Diogo Jota með þriðju Evrópuþrennu sína á innan við einu ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2020 11:30 Liverpool maðurinn Diogo Jota innsiglar hér þrennu sína á móti Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi. EPA-EFE/PAOLO MAGNI Diogo Jota var að skora sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool í gærkvöldi en þetta var langt frá því að vera fyrsta Evrópuþrenna Portúgalans. Diogo Jota hefur spilað afar vel í Evrópukeppnunum undanfarið ár og við sáum enn eitt dæmið um það með glæsilegri þrennu hans á móti ítalska liðinu Atalanta í gær. Þetta var þriðja Evrópuþrennan hans á innan við einu ári því hann skoraði tvær þrennur með Úlfunum í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Diogo Jota hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum með Liverpool í Meistaradeildinni því hann skoraði einnig fyrra markið í 2-0 sigri á danska liðinu Midtjylland í leiknum á undan. Það var þó glæsileg þrenna hans á Ítalíu í gærkvöldi sem heldur betur stal fyrirsögnunum í öllum blöðum heimsins. Hana má sjá hér fyrir neðan. Diogo Jota var aðeins fimmti Liverpool maðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni og er Mohamed Salah sem dæmi ekki einn af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. Only five players have scored a Champions League hat-trick for Liverpool in the #UCL era: Michael Owen (2002) Yossi Benayoun (2007) Philippe Coutinho (2017) Sadio Mané (2018) Diogo Jota (2020)DioGOAL has beaten Roberto Firmino *and* Mohamed Salah. pic.twitter.com/PVeaRbR5af— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020 Enginn annar leikmaður í Evrópukeppnunum tveimur hefur náð að skora fleiri en eina þrennu frá því að keppni hófst haustið 2019. 3 - Since the start of last season, Diogo Jota has scored three hat-tricks in the @ChampionsLeague and @EuropaLeague combined - the only player to have done so more than once. Stage. #UCL pic.twitter.com/Q7EmFSeJSn— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2020 Diogo Jota skoraði báðar þrennur sína fyrir Wolverhampton Wanderers í Evrópudeildinni á heimavelli. Sú fyrri kom í 4-0 sigri á tyrkneska félaginu Besiktas um miðjan desember 2019 og sú síðari í 4-0 sigri á Espanyol í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitunum í febrúar. Öll mörkin hans á móti Besiktas komu í síðari hálfleiknum eftir að hann kom inn á sem varamaður á 56. mínútu en hann kom Wolves í 1-0 á móti Espanyol með marki á fimmtándu mínútu og innsiglaði svo sigurinn með tveimur síðustu mörkum liðsins í seinni hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þrennum Jota í þessum tveimur leikjum. watch on YouTube watch on YouTube Diogo Jota hefur nú skorað 10 mörk í síðustu átta Evrópuleikjum sínum í Evrópudeild (5 leikir, 6 mörk) og Meistaradeild (3 leikir, 4 mörk). Jota hefur komið inn á sem varamaður í fjórum af þessum átta leikjum og þessi tíu Evrópumörk hans hafa því aðeins komið á 427 mínútum. Jota hefur því skorað á 43 mínútna fresti í síðustu átta Evrópuleikjum sínum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Diogo Jota var að skora sína fyrstu þrennu fyrir Liverpool í gærkvöldi en þetta var langt frá því að vera fyrsta Evrópuþrenna Portúgalans. Diogo Jota hefur spilað afar vel í Evrópukeppnunum undanfarið ár og við sáum enn eitt dæmið um það með glæsilegri þrennu hans á móti ítalska liðinu Atalanta í gær. Þetta var þriðja Evrópuþrennan hans á innan við einu ári því hann skoraði tvær þrennur með Úlfunum í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. Diogo Jota hefur skorað í báðum byrjunarliðsleikjum sínum með Liverpool í Meistaradeildinni því hann skoraði einnig fyrra markið í 2-0 sigri á danska liðinu Midtjylland í leiknum á undan. Það var þó glæsileg þrenna hans á Ítalíu í gærkvöldi sem heldur betur stal fyrirsögnunum í öllum blöðum heimsins. Hana má sjá hér fyrir neðan. Diogo Jota var aðeins fimmti Liverpool maðurinn til að skora þrennu í Meistaradeildinni og er Mohamed Salah sem dæmi ekki einn af þeim eins og sjá má hér fyrir neðan. Only five players have scored a Champions League hat-trick for Liverpool in the #UCL era: Michael Owen (2002) Yossi Benayoun (2007) Philippe Coutinho (2017) Sadio Mané (2018) Diogo Jota (2020)DioGOAL has beaten Roberto Firmino *and* Mohamed Salah. pic.twitter.com/PVeaRbR5af— Squawka Football (@Squawka) November 3, 2020 Enginn annar leikmaður í Evrópukeppnunum tveimur hefur náð að skora fleiri en eina þrennu frá því að keppni hófst haustið 2019. 3 - Since the start of last season, Diogo Jota has scored three hat-tricks in the @ChampionsLeague and @EuropaLeague combined - the only player to have done so more than once. Stage. #UCL pic.twitter.com/Q7EmFSeJSn— OptaJoe (@OptaJoe) November 3, 2020 Diogo Jota skoraði báðar þrennur sína fyrir Wolverhampton Wanderers í Evrópudeildinni á heimavelli. Sú fyrri kom í 4-0 sigri á tyrkneska félaginu Besiktas um miðjan desember 2019 og sú síðari í 4-0 sigri á Espanyol í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitunum í febrúar. Öll mörkin hans á móti Besiktas komu í síðari hálfleiknum eftir að hann kom inn á sem varamaður á 56. mínútu en hann kom Wolves í 1-0 á móti Espanyol með marki á fimmtándu mínútu og innsiglaði svo sigurinn með tveimur síðustu mörkum liðsins í seinni hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af þrennum Jota í þessum tveimur leikjum. watch on YouTube watch on YouTube Diogo Jota hefur nú skorað 10 mörk í síðustu átta Evrópuleikjum sínum í Evrópudeild (5 leikir, 6 mörk) og Meistaradeild (3 leikir, 4 mörk). Jota hefur komið inn á sem varamaður í fjórum af þessum átta leikjum og þessi tíu Evrópumörk hans hafa því aðeins komið á 427 mínútum. Jota hefur því skorað á 43 mínútna fresti í síðustu átta Evrópuleikjum sínum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira