9 dagar í Ungverjaleik: Yrði jafnsögulegt fyrir Ungverja og fyrir Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2020 12:31 Hér munaði litlu í leik Íslands og Ungverjalands á Stade Velodrome leikvanginum í Marseille þegar þjóðirnar mættust þar á EM sumarið 2016. EPA/TIBOR ILLYES Í dag eru níu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu getur þar náð einstökum árangri í knattspyrnusögu þjóðarinnar með því að komast á þrjú stórmót í röð. Knattspyrnulið beggja þjóða geta reynda bæði náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar með sigri í Búdapest. Hvorug þjóðin hefur nefnilega átt lið á tveimur Evrópumótum karla í röð. Ísland og Ungverjaland voru bæði með á síðasta Evrópumóti sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016 og voru meira að segja saman í riðli. Þetta var fyrsta Evrópumót íslenska karlalandsliðsins en Ungverjar höfðu að sama skapi ekki komist í lokaúrslitin í 44 ár. Ísland getur því komist á sitt annað Evrópumót í röð sem karlalandslið Íslands hefur aldrei náð. Þetta yrði líka jafnsögulegur árangur fyrir Ungverja. Ungverjar hafa komist í þrjár lokakeppnir Evrópumótsins en aldrei á tvö Evrópumót í röð. Ungverska landsliðið komst á EM 1964, á EM 1972 og svo á EM 2016. Ungverska liðið varð í þriðja sætið á EM á Spáni 1964 og í fjórða sæti á EM í Belgíu 1972. Í báðum þessum lokakeppnum komust bara fjórar þjóðir í úrslitin um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska landsliðið getur einnig afrekað það að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það hefur ekkert íslensk knattspyrnulandslið náð fyrr því kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM. Ungverjar hafa einnig þurft að bíða í 54 ár eftir því að komast á þrjú stórmót í röð í knattspyrnunni en það gerðist síðast á árunum 1962 til 1966. Ungverjar urðu þá í fimmta sæti á HM í Síle 1962, í þriðja sæti á EM á Spáni 1964 og svo í sjötta sæti á HM í Englandi 1966. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Sjá meira
Í dag eru níu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu getur þar náð einstökum árangri í knattspyrnusögu þjóðarinnar með því að komast á þrjú stórmót í röð. Knattspyrnulið beggja þjóða geta reynda bæði náð sögulegum árangri í knattspyrnusögu sinnar þjóðar með sigri í Búdapest. Hvorug þjóðin hefur nefnilega átt lið á tveimur Evrópumótum karla í röð. Ísland og Ungverjaland voru bæði með á síðasta Evrópumóti sem fór fram í Frakklandi sumarið 2016 og voru meira að segja saman í riðli. Þetta var fyrsta Evrópumót íslenska karlalandsliðsins en Ungverjar höfðu að sama skapi ekki komist í lokaúrslitin í 44 ár. Ísland getur því komist á sitt annað Evrópumót í röð sem karlalandslið Íslands hefur aldrei náð. Þetta yrði líka jafnsögulegur árangur fyrir Ungverja. Ungverjar hafa komist í þrjár lokakeppnir Evrópumótsins en aldrei á tvö Evrópumót í röð. Ungverska landsliðið komst á EM 1964, á EM 1972 og svo á EM 2016. Ungverska liðið varð í þriðja sætið á EM á Spáni 1964 og í fjórða sæti á EM í Belgíu 1972. Í báðum þessum lokakeppnum komust bara fjórar þjóðir í úrslitin um Evrópumeistaratitilinn. Íslenska landsliðið getur einnig afrekað það að komast inn á þriðja stórmótið í röð. Það hefur ekkert íslensk knattspyrnulandslið náð fyrr því kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM. Ungverjar hafa einnig þurft að bíða í 54 ár eftir því að komast á þrjú stórmót í röð í knattspyrnunni en það gerðist síðast á árunum 1962 til 1966. Ungverjar urðu þá í fimmta sæti á HM í Síle 1962, í þriðja sæti á EM á Spáni 1964 og svo í sjötta sæti á HM í Englandi 1966. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Sjá meira