Víðir harðorður vegna framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana: „Þetta er svo mikið kjaftæði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2020 11:36 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi fyrr í haust. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, var harðorður á upplýsingafundi dagsins þegar hann ræddi grímuskyldu í verslunum og framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana sem reyni að leiðbeina viðskiptavinum vegna þeirrar skyldu. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar er viðskiptavinum skylt að vera með grímu inni í verslunum. Víðir sagði einstaklinginn auðvitað bera ábyrgð á því að vera með grímu í samræmi við grímuskylduna. „Það er ótrúlegt að heyra dæmi frá starfsfólki verslana um ókurteisi, hótanir og nánast ofbeldi frá viðskiptavinum þegar starfsmenn, sem oft er ungt fólk, er við dyrnar og er að leiðbeina fólki. Þetta er alveg ótrúlegt. Við erum að reyna að vinna þetta saman og þetta er svo mikið kjaftæði að ég trúi bara ekki að við séum að takast á við þetta núna,“ sagði Víðir. Faraldurinn ekki í veldisvexti Upplýsingafundurinn byrjaði venju samkvæmt á því að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fór yfir tölur dagsins og stöðuna almennt í faraldrinum. Um helgina greindust samtals fimmtíu smit innanlands, 24 á laugardag og 26 í gær, sunnudag. Það eru töluvert færri en greindust á hverjum virkum degi liðinnar viku og sagði Þórólfur að taka þyrfti tölum helgarinnar af ákveðinni varúð þar sem mun færri sýni væru tekin um helgar. Þórólfur sagði kúrfu samfélagssmita heldur á leiðinni niður en næstu dagar myndu skera betur úr um hver þróunin væri í þeim efnum. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi þess að standa saman í þeim hertu sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um helgina. Tilgangurinn með reglunum væri að ná faraldrinum niður eins fljótt og mögulegt væri og ef það tækist yrði hægt að slaka á takmörkunum eftir tvær vikur. Það væri þó mikilvægt að fara sér hægt í slíkum tilslökunum. Þórólfur sagði að við værum ekki að missa faraldurinn í veldisvöxt eins og sæist í mörgum löndum í kringum okkur. Hann sagðist ekki vilja sjá slíkt gerast hér og því væri mikilvægt að standa saman næstu vikurnar. Vonandi yrði þá til dæmis hægt að halda aðventuna og jólin með minni takmörkunum en nú væru í gildi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, var harðorður á upplýsingafundi dagsins þegar hann ræddi grímuskyldu í verslunum og framkomu viðskiptavina við starfsfólk verslana sem reyni að leiðbeina viðskiptavinum vegna þeirrar skyldu. Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra vegna aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar er viðskiptavinum skylt að vera með grímu inni í verslunum. Víðir sagði einstaklinginn auðvitað bera ábyrgð á því að vera með grímu í samræmi við grímuskylduna. „Það er ótrúlegt að heyra dæmi frá starfsfólki verslana um ókurteisi, hótanir og nánast ofbeldi frá viðskiptavinum þegar starfsmenn, sem oft er ungt fólk, er við dyrnar og er að leiðbeina fólki. Þetta er alveg ótrúlegt. Við erum að reyna að vinna þetta saman og þetta er svo mikið kjaftæði að ég trúi bara ekki að við séum að takast á við þetta núna,“ sagði Víðir. Faraldurinn ekki í veldisvexti Upplýsingafundurinn byrjaði venju samkvæmt á því að Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fór yfir tölur dagsins og stöðuna almennt í faraldrinum. Um helgina greindust samtals fimmtíu smit innanlands, 24 á laugardag og 26 í gær, sunnudag. Það eru töluvert færri en greindust á hverjum virkum degi liðinnar viku og sagði Þórólfur að taka þyrfti tölum helgarinnar af ákveðinni varúð þar sem mun færri sýni væru tekin um helgar. Þórólfur sagði kúrfu samfélagssmita heldur á leiðinni niður en næstu dagar myndu skera betur úr um hver þróunin væri í þeim efnum. Þá lagði hann áherslu á mikilvægi þess að standa saman í þeim hertu sóttvarnaaðgerðum sem tóku gildi um helgina. Tilgangurinn með reglunum væri að ná faraldrinum niður eins fljótt og mögulegt væri og ef það tækist yrði hægt að slaka á takmörkunum eftir tvær vikur. Það væri þó mikilvægt að fara sér hægt í slíkum tilslökunum. Þórólfur sagði að við værum ekki að missa faraldurinn í veldisvöxt eins og sæist í mörgum löndum í kringum okkur. Hann sagðist ekki vilja sjá slíkt gerast hér og því væri mikilvægt að standa saman næstu vikurnar. Vonandi yrði þá til dæmis hægt að halda aðventuna og jólin með minni takmörkunum en nú væru í gildi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Verslun Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira