Fyrsta vísbending um að það sé að hægjast á faraldrinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 3. nóvember 2020 11:31 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær. Almannavarnir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir marktæka breytingu á þeim fjölda sem greindist með kórónuveiruna í gær miðað við fjöldann sem greindist fyrir helgi. 27 manns greindust innanlands með veiruna í gær og voru hátt í 2000 sýni tekin, líkt og á föstudag, þegar 48 manns greindust jákvæðir. „Þetta eru jákvæð merki klárlega, að við séum að byrja að sjá þetta síga niður. En við þurfum aðeins að bíða og sjá með næstu daga. Það voru tekin hátt í 2000 sýni sem er bara svipað og fyrir helgina þannig að þetta er alveg marktæk breyting sem er jákvætt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir aðgerðir nú miða að því að verja heilbrigðiskerfið. „Við erum að bæta í samhæfinguna og samvinnuna á milli stofnana um það og höldum því áfram næstu daga en við eigum nokkuð marga daga eftir enn þá áður en við erum komin fyrir vind varðandi heilbrigðiskerfið.“ Sjö og fjórtán daga meðaltöl sýna breytingu niður á við Aðspurður hvort að fjöldi smita í gær sé vísbending um að það sé að hægjast á faraldrinum segir Víðir: „Já, ég held að þetta sé fyrsta vísbending um að það sé að gerast. Við höfum alltaf varað við því að horfa á einstaka daga, við horfum alltaf á sjö og fjórtán daga meðaltal og þau bæði sýna breytingu niður á við sem er jákvætt.“ Eins og greint var frá í fréttum í gær er stór hluti íbúa Dalvíkur, eða um tíu prósent, í sóttkví vegna smita sem komu upp í bænum. Víðir segir smitrakningu hafa gengið vel og að ekki hafi greinst smit utan sóttkvíar í bænum í nokkra daga. Þegar líður að helginni fer fram skimun hjá stórum hluta þeirra sem eru í sóttkví. „Þannig að við sjáum eftir fjóra, fimm daga hvernig staðan raunverulega er þar þegar fólk fer að fara í skimun úr sóttkví,“ segir Víðir. Þá kveðst hann ekki vita til þess að fleiri smit hafi komið upp á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík en síðdegis í gær var greint frá því að einn heimilismaður þar hefði greinst með veiruna. Víðir segir að vel hafi gengið að ná utan um smitið og að farið hafi verið eftir öllum verkferlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir marktæka breytingu á þeim fjölda sem greindist með kórónuveiruna í gær miðað við fjöldann sem greindist fyrir helgi. 27 manns greindust innanlands með veiruna í gær og voru hátt í 2000 sýni tekin, líkt og á föstudag, þegar 48 manns greindust jákvæðir. „Þetta eru jákvæð merki klárlega, að við séum að byrja að sjá þetta síga niður. En við þurfum aðeins að bíða og sjá með næstu daga. Það voru tekin hátt í 2000 sýni sem er bara svipað og fyrir helgina þannig að þetta er alveg marktæk breyting sem er jákvætt,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir aðgerðir nú miða að því að verja heilbrigðiskerfið. „Við erum að bæta í samhæfinguna og samvinnuna á milli stofnana um það og höldum því áfram næstu daga en við eigum nokkuð marga daga eftir enn þá áður en við erum komin fyrir vind varðandi heilbrigðiskerfið.“ Sjö og fjórtán daga meðaltöl sýna breytingu niður á við Aðspurður hvort að fjöldi smita í gær sé vísbending um að það sé að hægjast á faraldrinum segir Víðir: „Já, ég held að þetta sé fyrsta vísbending um að það sé að gerast. Við höfum alltaf varað við því að horfa á einstaka daga, við horfum alltaf á sjö og fjórtán daga meðaltal og þau bæði sýna breytingu niður á við sem er jákvætt.“ Eins og greint var frá í fréttum í gær er stór hluti íbúa Dalvíkur, eða um tíu prósent, í sóttkví vegna smita sem komu upp í bænum. Víðir segir smitrakningu hafa gengið vel og að ekki hafi greinst smit utan sóttkvíar í bænum í nokkra daga. Þegar líður að helginni fer fram skimun hjá stórum hluta þeirra sem eru í sóttkví. „Þannig að við sjáum eftir fjóra, fimm daga hvernig staðan raunverulega er þar þegar fólk fer að fara í skimun úr sóttkví,“ segir Víðir. Þá kveðst hann ekki vita til þess að fleiri smit hafi komið upp á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík en síðdegis í gær var greint frá því að einn heimilismaður þar hefði greinst með veiruna. Víðir segir að vel hafi gengið að ná utan um smitið og að farið hafi verið eftir öllum verkferlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira