Tjón upp á 400 milljónir og Þjóðhátíðina Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2020 09:30 Það var dýrt fyrir knattspyrnufélögin í sumar að geta ekki tekið við sama áhorfendafjölda og venjulega á leikjum, vegna samkomutakmarkana. vísir/hulda margrét Félögin í efstu tveimur deildum fótboltans á Íslandi urðu af um hálfum milljarði, hið minnsta, í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld kynna brátt aðgerðir sem meðal annars eru ætlaðar til að bæta tjónið, að minnsta kosti að hluta. Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla í fótbolta, tók saman áætlað tekjufall sinna aðildarfélaga í sumar vegna samkomutakmarkana. Félögin misstu af tekjum af miða- og veitingasölu á leikjum, og af ýmiss konar viðburðahaldi og yngri flokka mótum. Ekki er tekið tillit til skertra samninga við fyrirtæki. Eftir að svör höfðu fengist frá 20 félögum nam heildarupphæðin um 400 milljónum króna. Þá hafði þó ekki borist svar frá ÍBV en ljóst er að Eyjamenn urðu af tugum milljóna króna þar sem að ekki var haldin Þjóðhátíð í ár. Sú upphæð skiptist þó á fleiri deildir félagsins en knattspyrnudeildina. Aðgerðir vegna tekjufalls frá fyrsta júní Stjórnvöld boðuðu um helgina „umfangsmiklar stuðningsaðgerðir“ við íþróttastarf í landinu. Í þeim felst að íþróttafélög geti sótt um styrki vegna launa- og verktakagreiðslna frá og með 1. október síðastliðnum, og sérstaka styrki vegna tekjufalls frá 1. júní til 1. október. Endanleg útfærsla aðgerðanna ætti að liggja fyrir í næstu viku. Ljóst er að ÍBV varð af mjög háum tekjum vegna þess að samkomutakmarkanir komu í veg fyrir að Þjóðhátíð væri haldin í Vestmannaeyjum.vísir/elín björg Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, segir boðaðar aðgerðir kærkomnar: „Við erum ánægð með þessar fréttir og vongóð um að þetta nýtist félögunum vel. Núna er verið að vinna við að teikna upp ástandið, taka saman þau gögn sem þarf, og sjá til þess að þessi stuðningur nái til íþróttafélaganna eins og hugsunin er.“ Búið að útdeila 450 milljónum vegna vormánaða Áður hafa stjórnvöld veitt 450 milljónum króna til íþróttahreyfingarinnar vegna þeirra fjárhagsvandræða sem faraldurinn olli í vor. Þar af var 300 milljónum deilt á milli félaga eftir iðkendafjölda á aldrinum 6-18 ára, en 150 milljónum útdeilt vegna tekjumissis tengdum leikjum og viðburðum sem ekki mátti halda frá 1. mars til 1. júní. Þannig var til að mynda handknattleiks- og körfuboltadeildum að einhverju leyti bætt tjónið sem af því hlaust að engin úrslitakeppni væri í greinunum í vor. Nýju aðgerðirnar taka til þess fjögurra mánaða tímabils sem tók við eftir 1. júní, fótboltavertíðarinnar sem bar þess svo sannarlega keim að smitfaraldur geisaði í heiminum. Birgir bindur vonir við að aðgerðir stjórnvalda hjálpi félögum að halda sjó eftir sumarið: „Við vonum það og að auðveldara verði fyrir félögin að fara inn í þennan vetur, þegar við vitum að enn þarf að búa við þessar sóttvarnaaðgerðir og að reksturinn þyngist hjá þeim fyrirtækjum sem félögin lifa á með auglýsingasamningum og þess háttar. Þetta mun hjálpa til við að komast í gegnum þennan vetur, og vinna til baka tekjur sem töpuðust í sumar.“ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. 31. október 2020 18:16 ÍSÍ greiðir rúmar 150 milljónir króna til íþróttafélaga Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, hefur ákveðið að greiða rúmlega 150 milljónir króna til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. 3. september 2020 18:30 Fjölnir fékk mest: 300 milljónir greiddar út til íþrótta- og ungmennafélaga Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur nú greitt til íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir króna af 450 milljón króna framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa Covid-19. 19. maí 2020 12:11 Félögin ráðstafa peningunum frá ÍSÍ eftir eigin höfði Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. 20. maí 2020 18:00 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Félögin í efstu tveimur deildum fótboltans á Íslandi urðu af um hálfum milljarði, hið minnsta, í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld kynna brátt aðgerðir sem meðal annars eru ætlaðar til að bæta tjónið, að minnsta kosti að hluta. Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla í fótbolta, tók saman áætlað tekjufall sinna aðildarfélaga í sumar vegna samkomutakmarkana. Félögin misstu af tekjum af miða- og veitingasölu á leikjum, og af ýmiss konar viðburðahaldi og yngri flokka mótum. Ekki er tekið tillit til skertra samninga við fyrirtæki. Eftir að svör höfðu fengist frá 20 félögum nam heildarupphæðin um 400 milljónum króna. Þá hafði þó ekki borist svar frá ÍBV en ljóst er að Eyjamenn urðu af tugum milljóna króna þar sem að ekki var haldin Þjóðhátíð í ár. Sú upphæð skiptist þó á fleiri deildir félagsins en knattspyrnudeildina. Aðgerðir vegna tekjufalls frá fyrsta júní Stjórnvöld boðuðu um helgina „umfangsmiklar stuðningsaðgerðir“ við íþróttastarf í landinu. Í þeim felst að íþróttafélög geti sótt um styrki vegna launa- og verktakagreiðslna frá og með 1. október síðastliðnum, og sérstaka styrki vegna tekjufalls frá 1. júní til 1. október. Endanleg útfærsla aðgerðanna ætti að liggja fyrir í næstu viku. Ljóst er að ÍBV varð af mjög háum tekjum vegna þess að samkomutakmarkanir komu í veg fyrir að Þjóðhátíð væri haldin í Vestmannaeyjum.vísir/elín björg Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, segir boðaðar aðgerðir kærkomnar: „Við erum ánægð með þessar fréttir og vongóð um að þetta nýtist félögunum vel. Núna er verið að vinna við að teikna upp ástandið, taka saman þau gögn sem þarf, og sjá til þess að þessi stuðningur nái til íþróttafélaganna eins og hugsunin er.“ Búið að útdeila 450 milljónum vegna vormánaða Áður hafa stjórnvöld veitt 450 milljónum króna til íþróttahreyfingarinnar vegna þeirra fjárhagsvandræða sem faraldurinn olli í vor. Þar af var 300 milljónum deilt á milli félaga eftir iðkendafjölda á aldrinum 6-18 ára, en 150 milljónum útdeilt vegna tekjumissis tengdum leikjum og viðburðum sem ekki mátti halda frá 1. mars til 1. júní. Þannig var til að mynda handknattleiks- og körfuboltadeildum að einhverju leyti bætt tjónið sem af því hlaust að engin úrslitakeppni væri í greinunum í vor. Nýju aðgerðirnar taka til þess fjögurra mánaða tímabils sem tók við eftir 1. júní, fótboltavertíðarinnar sem bar þess svo sannarlega keim að smitfaraldur geisaði í heiminum. Birgir bindur vonir við að aðgerðir stjórnvalda hjálpi félögum að halda sjó eftir sumarið: „Við vonum það og að auðveldara verði fyrir félögin að fara inn í þennan vetur, þegar við vitum að enn þarf að búa við þessar sóttvarnaaðgerðir og að reksturinn þyngist hjá þeim fyrirtækjum sem félögin lifa á með auglýsingasamningum og þess háttar. Þetta mun hjálpa til við að komast í gegnum þennan vetur, og vinna til baka tekjur sem töpuðust í sumar.“
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. 31. október 2020 18:16 ÍSÍ greiðir rúmar 150 milljónir króna til íþróttafélaga Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, hefur ákveðið að greiða rúmlega 150 milljónir króna til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. 3. september 2020 18:30 Fjölnir fékk mest: 300 milljónir greiddar út til íþrótta- og ungmennafélaga Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur nú greitt til íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir króna af 450 milljón króna framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa Covid-19. 19. maí 2020 12:11 Félögin ráðstafa peningunum frá ÍSÍ eftir eigin höfði Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. 20. maí 2020 18:00 Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Fleiri fréttir Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Sjá meira
Umfangsmiklar stuðningsaðgerðir í bígerð Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær tillögu þess efnis að ráðist verði í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélögum landsins vegna þeirrar röskunar sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á starf þeirra. 31. október 2020 18:16
ÍSÍ greiðir rúmar 150 milljónir króna til íþróttafélaga Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, hefur ákveðið að greiða rúmlega 150 milljónir króna til íþróttahreyfingarinnar hér á landi. 3. september 2020 18:30
Fjölnir fékk mest: 300 milljónir greiddar út til íþrótta- og ungmennafélaga Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur nú greitt til íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir króna af 450 milljón króna framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa Covid-19. 19. maí 2020 12:11
Félögin ráðstafa peningunum frá ÍSÍ eftir eigin höfði Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Fjölnis, segir að félögin geti ráðstafað peningnum frá ÍSÍ eins og þau vilja en Fjölnir var það íþróttafélag sem fékk hæsta styrkinn frá ÍSÍ vegna áhrifa COVID-19. 20. maí 2020 18:00
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð