Tjón upp á 400 milljónir og Þjóðhátíðina Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 09:30 Það var dýrt fyrir knattspyrnufélögin í sumar að geta ekki tekið við sama áhorfendafjölda og venjulega á leikjum, vegna samkomutakmarkana. vísir/hulda margrét Félögin í efstu tveimur deildum fótboltans á Íslandi urðu af um hálfum milljarði, hið minnsta, í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld kynna brátt aðgerðir sem meðal annars eru ætlaðar til að bæta tjónið, að minnsta kosti að hluta. Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla í fótbolta, tók saman áætlað tekjufall sinna aðildarfélaga í sumar vegna samkomutakmarkana. Félögin misstu af tekjum af miða- og veitingasölu á leikjum, og af ýmiss konar viðburðahaldi og yngri flokka mótum. Ekki er tekið tillit til skertra samninga við fyrirtæki. Eftir að svör höfðu fengist frá 20 félögum nam heildarupphæðin um 400 milljónum króna. Þá hafði þó ekki borist svar frá ÍBV en ljóst er að Eyjamenn urðu af tugum milljóna króna þar sem að ekki var haldin Þjóðhátíð í ár. Sú upphæð skiptist þó á fleiri deildir félagsins en knattspyrnudeildina. Aðgerðir vegna tekjufalls frá fyrsta júní Stjórnvöld boðuðu um helgina „umfangsmiklar stuðningsaðgerðir“ við íþróttastarf í landinu. Í þeim felst að íþróttafélög geti sótt um styrki vegna launa- og verktakagreiðslna frá og með 1. október síðastliðnum, og sérstaka styrki vegna tekjufalls frá 1. júní til 1. október. Endanleg útfærsla aðgerðanna ætti að liggja fyrir í næstu viku. Ljóst er að ÍBV varð af mjög háum tekjum vegna þess að samkomutakmarkanir komu í veg fyrir að Þjóðhátíð væri haldin í Vestmannaeyjum.vísir/elín björg Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, segir boðaðar aðgerðir kærkomnar: „Við erum ánægð með þessar fréttir og vongóð um að þetta nýtist félögunum vel. Núna er verið að vinna við að teikna upp ástandið, taka saman þau gögn sem þarf, og sjá til þess að þessi stuðningur nái til íþróttafélaganna eins og hugsunin er.“ Búið að útdeila 450 milljónum vegna vormánaða Áður hafa stjórnvöld veitt 450 milljónum króna til íþróttahreyfingarinnar vegna þeirra fjárhagsvandræða sem faraldurinn olli í vor. Þar af var 300 milljónum deilt á milli félaga eftir iðkendafjölda á aldrinum 6-18 ára, en 150 milljónum útdeilt vegna tekjumissis tengdum leikjum og viðburðum sem ekki mátti halda frá 1. mars til 1. júní. Þannig var til að mynda handknattleiks- og körfuboltadeildum að einhverju leyti bætt tjónið sem af því hlaust að engin úrslitakeppni væri í greinunum í vor. Nýju aðgerðirnar taka til þess fjögurra mánaða tímabils sem tók við eftir 1. júní, fótboltavertíðarinnar sem bar þess svo sannarlega keim að smitfaraldur geisaði í heiminum. Birgir bindur vonir við að aðgerðir stjórnvalda hjálpi félögum að halda sjó eftir sumarið: „Við vonum það og að auðveldara verði fyrir félögin að fara inn í þennan vetur, þegar við vitum að enn þarf að búa við þessar sóttvarnaaðgerðir og að reksturinn þyngist hjá þeim fyrirtækjum sem félögin lifa á með auglýsingasamningum og þess háttar. Þetta mun hjálpa til við að komast í gegnum þennan vetur, og vinna til baka tekjur sem töpuðust í sumar.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. 31. október 2020 18:16 ÍSÍ greiðir rúmar 150 milljónir króna til íþróttafélaga Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, hefur ákveðið að greiða rúmlega 150 milljónir króna til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. 3. september 2020 18:30 Fjölnir fékk mest: 300 milljónir greiddar út til íþrótta- og ungmennafélaga Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur nú greitt til íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir króna af 450 milljón króna framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa Covid-19. 19. maí 2020 12:11 Félögin ráðstafa peningunum frá ÍSÍ eftir eigin höfði Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. 20. maí 2020 18:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casimero Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira
Félögin í efstu tveimur deildum fótboltans á Íslandi urðu af um hálfum milljarði, hið minnsta, í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld kynna brátt aðgerðir sem meðal annars eru ætlaðar til að bæta tjónið, að minnsta kosti að hluta. Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla í fótbolta, tók saman áætlað tekjufall sinna aðildarfélaga í sumar vegna samkomutakmarkana. Félögin misstu af tekjum af miða- og veitingasölu á leikjum, og af ýmiss konar viðburðahaldi og yngri flokka mótum. Ekki er tekið tillit til skertra samninga við fyrirtæki. Eftir að svör höfðu fengist frá 20 félögum nam heildarupphæðin um 400 milljónum króna. Þá hafði þó ekki borist svar frá ÍBV en ljóst er að Eyjamenn urðu af tugum milljóna króna þar sem að ekki var haldin Þjóðhátíð í ár. Sú upphæð skiptist þó á fleiri deildir félagsins en knattspyrnudeildina. Aðgerðir vegna tekjufalls frá fyrsta júní Stjórnvöld boðuðu um helgina „umfangsmiklar stuðningsaðgerðir“ við íþróttastarf í landinu. Í þeim felst að íþróttafélög geti sótt um styrki vegna launa- og verktakagreiðslna frá og með 1. október síðastliðnum, og sérstaka styrki vegna tekjufalls frá 1. júní til 1. október. Endanleg útfærsla aðgerðanna ætti að liggja fyrir í næstu viku. Ljóst er að ÍBV varð af mjög háum tekjum vegna þess að samkomutakmarkanir komu í veg fyrir að Þjóðhátíð væri haldin í Vestmannaeyjum.vísir/elín björg Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, segir boðaðar aðgerðir kærkomnar: „Við erum ánægð með þessar fréttir og vongóð um að þetta nýtist félögunum vel. Núna er verið að vinna við að teikna upp ástandið, taka saman þau gögn sem þarf, og sjá til þess að þessi stuðningur nái til íþróttafélaganna eins og hugsunin er.“ Búið að útdeila 450 milljónum vegna vormánaða Áður hafa stjórnvöld veitt 450 milljónum króna til íþróttahreyfingarinnar vegna þeirra fjárhagsvandræða sem faraldurinn olli í vor. Þar af var 300 milljónum deilt á milli félaga eftir iðkendafjölda á aldrinum 6-18 ára, en 150 milljónum útdeilt vegna tekjumissis tengdum leikjum og viðburðum sem ekki mátti halda frá 1. mars til 1. júní. Þannig var til að mynda handknattleiks- og körfuboltadeildum að einhverju leyti bætt tjónið sem af því hlaust að engin úrslitakeppni væri í greinunum í vor. Nýju aðgerðirnar taka til þess fjögurra mánaða tímabils sem tók við eftir 1. júní, fótboltavertíðarinnar sem bar þess svo sannarlega keim að smitfaraldur geisaði í heiminum. Birgir bindur vonir við að aðgerðir stjórnvalda hjálpi félögum að halda sjó eftir sumarið: „Við vonum það og að auðveldara verði fyrir félögin að fara inn í þennan vetur, þegar við vitum að enn þarf að búa við þessar sóttvarnaaðgerðir og að reksturinn þyngist hjá þeim fyrirtækjum sem félögin lifa á með auglýsingasamningum og þess háttar. Þetta mun hjálpa til við að komast í gegnum þennan vetur, og vinna til baka tekjur sem töpuðust í sumar.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. 31. október 2020 18:16 ÍSÍ greiðir rúmar 150 milljónir króna til íþróttafélaga Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, hefur ákveðið að greiða rúmlega 150 milljónir króna til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. 3. september 2020 18:30 Fjölnir fékk mest: 300 milljónir greiddar út til íþrótta- og ungmennafélaga Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur nú greitt til íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir króna af 450 milljón króna framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa Covid-19. 19. maí 2020 12:11 Félögin ráðstafa peningunum frá ÍSÍ eftir eigin höfði Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. 20. maí 2020 18:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casimero Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sjá meira
Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. 31. október 2020 18:16
ÍSÍ greiðir rúmar 150 milljónir króna til íþróttafélaga Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, hefur ákveðið að greiða rúmlega 150 milljónir króna til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. 3. september 2020 18:30
Fjölnir fékk mest: 300 milljónir greiddar út til íþrótta- og ungmennafélaga Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur nú greitt til íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir króna af 450 milljón króna framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa Covid-19. 19. maí 2020 12:11
Félögin ráðstafa peningunum frá ÍSÍ eftir eigin höfði Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. 20. maí 2020 18:00