Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 21:18 Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur kynnir hertar aðgerðir. EPA-EFE/Philip Davali Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. Aðgerðirnar ná til sjö sveitarfélaga: Hjørring, Frederikshavn, Vesthimmerland, Brønderslev, Jammerbugt, Thisted og Læsø. Samkvæmt Statens Serum Institut er stökkbreytta afbrigðið ólíklegra til þess að vera móttækilegt fyrir bóluefnum og telur stofnunin of mikla hættu fólgna í því ef afbrigðið dreifir úr sér. Öllum minkum í Danmörku verður fargað vegna sýkingarinnar. Íbúar í sveitarfélögunum sjö hafa fengið þau fyrirmæli að ferðast ekki út fyrir sveitarfélagsmörkin og sömuleiðis hefur Dönum sem búa utan þeirra verið gert að ferðast ekki til svæðanna. Reglurnar taka gildi í kvöld. Allir veitingastaðir, kaffihús og barir þurfa að loka, að undanskildum þeim veitingastöðum sem bjóða upp á að matur sé tekinn heim. Leikhúsum, söfnum, bíósölum, bókasöfnum og flestum skólum verður lokað. Börn í fimmta til áttunda bekk munu vera í fjarkennslu og sömuleiðis framhalds- og háskólanemar. Þá verður öllum líkamsræktarstöðvum, leikvöllum, sundlaugum og öðrum almenningssölum lokað. Þetta á þó aðeins við aðstöðu innanhúss. Einnig hætta allar almenningssamgöngur að ganga frá svæðunum, að undanskildum skólabílum. Vinnustaðir hafa verið hvattir til að láta starfsfólk vinna heima, að undanskildum framlínustarfsmönnum. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. Aðgerðirnar ná til sjö sveitarfélaga: Hjørring, Frederikshavn, Vesthimmerland, Brønderslev, Jammerbugt, Thisted og Læsø. Samkvæmt Statens Serum Institut er stökkbreytta afbrigðið ólíklegra til þess að vera móttækilegt fyrir bóluefnum og telur stofnunin of mikla hættu fólgna í því ef afbrigðið dreifir úr sér. Öllum minkum í Danmörku verður fargað vegna sýkingarinnar. Íbúar í sveitarfélögunum sjö hafa fengið þau fyrirmæli að ferðast ekki út fyrir sveitarfélagsmörkin og sömuleiðis hefur Dönum sem búa utan þeirra verið gert að ferðast ekki til svæðanna. Reglurnar taka gildi í kvöld. Allir veitingastaðir, kaffihús og barir þurfa að loka, að undanskildum þeim veitingastöðum sem bjóða upp á að matur sé tekinn heim. Leikhúsum, söfnum, bíósölum, bókasöfnum og flestum skólum verður lokað. Börn í fimmta til áttunda bekk munu vera í fjarkennslu og sömuleiðis framhalds- og háskólanemar. Þá verður öllum líkamsræktarstöðvum, leikvöllum, sundlaugum og öðrum almenningssölum lokað. Þetta á þó aðeins við aðstöðu innanhúss. Einnig hætta allar almenningssamgöngur að ganga frá svæðunum, að undanskildum skólabílum. Vinnustaðir hafa verið hvattir til að láta starfsfólk vinna heima, að undanskildum framlínustarfsmönnum.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43 Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. 5. nóvember 2020 16:43
Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32