Segir hryðjuverkamanninum í Vín hafa tekist að leika á kerfið Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2020 12:09 Innanríkisráðherrann Karl Nehammer. EPA Innanríkisráðherra Austurríkis, Karl Nehammer, segir að manninum, sem drap fjóra og særði 23 í hryðjuverkaárás í höfuðborginni Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni, eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Staðreyndin er sú að hryðjuverkamanninum tókst að leika á dómskerfið og fulltrúa þess og tókst þannig að sleppa fyrr úr fangelsi,“ sagði Nehammer á fréttamannafundi í morgun. Árásarmaðurinn, hinn tvítugi Kujtim Fejzulai, var fæddur í Austurríki en var jafnframt með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann var skotinn til bana af lögreglu um níu mínútum eftir að hann hóf árás sína nærri Schwedenplatz í Vínarborg á mánudagskvöldið. Hann var vopnaður sjálfvirkum rifflum, auk þess að vera klæddur sprengibelti sem reyndist þó ekki vera ekta. Árásarmaðurinn skaut meðal annars inn á veitingastaði á meðan á árásinni stóð.EPA Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að í hópi hinna fjögurra látnu séu „eldri maður, eldri kona, ung kona sem átti leið hjá og svo gengilbeina á veitingastað“. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur staðfest að eitt fórnarlamba mannsins hafi verið þýskur ríkisborgari. Árásarmaðurinn hafði áður lýst yfir samúð með málstað hryðjuverkasamtakanna ISIS og yfirgaf Austurríki árið 2018 í þeim tilgangi að ganga til liðs við samtökin. Fulltrúar tyrkneskra yfirvalda stöðvuðu hins vegar för hans og var hann þá sendur aftur til Austurríkis þar sem hann var handtekinn og í apríl 2019 dæmdur í 22 mánaða fangelsi vegna fyrirætlana sinna. Árásin átti sér stað við og nærri Schwedenplatz í Innere Stadt í Vínarborg.EPA Við afplánun þurfti maðurinn að sækja námskeið, og staðfesti Nehammer í morgun að hann hafi leikið á fulltrúa yfirvalda og fengið þá til að halda að hann hafi horfið frá róttækni. Honum hafði verið sleppt úr fangelsi í desember síðastliðinn. Vel á annan tug manna hafa verið handteknir í Austurríki og í Sviss vegna gruns um að tengjast ódæði hryðjuverkamannsins, en málið er enn í rannsókn. Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Innanríkisráðherra Austurríkis, Karl Nehammer, segir að manninum, sem drap fjóra og særði 23 í hryðjuverkaárás í höfuðborginni Vín á mánudag, hafi tekist að leika á kerfið með því að fá fulltrúa austurrískra yfirvalda til að halda að hann hafi horfið frá hugmyndum um róttækni, eftir að hann hafði áður gert tilraun til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Staðreyndin er sú að hryðjuverkamanninum tókst að leika á dómskerfið og fulltrúa þess og tókst þannig að sleppa fyrr úr fangelsi,“ sagði Nehammer á fréttamannafundi í morgun. Árásarmaðurinn, hinn tvítugi Kujtim Fejzulai, var fæddur í Austurríki en var jafnframt með norður-makedónskan ríkisborgararétt. Hann var skotinn til bana af lögreglu um níu mínútum eftir að hann hóf árás sína nærri Schwedenplatz í Vínarborg á mánudagskvöldið. Hann var vopnaður sjálfvirkum rifflum, auk þess að vera klæddur sprengibelti sem reyndist þó ekki vera ekta. Árásarmaðurinn skaut meðal annars inn á veitingastaði á meðan á árásinni stóð.EPA Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, segir að í hópi hinna fjögurra látnu séu „eldri maður, eldri kona, ung kona sem átti leið hjá og svo gengilbeina á veitingastað“. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur staðfest að eitt fórnarlamba mannsins hafi verið þýskur ríkisborgari. Árásarmaðurinn hafði áður lýst yfir samúð með málstað hryðjuverkasamtakanna ISIS og yfirgaf Austurríki árið 2018 í þeim tilgangi að ganga til liðs við samtökin. Fulltrúar tyrkneskra yfirvalda stöðvuðu hins vegar för hans og var hann þá sendur aftur til Austurríkis þar sem hann var handtekinn og í apríl 2019 dæmdur í 22 mánaða fangelsi vegna fyrirætlana sinna. Árásin átti sér stað við og nærri Schwedenplatz í Innere Stadt í Vínarborg.EPA Við afplánun þurfti maðurinn að sækja námskeið, og staðfesti Nehammer í morgun að hann hafi leikið á fulltrúa yfirvalda og fengið þá til að halda að hann hafi horfið frá róttækni. Honum hafði verið sleppt úr fangelsi í desember síðastliðinn. Vel á annan tug manna hafa verið handteknir í Austurríki og í Sviss vegna gruns um að tengjast ódæði hryðjuverkamannsins, en málið er enn í rannsókn.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira