Fjölbreytni skiptir máli Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 2. nóvember 2020 11:30 Aukin fjölbreytileiki hefur styrkt atvinnulífið. Samhliða jafnari stöðu kynja hefur fjölskrúðugt mannlíf dafnað á vinnustöðum. Þeim árangri ber að þakka þrotlausri baráttu og framsýnu fólki sem skynjaði kall tímans. Frelsun hinsegin fólks hefur stuðlað að heill og hamingju fjölda fólks sem áður læddust með veggjum. Þannig leystust úr læðingi kraftar og hæfileikar sem fela í sér mikil verðmæti. Frjáls för hefur stuðlað að auknum búferlaflutningum milli landa og samsetning landsmanna hefur breyst til frambúðar. Nýir Íslendingar auðga mannlífið, bæta eigin lífskjör og efla um leið hag okkar allra. Sofnum ekki á verðinum Í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt samfélag framarlega á flesta kvarða sem mæla jafnrétti kynja, mannréttindi og jákvæð viðhorf til innflytjenda. Því fögnum við, þótt ávallt megi gera betur. Óvarlegt er að líta á framfarir liðins tíma sem sjálfsagðan hlut. Standa þarf vörð um frjálslynt og umburðarlynt samfélag. Dæmi um varhugaverða þróun og afturför í jafnréttis- og mannréttindamálum má víða finna í nálægum löndum. Vaxandi lýðhyggja í sumum vestrænum löndum eru holl áminning til okkar að hlúa vel að þessum málum. Höldum áfram Viðfangsefnin nú eru ærin og hætt við að skammtímasjónarmið yfirgnæfi annað. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir plágu og meðfylgjandi kreppu. Í slíku ástandi má ekki missa sjónar á stóru myndinni. Rannsóknir sýna að aukinn fjölbreytileiki, eins og við höfum upplifað á skömmum tíma, stækkar grunn atvinnulífsins með því að sameina fólk með ólíka þekkingu, reynslu og hæfni. Við lærum hvert af öðru og treystum fleiri stoðir. Það styrkir atvinnulífið og eykur samkeppnishæfni. Saman vinnum við, fjölbreyttur og samhentur hópur, bug á erfiðleikunum. Í nóvember munu SA beina sjónum sínum sérstaklega að kynjajafnrétti og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi, til langrar framtíðar. Stefnt er að er stofnun Ungmennaráðs. Þar verður kallað eftir röddum ungs fólks í málefnastarfinu. Umræða um sveigjanleg starfslok verður sett á dagskrá, ekki síst með það í huga að dýrmæt þekking eldri starfsmanna nýtist atvinnulífinu til framdráttar. Atvinnulífið vill finna verkefni fyrir alla. Um þessar mundir er sérstaklega litið til tækifæra fyrir fólk með skerta starfsgetu og fólks sem hefur lokið námi á starfsbraut framhaldsskóla og vilja takast á við verkefni á vinnumarkaði. Hvatningaverðlaun jafnréttismála eru grein á þessum meiði og verða veitt síðar í mánuðinum. Þau eru til þess fallin að hampa fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar og verðskulda athygli fyrir árangursríkt jafnréttisstarf. Verkefnið framundan er að kalla til fólk með mismunandi bakgrunn og af ólíkum kynjum til starfa í íslensku atvinnulífi. Við viljum fá að heyra fjölbreytt, uppbyggileg sjónarmið og efla gagnrýna hugsun. Þannig aukum við verðmæti, velmegun og vellíðan í samfélaginu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Jafnréttismál Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Aukin fjölbreytileiki hefur styrkt atvinnulífið. Samhliða jafnari stöðu kynja hefur fjölskrúðugt mannlíf dafnað á vinnustöðum. Þeim árangri ber að þakka þrotlausri baráttu og framsýnu fólki sem skynjaði kall tímans. Frelsun hinsegin fólks hefur stuðlað að heill og hamingju fjölda fólks sem áður læddust með veggjum. Þannig leystust úr læðingi kraftar og hæfileikar sem fela í sér mikil verðmæti. Frjáls för hefur stuðlað að auknum búferlaflutningum milli landa og samsetning landsmanna hefur breyst til frambúðar. Nýir Íslendingar auðga mannlífið, bæta eigin lífskjör og efla um leið hag okkar allra. Sofnum ekki á verðinum Í alþjóðlegum samanburði stendur íslenskt samfélag framarlega á flesta kvarða sem mæla jafnrétti kynja, mannréttindi og jákvæð viðhorf til innflytjenda. Því fögnum við, þótt ávallt megi gera betur. Óvarlegt er að líta á framfarir liðins tíma sem sjálfsagðan hlut. Standa þarf vörð um frjálslynt og umburðarlynt samfélag. Dæmi um varhugaverða þróun og afturför í jafnréttis- og mannréttindamálum má víða finna í nálægum löndum. Vaxandi lýðhyggja í sumum vestrænum löndum eru holl áminning til okkar að hlúa vel að þessum málum. Höldum áfram Viðfangsefnin nú eru ærin og hætt við að skammtímasjónarmið yfirgnæfi annað. Heimsbyggðin stendur frammi fyrir plágu og meðfylgjandi kreppu. Í slíku ástandi má ekki missa sjónar á stóru myndinni. Rannsóknir sýna að aukinn fjölbreytileiki, eins og við höfum upplifað á skömmum tíma, stækkar grunn atvinnulífsins með því að sameina fólk með ólíka þekkingu, reynslu og hæfni. Við lærum hvert af öðru og treystum fleiri stoðir. Það styrkir atvinnulífið og eykur samkeppnishæfni. Saman vinnum við, fjölbreyttur og samhentur hópur, bug á erfiðleikunum. Í nóvember munu SA beina sjónum sínum sérstaklega að kynjajafnrétti og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi, til langrar framtíðar. Stefnt er að er stofnun Ungmennaráðs. Þar verður kallað eftir röddum ungs fólks í málefnastarfinu. Umræða um sveigjanleg starfslok verður sett á dagskrá, ekki síst með það í huga að dýrmæt þekking eldri starfsmanna nýtist atvinnulífinu til framdráttar. Atvinnulífið vill finna verkefni fyrir alla. Um þessar mundir er sérstaklega litið til tækifæra fyrir fólk með skerta starfsgetu og fólks sem hefur lokið námi á starfsbraut framhaldsskóla og vilja takast á við verkefni á vinnumarkaði. Hvatningaverðlaun jafnréttismála eru grein á þessum meiði og verða veitt síðar í mánuðinum. Þau eru til þess fallin að hampa fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar og verðskulda athygli fyrir árangursríkt jafnréttisstarf. Verkefnið framundan er að kalla til fólk með mismunandi bakgrunn og af ólíkum kynjum til starfa í íslensku atvinnulífi. Við viljum fá að heyra fjölbreytt, uppbyggileg sjónarmið og efla gagnrýna hugsun. Þannig aukum við verðmæti, velmegun og vellíðan í samfélaginu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun