Vilja að moskum öfgafullra islamista í Austurríki verði lokað Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2020 13:49 Greint var frá því í morgun að lögregla í Þýskalandi hafi gert húsleit á fjórum stöðum - í Osnabrück, Kassel og Pinneberg. AP Stjórnvöld í Austurríki munu fyrirskipa að moskum öfgafullra islamista í Austurríki verði lokað. Þetta er gert eftir hryðjuverkaárásina í höfuðborginni Vín á mánudag þar sem fjórir létu lífið og um tuttugu særðust. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, greinir frá þessu að því er segir í frétt austurrísku fréttastofunnar APA. Til stendur að kynna tillögur stjórnarinnar á fréttamannafundi í dag. Húsleit í Þýskalandi Greint var frá því í morgun að lögregla í Þýskalandi hafi gert húsleit á fjórum stöðum, en um er að ræða heimili og skrifstofur fólks sem talið er að hafi verið í samskiptum við hryðjuverkamanninn, sem sjálfur lést eftir átök við lögreglu. Húsleit var gerð í Osnabruck, Kassel og Pinneberg í norðurhluta Þýskalands, en ekki er grunur um það að svo stöddu að umrætt fólk hafi átt þátt í undirbúningi árásarinnar. Áður höfðu fimmtán manns verið handteknir í Austurríki og tveir í Sviss vegna árásarinnar. Vantrauststillaga felld Austurríska þingið felldi í morgun vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á hendur innanríkisráðherrans Nehammer, en hún var að sögn lögð fram vegna misbrests í störfum leyniþjónustu og lögreglu sem höfðu borist ábendingar um árásarmanninn. Árásarmaðurinn var tvítugur að aldri, fæddur í Austurríki en var einnig með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann hafði hlotið fangelsisdóm í Austurríki árið 2019 fyrir að hafa ætlað sér að ganga til liðs við vígasveitir hryðjuverkasamtakanna ISIS. Austurríki Hryðjuverk í Vín Þýskaland Tengdar fréttir Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Innanríkisráðherra Austurríkis segir að manninum sem stóð fyrir árásinni í Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. 4. nóvember 2020 12:09 Áfall fyrir „litla og saklausa borg“ Hjón, sem búsett eru í Vínarborg, eru harmi slegin vegna hryðjuverkanna í gærkvöldi. Þau hafi ávallt upplifað sig örugg í borginni. 3. nóvember 2020 20:46 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Stjórnvöld í Austurríki munu fyrirskipa að moskum öfgafullra islamista í Austurríki verði lokað. Þetta er gert eftir hryðjuverkaárásina í höfuðborginni Vín á mánudag þar sem fjórir létu lífið og um tuttugu særðust. Karl Nehammer, innanríkisráðherra Austurríkis, greinir frá þessu að því er segir í frétt austurrísku fréttastofunnar APA. Til stendur að kynna tillögur stjórnarinnar á fréttamannafundi í dag. Húsleit í Þýskalandi Greint var frá því í morgun að lögregla í Þýskalandi hafi gert húsleit á fjórum stöðum, en um er að ræða heimili og skrifstofur fólks sem talið er að hafi verið í samskiptum við hryðjuverkamanninn, sem sjálfur lést eftir átök við lögreglu. Húsleit var gerð í Osnabruck, Kassel og Pinneberg í norðurhluta Þýskalands, en ekki er grunur um það að svo stöddu að umrætt fólk hafi átt þátt í undirbúningi árásarinnar. Áður höfðu fimmtán manns verið handteknir í Austurríki og tveir í Sviss vegna árásarinnar. Vantrauststillaga felld Austurríska þingið felldi í morgun vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á hendur innanríkisráðherrans Nehammer, en hún var að sögn lögð fram vegna misbrests í störfum leyniþjónustu og lögreglu sem höfðu borist ábendingar um árásarmanninn. Árásarmaðurinn var tvítugur að aldri, fæddur í Austurríki en var einnig með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann hafði hlotið fangelsisdóm í Austurríki árið 2019 fyrir að hafa ætlað sér að ganga til liðs við vígasveitir hryðjuverkasamtakanna ISIS.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Þýskaland Tengdar fréttir Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Innanríkisráðherra Austurríkis segir að manninum sem stóð fyrir árásinni í Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. 4. nóvember 2020 12:09 Áfall fyrir „litla og saklausa borg“ Hjón, sem búsett eru í Vínarborg, eru harmi slegin vegna hryðjuverkanna í gærkvöldi. Þau hafi ávallt upplifað sig örugg í borginni. 3. nóvember 2020 20:46 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Innanríkisráðherra Austurríkis segir að manninum sem stóð fyrir árásinni í Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. 4. nóvember 2020 12:09
Áfall fyrir „litla og saklausa borg“ Hjón, sem búsett eru í Vínarborg, eru harmi slegin vegna hryðjuverkanna í gærkvöldi. Þau hafi ávallt upplifað sig örugg í borginni. 3. nóvember 2020 20:46