þessu að því er segir í frétt austurrísku fréttastofunnar APA. Til stendur að kynna tillögur stjórnarinnar á fréttamannafundi í dag. Húsleit í Þýskalandi Greint var frá því í morgun að lögregla í Þýskalandi hafi gert húsleit á fjórum stöðum, en um er að ræða heimili og skrifstofur fólks sem talið er að hafi verið í samskiptum við hryðjuverkamanninn, sem sjálfur lést eftir átök við lögreglu. Húsleit var gerð í Osnabruck, Kassel og Pinneberg í norðurhluta Þýskalands, en ekki er grunur um það að svo stöddu að umrætt fólk hafi átt þátt í undirbúningi árásarinnar. Áður höfðu fimmtán manns verið handteknir í Austurríki og tveir í Sviss vegna árásarinnar. Vantrauststillaga felld Austurríska þingið felldi í morgun vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á hendur innanríkisráðherrans Nehammer, en hún var að sögn lögð fram vegna misbrests í störfum leyniþjónustu og lögreglu sem höfðu borist ábendingar um árásarmanninn. Árásarmaðurinn var tvítugur að aldri, fæddur í Austurríki en var einnig með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann hafði hlotið fangelsisdóm í Austurríki árið 2019 fyrir að hafa ætlað sér að ganga til liðs við vígasveitir hryðjuverkasamtakanna ISIS.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Þýskaland Tengdar fréttir Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Innanríkisráðherra Austurríkis segir að manninum sem stóð fyrir árásinni í Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. 4. nóvember 2020 12:09 Áfall fyrir „litla og saklausa borg“ Hjón, sem búsett eru í Vínarborg, eru harmi slegin vegna hryðjuverkanna í gærkvöldi. Þau hafi ávallt upplifað sig örugg í borginni. 3. nóvember 2020 20:46 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Innanríkisráðherra Austurríkis segir að manninum sem stóð fyrir árásinni í Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. 4. nóvember 2020 12:09
Áfall fyrir „litla og saklausa borg“ Hjón, sem búsett eru í Vínarborg, eru harmi slegin vegna hryðjuverkanna í gærkvöldi. Þau hafi ávallt upplifað sig örugg í borginni. 3. nóvember 2020 20:46