Landspítalinn „enn í skotgröfunum“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 09:52 Forstjóri Landspítalans sagði á fundi í velferðarnefnd Alþingis í morgun að nú sé verið að framkvæma um 35% af aðgerðum spítalans. Vísir/Vilhelm Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta. Þetta kom fram á fundi velferðarnefndar í morgun um neyðarstig á Landspítalanum. Alls eru nú 139 smit tengd hópsmitinu á Landakoti; 67 sjúklingar og 72 starfsmenn. Páll sagði að tvö ný smit sem líklega tengjast Landakotssmitinu hafi greinst á meðal starfsmanna í gær. Fyrir það höfðu ekki greinst smit tengd hópsýkingunni í þrjá daga. Það hafi vakið nokkra bjartsýni um að mögulega yrði hægt að taka spítalann af neyðarstigi um helgina, en að nú væri staðan mögulega breytt. Páll fór yfir ástæður þess að spítalinn var færður yfir á neyðarstig og vísaði til þess að fjöldi inniliggjandi sjúklinga hefði verið í veldisveti. „Þetta er yfirlýsing um að spítalinn þurfi hjálp innanhúss- og utan. Að allir þurfi að fara í bátana,“ sagði Páll. Hann sagði spítalann ekki enn kominn fyrir vind og enn vera „í skotgröfunum.“ Auk þess sem verið sé að fresta um 65% af aðgerðum spítalans séu útskriftir sjúklinga vaxandi vandamál. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Lögreglan Í máli Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra spítalans, kom fram að alls bíða nú 85 sjúklingar sem komnir eru með heilsu- og færnimat eftir útskrift. Þar af séu 38 utan biðdeildar og meðal annars á bráðadeild. Þar væri þörf á betra flæði þar sem deildin „sé ekki góður staður fyrir þá.“ Sem mögulegar orsakir hópsýkingarinnar nefndi Páll húsnæðið og mönnun auk vangaveltna um hvort veiran sé orðin meira smitandi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sem einnig var gestur á fundinum tók undir þetta sjónarmið. Hann benti á að sá stofn veirunnar sem nefndur hefur verið „franski stofninn“ væri að verða allsráðandi hér og annars staðar í Evrópu. „Við höfum ekki erfðafræðilega fullvissu en hann er svo sannarlega að ryðja öðrum stofnum úr vegi,“ sagði Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira
Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta. Þetta kom fram á fundi velferðarnefndar í morgun um neyðarstig á Landspítalanum. Alls eru nú 139 smit tengd hópsmitinu á Landakoti; 67 sjúklingar og 72 starfsmenn. Páll sagði að tvö ný smit sem líklega tengjast Landakotssmitinu hafi greinst á meðal starfsmanna í gær. Fyrir það höfðu ekki greinst smit tengd hópsýkingunni í þrjá daga. Það hafi vakið nokkra bjartsýni um að mögulega yrði hægt að taka spítalann af neyðarstigi um helgina, en að nú væri staðan mögulega breytt. Páll fór yfir ástæður þess að spítalinn var færður yfir á neyðarstig og vísaði til þess að fjöldi inniliggjandi sjúklinga hefði verið í veldisveti. „Þetta er yfirlýsing um að spítalinn þurfi hjálp innanhúss- og utan. Að allir þurfi að fara í bátana,“ sagði Páll. Hann sagði spítalann ekki enn kominn fyrir vind og enn vera „í skotgröfunum.“ Auk þess sem verið sé að fresta um 65% af aðgerðum spítalans séu útskriftir sjúklinga vaxandi vandamál. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala.Lögreglan Í máli Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns forstjóra spítalans, kom fram að alls bíða nú 85 sjúklingar sem komnir eru með heilsu- og færnimat eftir útskrift. Þar af séu 38 utan biðdeildar og meðal annars á bráðadeild. Þar væri þörf á betra flæði þar sem deildin „sé ekki góður staður fyrir þá.“ Sem mögulegar orsakir hópsýkingarinnar nefndi Páll húsnæðið og mönnun auk vangaveltna um hvort veiran sé orðin meira smitandi. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, sem einnig var gestur á fundinum tók undir þetta sjónarmið. Hann benti á að sá stofn veirunnar sem nefndur hefur verið „franski stofninn“ væri að verða allsráðandi hér og annars staðar í Evrópu. „Við höfum ekki erfðafræðilega fullvissu en hann er svo sannarlega að ryðja öðrum stofnum úr vegi,“ sagði Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira