Kórónaði frábæran hring með því að fara holu í höggi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 14:22 Caroline Hedwall er með forystu á Omega Dubai Moonlight Classic mótinu. getty/Francois Nel Sænski kylfingurinn Caroline Hedwall gleymir eflaust fyrsta hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins í golfi ekki í bráð. Hún fór nefnilega holu í höggi á 17. braut á fyrsta keppnisdegi mótsins í gær. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Fór holu í höggi í B Hedwall lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á Lauru Fuenfstueck frá Þýskalandi og Celine Boutier frá Frakklandi. Hedwall hóf leik á 6. braut og fékk par á fyrstu átta holunum sem hún lék. Hún fékk svo fugl á 16. braut áður en hún fór holu í höggi á þeirri sautjándu. Á síðustu sex brautunum fékk Hedwall svo fjóra fugla. Omega Dubai Moonlight Classic mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og hefur verið haldið síðan 2006. Verðlaunaféð á mótinu nemur samtals 285 þúsund Bandaríkjadölum, þar af fær sigurvegarinn 37,5 þúsund Bandaríkjadali í sinn hlut. Nuria Iturrioz frá Spáni vann mótið í fyrra. Hún er í 5. sæti eftir fyrsta hringinn á mótinu í ár á þremur höggum undir pari. Hedwall vann síðast mót á Evrópumótaröðinni 2018 þegar hún hrósaði sigri á Lacoste Ladies Open de France. Hún hefur alls unnið sex mót á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Bein útsending frá öðrum hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 15:00 í dag. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sænski kylfingurinn Caroline Hedwall gleymir eflaust fyrsta hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins í golfi ekki í bráð. Hún fór nefnilega holu í höggi á 17. braut á fyrsta keppnisdegi mótsins í gær. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Fór holu í höggi í B Hedwall lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á Lauru Fuenfstueck frá Þýskalandi og Celine Boutier frá Frakklandi. Hedwall hóf leik á 6. braut og fékk par á fyrstu átta holunum sem hún lék. Hún fékk svo fugl á 16. braut áður en hún fór holu í höggi á þeirri sautjándu. Á síðustu sex brautunum fékk Hedwall svo fjóra fugla. Omega Dubai Moonlight Classic mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og hefur verið haldið síðan 2006. Verðlaunaféð á mótinu nemur samtals 285 þúsund Bandaríkjadölum, þar af fær sigurvegarinn 37,5 þúsund Bandaríkjadali í sinn hlut. Nuria Iturrioz frá Spáni vann mótið í fyrra. Hún er í 5. sæti eftir fyrsta hringinn á mótinu í ár á þremur höggum undir pari. Hedwall vann síðast mót á Evrópumótaröðinni 2018 þegar hún hrósaði sigri á Lacoste Ladies Open de France. Hún hefur alls unnið sex mót á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Bein útsending frá öðrum hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 15:00 í dag.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira