Óttast að fleiri séu látin eftir árásina Sylvía Hall skrifar 2. nóvember 2020 23:05 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir í Vínarborg þegar árásarmannanna var leitað. AP/Ronald Zak Skotárásir áttu sér stað á að minnsta kosti sex stöðum í Vínarborg í Austurríki í kvöld og er að minnsta kosti einn látinn. Lögregluyfirvöld í borginni óttast að fleiri séu látin eftir árásina, sem innanríkisráðherra landsins segir vera hryðjuverk. Fyrstu fregnir af árásinni bárust um klukkan 20 að íslenskum tíma í kvöld. Þá var greint frá skotárás við bænahús í borginni og talið mögulegt að árásin beindist að því. Síðar kom í ljós að árásir áttu sér stað á fleiri stöðum og hófst umfangsmikil lögregluaðgerð í borginni, sem stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Einn árásarmaður hefur verið felldur en annarra er enn leitað. ORF have issued the included map of the 6 incident locations this evening in #Vienna. pic.twitter.com/rbVEaTlRqP— Aurora Intel (@AuroraIntel) November 2, 2020 Þónokkrir hafa slasast og hafa vegfarendur verið fluttir á sjúkrahús, sumir hverjir alvarlega slasaðir. Á meðal hinna slösuðu er lögreglumaður. Fólk var beðið um að forðast almenningssamgöngur eftir fremsta megni og biðlaði lögregla til almennings að halda sig heima. Þeir sem voru utandyra voru beðnir um að leita skjóls og halda sig fjarri vettvangi ef mögulegt var. Talsmaður lögreglunnar sagði í sjónvarpsviðtali að enn væru þungvopnaðir árásarmenn á kreiki. Íslendingar óttaslegnir Íslendingar í borginni sögðu aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Öllum hefði verið ráðlagt að halda sig heima og alls ekki vera úti á götu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ sagði háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, sagðist í skriflegu svari til Vísis vera örugg. Hún og kærasti hennar heyrðu vel í lögregluaðgerðum þar sem mikið sírenuvæl væri í borginni. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð [Schwedenplatz] fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í þrjú ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætti hún við. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. Íslendingar í Vín eru hvattir til að nýta samfélagsmiðla til að láta vita af sér eða hafa samband við aðstandendur ef þeir eru öruggir. Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira
Skotárásir áttu sér stað á að minnsta kosti sex stöðum í Vínarborg í Austurríki í kvöld og er að minnsta kosti einn látinn. Lögregluyfirvöld í borginni óttast að fleiri séu látin eftir árásina, sem innanríkisráðherra landsins segir vera hryðjuverk. Fyrstu fregnir af árásinni bárust um klukkan 20 að íslenskum tíma í kvöld. Þá var greint frá skotárás við bænahús í borginni og talið mögulegt að árásin beindist að því. Síðar kom í ljós að árásir áttu sér stað á fleiri stöðum og hófst umfangsmikil lögregluaðgerð í borginni, sem stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Einn árásarmaður hefur verið felldur en annarra er enn leitað. ORF have issued the included map of the 6 incident locations this evening in #Vienna. pic.twitter.com/rbVEaTlRqP— Aurora Intel (@AuroraIntel) November 2, 2020 Þónokkrir hafa slasast og hafa vegfarendur verið fluttir á sjúkrahús, sumir hverjir alvarlega slasaðir. Á meðal hinna slösuðu er lögreglumaður. Fólk var beðið um að forðast almenningssamgöngur eftir fremsta megni og biðlaði lögregla til almennings að halda sig heima. Þeir sem voru utandyra voru beðnir um að leita skjóls og halda sig fjarri vettvangi ef mögulegt var. Talsmaður lögreglunnar sagði í sjónvarpsviðtali að enn væru þungvopnaðir árásarmenn á kreiki. Íslendingar óttaslegnir Íslendingar í borginni sögðu aðgerðir lögreglu greinilegar á svæðinu. Öllum hefði verið ráðlagt að halda sig heima og alls ekki vera úti á götu. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég er smá skelkuð. Ég heyri alveg í lögreglunni og öllu, þetta er svo nálægt mér,“ sagði háskólaneminn Jovana Pavlović í samtali við Vísi. Jovana stundar meistaranám við Háskólann í Vín. Marta Kristín Friðriksdóttir, sem einnig er búsett í Vín, sagðist í skriflegu svari til Vísis vera örugg. Hún og kærasti hennar heyrðu vel í lögregluaðgerðum þar sem mikið sírenuvæl væri í borginni. „Mér finnst líka ótrúlega skrítið að hugsa til þess að ég var sjálf á þessari lestarstöð [Schwedenplatz] fyrr í kvöld en var sem betur fer komin heim þegar árásin hófst. Ég hef búið í Vín í þrjú ár og alltaf upplifað mig mjög örugga og vona að borgin jafni sig fljótt á þessari árás,“ bætti hún við. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. Íslendingar í Vín eru hvattir til að nýta samfélagsmiðla til að láta vita af sér eða hafa samband við aðstandendur ef þeir eru öruggir.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira
Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07