Hundruð þúsunda mótmæltu skerðingu á rétti til þungunarrofs Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 23:46 Mótmælin eru ein þau stærstu í sögu Póllands. Getty/Omar Marques Hundruð þúsunda komu saman í miðborg Varsjá í Póllandi í gærkvöldi til þess að mótmæla skerðingu á rétti til þungunarrofs þar í landi. Þungunarrof verður bannað í nær öllum tilfellum í landinu eftir nýjan dóm stjórnlagadómstóls landsins. Þungunarrof verður þannig aðeins heimilt þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu eftir að stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. Frá mótmælunum í gærkvöldi.Getty/Aleksander Kalka Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa þróun í landinu, sem og leiðtogar annarra þjóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála í landinu þar sem þetta væru grundvallarréttindi sem lengi hafði verið barist fyrir. Skömmu fyrir mótmælin í gær tilkynnti Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann myndi bjóða fram „lagalega lausn“ á þessum átökum með því að setja löggjöf þar sem þungunarrof væri heimilt þegar um lífshættulegan fæðingargalla fósturs væri að ræða. Yfirlýsing Duda bar ekki árangur og héldu mótmælin áfram líkt og skipuleggjendur stefndu að. Fimm manna samkomubann er í gildi í landinu vegna fjölgunar smita þar í landi, en margir mótmælendur báru grímur. Fimm manna samkomubann stöðvaði ekki grímuklædda mótmælendur.Getty/Aleksander Kalka Ungar konur hafa verið framarlega í mótmælunum og margar hverjar mótmælt í marga daga, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Hundruð þúsunda komu saman í miðborg Varsjá í Póllandi í gærkvöldi til þess að mótmæla skerðingu á rétti til þungunarrofs þar í landi. Þungunarrof verður bannað í nær öllum tilfellum í landinu eftir nýjan dóm stjórnlagadómstóls landsins. Þungunarrof verður þannig aðeins heimilt þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu eftir að stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. Frá mótmælunum í gærkvöldi.Getty/Aleksander Kalka Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa þróun í landinu, sem og leiðtogar annarra þjóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála í landinu þar sem þetta væru grundvallarréttindi sem lengi hafði verið barist fyrir. Skömmu fyrir mótmælin í gær tilkynnti Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann myndi bjóða fram „lagalega lausn“ á þessum átökum með því að setja löggjöf þar sem þungunarrof væri heimilt þegar um lífshættulegan fæðingargalla fósturs væri að ræða. Yfirlýsing Duda bar ekki árangur og héldu mótmælin áfram líkt og skipuleggjendur stefndu að. Fimm manna samkomubann er í gildi í landinu vegna fjölgunar smita þar í landi, en margir mótmælendur báru grímur. Fimm manna samkomubann stöðvaði ekki grímuklædda mótmælendur.Getty/Aleksander Kalka Ungar konur hafa verið framarlega í mótmælunum og margar hverjar mótmælt í marga daga, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58
Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59
Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59