Ekki útilokað að gripið verði fyrr til harðra aðgerða Sylvía Hall skrifar 2. nóvember 2020 18:38 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson segir ekki útilokað að gripið verði til harðra aðgerða strax ef smitum fer aftur að fjölga í kjölfar tilslakana. Þegar smitum fór fjölgandi snemma í haust hafi þau reynt að höfða til skynsemi fólks varðandi einstaklingsbundnar smitvarnir, en það dugði ekki til. „Það voru ekki nógu margir sem tóku þátt í því. Þó að næstum allir hafi gert það, þá voru það ekki nógu margir til þess að koma í veg fyrir þessi hópsmit og þessar aðstæður,“ sagði Víðir í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir núverandi bylgju hafa staðið yfir í langan tíma og nú hafi sá tímapunktur komið að nauðsynlegt var að grípa til ansi strangra samkomutakmarkana. Það sé ekki hægt að fullyrða hver staðan væri ef farið hefði verið í hörðustu aðgerðir strax í haust. „Það er erfitt að segja það, en ef við hefðum farið í svona harðar aðgerðir þá hefðum við vonast til þess að þær myndu skila hröðum árangri og við hefðum kannski keyrt þetta hraðar niður þá. Við tókum þá ákvörðun í júlí, þegar við stóðum frammi fyrir því að við sáum að eitthvað var að gerast og smitum var að fjölga, að beita eins vægum aðgerðum eins og hægt var og höfða til einstaklingsbundnu ábyrgðarinnar.“ Hann segir nauðsynlegt að fólk muni eftir einstaklingsbundnum smitvörnum þó svo að gripið verði til tilslakana í framhaldinu. Það verði að passa að árangrinum verði ekki stofnað í hættu. Ekki alveg búin að ná hápunktinum „ Það er tvennt sem við þurfum að horfa á, það er annars vegar það að smitin og fjöldinn og tölurnar í því sem við erum að horfa á en síðan er það hitt, að við sjáum þessa seinkun í þessu. Tíu dögum til tveimur vikum eftir að við sjáum smit koma þá er það orðið þyngra verkefni heilbrigðiskerfisins. Við erum að nálgast þann punkt myndi ég halda, að hámarki í álagi á heilbrigðiskerfið verði náð,“ segir Víðir varðandi þann stað sem við erum á í faraldrinum. Hann nefnir að nú séu sjúklngar komnir inn á sjúkrahúsið á Akureyri og álag á heilbrigðisstofnunum sé víða mikið. Hann segist vona að smitum færi fækkandi og heilbrigðiskerfið nái vopnum sínum á ný. „Vonandi er þetta á niðurleið, fór kannski hægar niður en við vildum en nú sjáum við hverju þessar aðgerðir skila. Hvort við förum ekki að sjá hraðann í því aukast svo þetta fari að ganga hratt niður, og á sama tíma að heilbrigðiskerfið nái vopnum sínum - að starfsfólk fái að koma úr sóttkví og starfsfólk sem hefur lent í einangrun fái að útskrifast.“ Hann segir allt kapp lagt á það að standa vörð um heilbrigðiskerfið og tryggja að álagið verði því ekki ofviða. „Það sem við höfum óttast mest í þessu er það að staðan í heilbrigðiskerfinu verði þannig að við ráðum ekki við hana. Það er staður sem engin þjóð vill vera á en margar eru, því miður.“ Hópsýking á Landakoti leiddi til fleiri innlagna á spítalann. Víðir segir nauðsynlegt að tryggja að álagið á heilbrigðiskerfið verði ekki of mikið. Vísir/Vilhelm Of mörg dæmi um óafsakanlega hegðun viðskiptavina Það vakti athygli á upplýsingafundi dagsins að Víðir var nokkuð ósáttur við framkomu sumra í verslunum um liðna helgi. Lögreglu hafi borist ábendingar um dónalega framkomu og jafnvel hafi sumir gengið svo langt að öskra á starfsfólk og ýta við því. „Ef maður hefði fengið eina eða tvær ábendingar hefði maður kannski ekkert verið að taka þetta upp, en við erum búin að fá talsvert margar ábendingar um þetta, bæði frá eigendum og rekstraraðilum og síðan líka frá starfsfólki sem hefur verið miður sín og látið okkur vita,“ segir Víðir og spyr: „ Finnst ykkur þetta ekki stórundarlegt? Ég skil þetta ekki.“ Hann segist skilja það að langflestir séu orðnir þreyttir á aðgerðum og vilji fá sitt „gamla líf“ aftur. Fólk verði þó að vera þolinmótt og sýna hvort öðru virðingu. „ Þetta er náttúrulega eitthvað sem við viljum ekkert hafa í okkar samfélagi. Þetta er bara stundarreiði sem hefur brotist út hjá ótrúlega mörgum virðist vera, auðvitað algjörum minnihluta en nógu mörgum til þess að mér fannst ástæða til þess að fjalla um þetta. Þetta er líka svona áminning fyrir okkur öll að við erum öll í sama liðinu og öll í sama bátnum, við megum ekki láta pirringinn bitna hvort á öðru,“ segir Víðir. „ Við þurfum að tala saman og vera það samfélag sem við viljum vera í öll, þá er svona lagað ekki það sem þarf að vera.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skýra þarf reglur um fjölda í verslunum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina. 1. nóvember 2020 18:47 „Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum“ Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu. 1. nóvember 2020 17:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Víðir Reynisson segir ekki útilokað að gripið verði til harðra aðgerða strax ef smitum fer aftur að fjölga í kjölfar tilslakana. Þegar smitum fór fjölgandi snemma í haust hafi þau reynt að höfða til skynsemi fólks varðandi einstaklingsbundnar smitvarnir, en það dugði ekki til. „Það voru ekki nógu margir sem tóku þátt í því. Þó að næstum allir hafi gert það, þá voru það ekki nógu margir til þess að koma í veg fyrir þessi hópsmit og þessar aðstæður,“ sagði Víðir í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir núverandi bylgju hafa staðið yfir í langan tíma og nú hafi sá tímapunktur komið að nauðsynlegt var að grípa til ansi strangra samkomutakmarkana. Það sé ekki hægt að fullyrða hver staðan væri ef farið hefði verið í hörðustu aðgerðir strax í haust. „Það er erfitt að segja það, en ef við hefðum farið í svona harðar aðgerðir þá hefðum við vonast til þess að þær myndu skila hröðum árangri og við hefðum kannski keyrt þetta hraðar niður þá. Við tókum þá ákvörðun í júlí, þegar við stóðum frammi fyrir því að við sáum að eitthvað var að gerast og smitum var að fjölga, að beita eins vægum aðgerðum eins og hægt var og höfða til einstaklingsbundnu ábyrgðarinnar.“ Hann segir nauðsynlegt að fólk muni eftir einstaklingsbundnum smitvörnum þó svo að gripið verði til tilslakana í framhaldinu. Það verði að passa að árangrinum verði ekki stofnað í hættu. Ekki alveg búin að ná hápunktinum „ Það er tvennt sem við þurfum að horfa á, það er annars vegar það að smitin og fjöldinn og tölurnar í því sem við erum að horfa á en síðan er það hitt, að við sjáum þessa seinkun í þessu. Tíu dögum til tveimur vikum eftir að við sjáum smit koma þá er það orðið þyngra verkefni heilbrigðiskerfisins. Við erum að nálgast þann punkt myndi ég halda, að hámarki í álagi á heilbrigðiskerfið verði náð,“ segir Víðir varðandi þann stað sem við erum á í faraldrinum. Hann nefnir að nú séu sjúklngar komnir inn á sjúkrahúsið á Akureyri og álag á heilbrigðisstofnunum sé víða mikið. Hann segist vona að smitum færi fækkandi og heilbrigðiskerfið nái vopnum sínum á ný. „Vonandi er þetta á niðurleið, fór kannski hægar niður en við vildum en nú sjáum við hverju þessar aðgerðir skila. Hvort við förum ekki að sjá hraðann í því aukast svo þetta fari að ganga hratt niður, og á sama tíma að heilbrigðiskerfið nái vopnum sínum - að starfsfólk fái að koma úr sóttkví og starfsfólk sem hefur lent í einangrun fái að útskrifast.“ Hann segir allt kapp lagt á það að standa vörð um heilbrigðiskerfið og tryggja að álagið verði því ekki ofviða. „Það sem við höfum óttast mest í þessu er það að staðan í heilbrigðiskerfinu verði þannig að við ráðum ekki við hana. Það er staður sem engin þjóð vill vera á en margar eru, því miður.“ Hópsýking á Landakoti leiddi til fleiri innlagna á spítalann. Víðir segir nauðsynlegt að tryggja að álagið á heilbrigðiskerfið verði ekki of mikið. Vísir/Vilhelm Of mörg dæmi um óafsakanlega hegðun viðskiptavina Það vakti athygli á upplýsingafundi dagsins að Víðir var nokkuð ósáttur við framkomu sumra í verslunum um liðna helgi. Lögreglu hafi borist ábendingar um dónalega framkomu og jafnvel hafi sumir gengið svo langt að öskra á starfsfólk og ýta við því. „Ef maður hefði fengið eina eða tvær ábendingar hefði maður kannski ekkert verið að taka þetta upp, en við erum búin að fá talsvert margar ábendingar um þetta, bæði frá eigendum og rekstraraðilum og síðan líka frá starfsfólki sem hefur verið miður sín og látið okkur vita,“ segir Víðir og spyr: „ Finnst ykkur þetta ekki stórundarlegt? Ég skil þetta ekki.“ Hann segist skilja það að langflestir séu orðnir þreyttir á aðgerðum og vilji fá sitt „gamla líf“ aftur. Fólk verði þó að vera þolinmótt og sýna hvort öðru virðingu. „ Þetta er náttúrulega eitthvað sem við viljum ekkert hafa í okkar samfélagi. Þetta er bara stundarreiði sem hefur brotist út hjá ótrúlega mörgum virðist vera, auðvitað algjörum minnihluta en nógu mörgum til þess að mér fannst ástæða til þess að fjalla um þetta. Þetta er líka svona áminning fyrir okkur öll að við erum öll í sama liðinu og öll í sama bátnum, við megum ekki láta pirringinn bitna hvort á öðru,“ segir Víðir. „ Við þurfum að tala saman og vera það samfélag sem við viljum vera í öll, þá er svona lagað ekki það sem þarf að vera.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skýra þarf reglur um fjölda í verslunum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina. 1. nóvember 2020 18:47 „Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum“ Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu. 1. nóvember 2020 17:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Skýra þarf reglur um fjölda í verslunum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn ríkislögreglustjóra, hefur sent skilaboð til yfirmanna í lögreglunni að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina. 1. nóvember 2020 18:47
„Þetta er ekki tíminn til að leita að undanþágum“ Víðir Reynisson segir að túlka skuli undanþáguheimildir þröngt og gefa sem fæstar undanþágur frá þeim sóttvarnareglum sem tóku gildi fyrir helgi. Hann segist ekki viss um að allir átti sig á því hve mikið álag er á heilbrigðiskerfinu. 1. nóvember 2020 17:01