10 dagar í Ungverjaleik: Höfum aldrei unnið Ungverja án Guðna formanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2020 12:31 Guðni Bergsson sem formaður KSÍ og svo sem fyrirliði íslenska landsliðsins fyrir sigurleik á móti Ungverjum. Samsett mynd Í dag eru tíu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir ætlar næstu daga að telja niður í þennan mikilvæga leik með fróðleiksmolum eða upprifjunum um viðureignir Íslendinga og Ungverja inn á knattspyrnuvellinum. Ungverjaland og Ísland hafa mæst ellefu sinnum hjá A-landsliði karla og íslenska landsliðið hefur aðeins unnið þrjá af þessum leikjunum. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur spilað alla þessa þrjá sigurleiki íslenska landsliðsins á Ungverjum og er einn af fimm landsliðsmönnum sem unnu Ungverja þrisvar sinnum á árunum 1992 til 1995. Íslenska liðið vann 2-1 sigur í Búdapest í undankeppni HM í júní 1992, 2-0 sigur á Laugardalsvelli í sömu keppni ári síðar og loks 2-1 á Laugardalsvellinum í undankeppni EM í júnímánuði 1995. Fyrirsögnin í Tímanum eftir sigurleik á Ungverjum í júní 1993.Skjámynd/Úrklippa úr Tímanum 17. júní 1993 Hinir sem tóku þátt í öllum þessum þremur sigurleikjum voru þeir Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson. Arnar Grétarsson kom inn á sem varamaður í einum leikjanna en annars voru þeir allir fimm alltaf í byrjunarliðinu. Guðni Bergsson lék við hlið Kristjáns Jónssonar í miðri vörn íslenska liðsins í öllum þremur leikjunum en Kristján spilaði lykilhlutverk í Framliðinu á þessum tíma. Ólafur Þórðarson, Eyjólfur Sverrisson og Arnór Guðjohnsen voru fastamenn í landsliðinu á þessu árum en misstu allir af 1992 leiknum vegna meiðsla en mikil forföll voru í íslenska liðinu í leiknum. Guðni var leikmaður Tottenham í fyrstu tveimur sigurleikjunum en var orðinn leikmaður Bolton í þeim síðasta. Guðni var ekki með fyrirliðabandið í fyrsta sigurleiknum en þá var Sigurður Grétarsson fyrirliði íslenska liðsins. Guðni var aftur á móti fyrirliði íslenska liðsins í sigurleikjunum á Laugardalsvellinum 3. júní 1993 og 11. júní 1995. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Í dag eru tíu dagar í úrslitastund hjá strákunum okkar í karlalandsliðinu í fótbolta en 12. nóvember næstkomandi kemur í ljós hvort það verður Ungverjaland eða Ísland sem spilar í lokakeppni Evrópumótsins í sumar. Vísir ætlar næstu daga að telja niður í þennan mikilvæga leik með fróðleiksmolum eða upprifjunum um viðureignir Íslendinga og Ungverja inn á knattspyrnuvellinum. Ungverjaland og Ísland hafa mæst ellefu sinnum hjá A-landsliði karla og íslenska landsliðið hefur aðeins unnið þrjá af þessum leikjunum. Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands hefur spilað alla þessa þrjá sigurleiki íslenska landsliðsins á Ungverjum og er einn af fimm landsliðsmönnum sem unnu Ungverja þrisvar sinnum á árunum 1992 til 1995. Íslenska liðið vann 2-1 sigur í Búdapest í undankeppni HM í júní 1992, 2-0 sigur á Laugardalsvelli í sömu keppni ári síðar og loks 2-1 á Laugardalsvellinum í undankeppni EM í júnímánuði 1995. Fyrirsögnin í Tímanum eftir sigurleik á Ungverjum í júní 1993.Skjámynd/Úrklippa úr Tímanum 17. júní 1993 Hinir sem tóku þátt í öllum þessum þremur sigurleikjum voru þeir Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Rúnar Kristinsson og Arnar Grétarsson. Arnar Grétarsson kom inn á sem varamaður í einum leikjanna en annars voru þeir allir fimm alltaf í byrjunarliðinu. Guðni Bergsson lék við hlið Kristjáns Jónssonar í miðri vörn íslenska liðsins í öllum þremur leikjunum en Kristján spilaði lykilhlutverk í Framliðinu á þessum tíma. Ólafur Þórðarson, Eyjólfur Sverrisson og Arnór Guðjohnsen voru fastamenn í landsliðinu á þessu árum en misstu allir af 1992 leiknum vegna meiðsla en mikil forföll voru í íslenska liðinu í leiknum. Guðni var leikmaður Tottenham í fyrstu tveimur sigurleikjunum en var orðinn leikmaður Bolton í þeim síðasta. Guðni var ekki með fyrirliðabandið í fyrsta sigurleiknum en þá var Sigurður Grétarsson fyrirliði íslenska liðsins. Guðni var aftur á móti fyrirliði íslenska liðsins í sigurleikjunum á Laugardalsvellinum 3. júní 1993 og 11. júní 1995. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira