Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2020 01:12 Auglýsingin hefur vakið mikla athygli eftir að hún var frumsýnd í kvöld. Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr. Í skýringu með auglýsingunni, sem ætlað er að hvetja fólk til að nota úr með appi og hvíla símann, segir að fyrirtækið vilji vekja athygli á mikilvægi geðræktar og hvernig sé hægt að bæta andlega líðan. „Við þurfum að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr.“ Umræða hefur skapast um auglýsinguna á samfélagsmiðlum. Helgi Seljan slær meðal annars á létta strengi við færslu Braga Valdimars, kollega á RÚV og starfsmanns Brandenburg, og segir um að ræða tónlistarmyndband við lagið Það bera sig allir vel með Helga Björns. The real music video tho Holy B’s hit single: “Það bera sig allir vel!” Mjög töff.— Helgi Seljan (@helgiseljan) November 5, 2020 Ragnheiður Júlíusdóttir, landsliðskona í handbolta, sá auglýsinguna á RÚV í kvöld fyrir landsleik Íslands og Litháen í handbolta karla. Þessi nova auglýsing fyrir leikinn 😅— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) November 4, 2020 Fleiri tjáðu sig um auglýsinguna Þessi Nova auglýsing 😂Allavegana verður hún umtalaðasta auglýsing sögunnar— Stefán Arason (@stebbi85) November 4, 2020 Jújú, allir eitthvað að tala um hvað þessi Nova auglýsing sé svaka frábær, en þetta er bara nýju fötin keisarans...— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) November 4, 2020 Hérna.... þessi Nova-auglýsing. Þarf eitthvað að ræða hana? #handbolti #isllth— Helgi Páll Þórisson (@holypoly4) November 4, 2020 Þessi nýja Nova auglýsing er geggjuð! Ekkert kynferðislegt við hana. Bara flottir, mismunandi skrokkar. Meira svona. Þetta er hollt og það hafa allir gott af þessu.— Gissari (@GissurAri) November 4, 2020 Já okey... þessi auglýsing er umm tímamóta auglýsing.... #nova— Freyr Brynjarsson (@FreyrB_5) November 4, 2020 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr. Í skýringu með auglýsingunni, sem ætlað er að hvetja fólk til að nota úr með appi og hvíla símann, segir að fyrirtækið vilji vekja athygli á mikilvægi geðræktar og hvernig sé hægt að bæta andlega líðan. „Við þurfum að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr.“ Umræða hefur skapast um auglýsinguna á samfélagsmiðlum. Helgi Seljan slær meðal annars á létta strengi við færslu Braga Valdimars, kollega á RÚV og starfsmanns Brandenburg, og segir um að ræða tónlistarmyndband við lagið Það bera sig allir vel með Helga Björns. The real music video tho Holy B’s hit single: “Það bera sig allir vel!” Mjög töff.— Helgi Seljan (@helgiseljan) November 5, 2020 Ragnheiður Júlíusdóttir, landsliðskona í handbolta, sá auglýsinguna á RÚV í kvöld fyrir landsleik Íslands og Litháen í handbolta karla. Þessi nova auglýsing fyrir leikinn 😅— Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) November 4, 2020 Fleiri tjáðu sig um auglýsinguna Þessi Nova auglýsing 😂Allavegana verður hún umtalaðasta auglýsing sögunnar— Stefán Arason (@stebbi85) November 4, 2020 Jújú, allir eitthvað að tala um hvað þessi Nova auglýsing sé svaka frábær, en þetta er bara nýju fötin keisarans...— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) November 4, 2020 Hérna.... þessi Nova-auglýsing. Þarf eitthvað að ræða hana? #handbolti #isllth— Helgi Páll Þórisson (@holypoly4) November 4, 2020 Þessi nýja Nova auglýsing er geggjuð! Ekkert kynferðislegt við hana. Bara flottir, mismunandi skrokkar. Meira svona. Þetta er hollt og það hafa allir gott af þessu.— Gissari (@GissurAri) November 4, 2020 Já okey... þessi auglýsing er umm tímamóta auglýsing.... #nova— Freyr Brynjarsson (@FreyrB_5) November 4, 2020
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira