Einangraði sig í hljóðveri í Reykjavík fyrir plötuna sem kom út í dag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 12:43 Ólafur Arnalds sendi frá sér nýja plötu í dag Aðsend mynd Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gaf í dag út sína fimmtu breiðskífu, some kind of peace. Platan er sögð vera hans persónulegasta til þessa en auk Ólafs koma fram á plötunni Bonobo, Josin og JFDR. Platan some kind of peace kemur út á vegum Mercury KX og Öldu Music á Íslandi og er nú þegar komin í sölu og á helstu efnisveitur. Það sem helst einkennir nýju plötuna er hversu berskjölduð hún er. Ólafur segist sjálfur vera vanur að finna stórar hugmyndir og þemu í kringum plöturnar sínar til að miðla eigin hugðarefnum. En í þetta skiptið fannst honum kominn tími til að setja meira af sjálfum sér í verkið. „Það er óneitanlega svolítið stressandi að opna sig svona. Ekki að tónlistin sem ég hef gefið út áður hafi ekki komið frá hjartanu en ég hef einhvern vegin aldrei gert sjálfan mig að miðpunktinum. Það eru allskonar hlutir þarna sem væri hægt að rýna í og spegla mig og mínar upplifanir undanfarin ár. Ég held að ég hafi ekki verið tilbúinn að gefa út svona verk fyrr en núna,“ segir Ólafur. Hann er vanur að fylgja eftir útgáfu plötu með tónleikaferðalagi um heiminn. Á tímum heimsfaraldurs kemur það auðvitað ekki til greina: „Við ættum að vera í Bandaríkjunum á túr núna en í staðinn reynum við að finna nýjar leiðir til þess að miðla plötunni — en ekkert kemur í stað þessarar ótrúlegu tenginguna við áhorfendur sem maður finnur við að flytja þessi lög á sviði. Við vonumst til að geta haldið tónleika næsta haust, en það verður eiginlega bara að koma í ljós. Þangað til þurfum við að hugsa í lausnum. Við erum m.a. klára myndverk tengt plötunni sem við unnum með franska leikstjóranum Vincent Moon og Íslenska dansflokknum sem við vonumst til að koma út fyrir lok árs.“ Ólafur hafði þegar samið um helming plötunnar þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla í upphafi árs og einangraði sig í nýju hljóðveri sínu í Reykjavík mánuðina þar á eftir til þess að klára. „Ég vildi samt ekki að þetta væri einhverskonar covid-plata. Þegar þessu er öllu af lokið þá vil ég að hún geti staðið án þess að þessi faraldur komu upp í hugann í sömu andrá, en auðvitað hafði þetta áhrif,“ segir hann enn fremur. „Ólafur Arnalds hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistamanna og hefur undanfarin áratug sannað sig sem eitt áhrifamesta nútímatónskáld heims. Auk þess að hafa gefið út fjölda margar plötur undir eigin nafni hefur Ólafur líka leikið með rafsveitinni Kiasmos og samið tónlist fyrir kvikmyndir og þáttaraðir á borð við Broadchurch (BAFTA-verðlaun fyrir bestu tónlist) og Defending Jacob — en fyrir þá síðarnefndu hlaut hann á dögunum tilnefningu til Emmy-verðlauna,“ segir í tilkynningu um plötuna. Þegar hafa komið út fjórar smáskífur af some kind of peace eins og fjallað hefur um hér á Vísi. Um miðjan október kom út lag sem Ólafur vann með breska raftónlistarmanninum Bonobo, Loom, sem vakið hefur mikla athygli. Á mánudag kemur út myndband við The Bottom Line (feat. Josin) sem byggir á myndbandsverki eftir japanska listamanninn Azuma Makoto. Það er þýska söngkonan og þúsundþjalasmiðurinn Josin sem syngur en lagið sömdu þau á Íslandi áður en heimsfaraldurinn braust út. Ólafur kemur fram á stafrænni tónlistarhátíð Iceland Airwaves, Live from Reykjavík, aðra vikuna í nóvember. Hér má hlusta á plötuna í heild sinni á öllum helstu streymisveitum. Lagalisti plötunnar: 1. Loom (feat. Bonobo) 2. Woven Sing 3. Spiral 4. Still / Sound 5. Back To The Sky (feat. JFDR) 6. Zero 7. New Grass 8. The Bottom Line (feat. Josin) 9. We Contain Multitudes 10. Undone Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir „Það tók svolítið á að leyfa mér að opna á þessa persónulegu hlið“ Ólafur Arnalds tilkynnti í dag útgáfu nýrrar plötu, some kind of peace, sem væntanleg er 6. nóvember næstkomandi og sendi frá sér nýja smáskífuna We Contain Multitudes. Á plötunni some kind of peace kveður við nýjan og persónulegri tón. 26. ágúst 2020 10:00 Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds var tilnefndur til bandarísku Emmy-sjónvarpsverðlaunanna fyrir besta titillag sjónvarpsþáttar í dag. Ólafur samdi lag fyrir glæpaþættina „Defending Jacob“. 28. júlí 2020 16:19 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds gaf í dag út sína fimmtu breiðskífu, some kind of peace. Platan er sögð vera hans persónulegasta til þessa en auk Ólafs koma fram á plötunni Bonobo, Josin og JFDR. Platan some kind of peace kemur út á vegum Mercury KX og Öldu Music á Íslandi og er nú þegar komin í sölu og á helstu efnisveitur. Það sem helst einkennir nýju plötuna er hversu berskjölduð hún er. Ólafur segist sjálfur vera vanur að finna stórar hugmyndir og þemu í kringum plöturnar sínar til að miðla eigin hugðarefnum. En í þetta skiptið fannst honum kominn tími til að setja meira af sjálfum sér í verkið. „Það er óneitanlega svolítið stressandi að opna sig svona. Ekki að tónlistin sem ég hef gefið út áður hafi ekki komið frá hjartanu en ég hef einhvern vegin aldrei gert sjálfan mig að miðpunktinum. Það eru allskonar hlutir þarna sem væri hægt að rýna í og spegla mig og mínar upplifanir undanfarin ár. Ég held að ég hafi ekki verið tilbúinn að gefa út svona verk fyrr en núna,“ segir Ólafur. Hann er vanur að fylgja eftir útgáfu plötu með tónleikaferðalagi um heiminn. Á tímum heimsfaraldurs kemur það auðvitað ekki til greina: „Við ættum að vera í Bandaríkjunum á túr núna en í staðinn reynum við að finna nýjar leiðir til þess að miðla plötunni — en ekkert kemur í stað þessarar ótrúlegu tenginguna við áhorfendur sem maður finnur við að flytja þessi lög á sviði. Við vonumst til að geta haldið tónleika næsta haust, en það verður eiginlega bara að koma í ljós. Þangað til þurfum við að hugsa í lausnum. Við erum m.a. klára myndverk tengt plötunni sem við unnum með franska leikstjóranum Vincent Moon og Íslenska dansflokknum sem við vonumst til að koma út fyrir lok árs.“ Ólafur hafði þegar samið um helming plötunnar þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla í upphafi árs og einangraði sig í nýju hljóðveri sínu í Reykjavík mánuðina þar á eftir til þess að klára. „Ég vildi samt ekki að þetta væri einhverskonar covid-plata. Þegar þessu er öllu af lokið þá vil ég að hún geti staðið án þess að þessi faraldur komu upp í hugann í sömu andrá, en auðvitað hafði þetta áhrif,“ segir hann enn fremur. „Ólafur Arnalds hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistamanna og hefur undanfarin áratug sannað sig sem eitt áhrifamesta nútímatónskáld heims. Auk þess að hafa gefið út fjölda margar plötur undir eigin nafni hefur Ólafur líka leikið með rafsveitinni Kiasmos og samið tónlist fyrir kvikmyndir og þáttaraðir á borð við Broadchurch (BAFTA-verðlaun fyrir bestu tónlist) og Defending Jacob — en fyrir þá síðarnefndu hlaut hann á dögunum tilnefningu til Emmy-verðlauna,“ segir í tilkynningu um plötuna. Þegar hafa komið út fjórar smáskífur af some kind of peace eins og fjallað hefur um hér á Vísi. Um miðjan október kom út lag sem Ólafur vann með breska raftónlistarmanninum Bonobo, Loom, sem vakið hefur mikla athygli. Á mánudag kemur út myndband við The Bottom Line (feat. Josin) sem byggir á myndbandsverki eftir japanska listamanninn Azuma Makoto. Það er þýska söngkonan og þúsundþjalasmiðurinn Josin sem syngur en lagið sömdu þau á Íslandi áður en heimsfaraldurinn braust út. Ólafur kemur fram á stafrænni tónlistarhátíð Iceland Airwaves, Live from Reykjavík, aðra vikuna í nóvember. Hér má hlusta á plötuna í heild sinni á öllum helstu streymisveitum. Lagalisti plötunnar: 1. Loom (feat. Bonobo) 2. Woven Sing 3. Spiral 4. Still / Sound 5. Back To The Sky (feat. JFDR) 6. Zero 7. New Grass 8. The Bottom Line (feat. Josin) 9. We Contain Multitudes 10. Undone
Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir „Það tók svolítið á að leyfa mér að opna á þessa persónulegu hlið“ Ólafur Arnalds tilkynnti í dag útgáfu nýrrar plötu, some kind of peace, sem væntanleg er 6. nóvember næstkomandi og sendi frá sér nýja smáskífuna We Contain Multitudes. Á plötunni some kind of peace kveður við nýjan og persónulegri tón. 26. ágúst 2020 10:00 Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds var tilnefndur til bandarísku Emmy-sjónvarpsverðlaunanna fyrir besta titillag sjónvarpsþáttar í dag. Ólafur samdi lag fyrir glæpaþættina „Defending Jacob“. 28. júlí 2020 16:19 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það tók svolítið á að leyfa mér að opna á þessa persónulegu hlið“ Ólafur Arnalds tilkynnti í dag útgáfu nýrrar plötu, some kind of peace, sem væntanleg er 6. nóvember næstkomandi og sendi frá sér nýja smáskífuna We Contain Multitudes. Á plötunni some kind of peace kveður við nýjan og persónulegri tón. 26. ágúst 2020 10:00
Ólafur Arnalds tilnefndur til Emmy-verðlauna Íslenski tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds var tilnefndur til bandarísku Emmy-sjónvarpsverðlaunanna fyrir besta titillag sjónvarpsþáttar í dag. Ólafur samdi lag fyrir glæpaþættina „Defending Jacob“. 28. júlí 2020 16:19