Hundruð þúsunda mótmæltu skerðingu á rétti til þungunarrofs Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 23:46 Mótmælin eru ein þau stærstu í sögu Póllands. Getty/Omar Marques Hundruð þúsunda komu saman í miðborg Varsjá í Póllandi í gærkvöldi til þess að mótmæla skerðingu á rétti til þungunarrofs þar í landi. Þungunarrof verður bannað í nær öllum tilfellum í landinu eftir nýjan dóm stjórnlagadómstóls landsins. Þungunarrof verður þannig aðeins heimilt þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu eftir að stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. Frá mótmælunum í gærkvöldi.Getty/Aleksander Kalka Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa þróun í landinu, sem og leiðtogar annarra þjóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála í landinu þar sem þetta væru grundvallarréttindi sem lengi hafði verið barist fyrir. Skömmu fyrir mótmælin í gær tilkynnti Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann myndi bjóða fram „lagalega lausn“ á þessum átökum með því að setja löggjöf þar sem þungunarrof væri heimilt þegar um lífshættulegan fæðingargalla fósturs væri að ræða. Yfirlýsing Duda bar ekki árangur og héldu mótmælin áfram líkt og skipuleggjendur stefndu að. Fimm manna samkomubann er í gildi í landinu vegna fjölgunar smita þar í landi, en margir mótmælendur báru grímur. Fimm manna samkomubann stöðvaði ekki grímuklædda mótmælendur.Getty/Aleksander Kalka Ungar konur hafa verið framarlega í mótmælunum og margar hverjar mótmælt í marga daga, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið. Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Hundruð þúsunda komu saman í miðborg Varsjá í Póllandi í gærkvöldi til þess að mótmæla skerðingu á rétti til þungunarrofs þar í landi. Þungunarrof verður bannað í nær öllum tilfellum í landinu eftir nýjan dóm stjórnlagadómstóls landsins. Þungunarrof verður þannig aðeins heimilt þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu eftir að stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá. Frá mótmælunum í gærkvöldi.Getty/Aleksander Kalka Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa þróun í landinu, sem og leiðtogar annarra þjóða. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verulegar áhyggjur af stöðu mála í landinu þar sem þetta væru grundvallarréttindi sem lengi hafði verið barist fyrir. Skömmu fyrir mótmælin í gær tilkynnti Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann myndi bjóða fram „lagalega lausn“ á þessum átökum með því að setja löggjöf þar sem þungunarrof væri heimilt þegar um lífshættulegan fæðingargalla fósturs væri að ræða. Yfirlýsing Duda bar ekki árangur og héldu mótmælin áfram líkt og skipuleggjendur stefndu að. Fimm manna samkomubann er í gildi í landinu vegna fjölgunar smita þar í landi, en margir mótmælendur báru grímur. Fimm manna samkomubann stöðvaði ekki grímuklædda mótmælendur.Getty/Aleksander Kalka Ungar konur hafa verið framarlega í mótmælunum og margar hverjar mótmælt í marga daga, að því er fram kemur í frétt Guardian um málið.
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58 Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59 Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Mótmæltu lögum um þungunarrof í Þórunnartúni Nokkur hundruð manns komu saman við sendiráð Póllands í Þórunnartúni í gærkvöldi og mótmæltu nýjum þungunarrofslögum í Póllandi. 27. október 2020 11:58
Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. 22. október 2020 15:59
Mótmælendur trufluðu messuhald í Póllandi Mótmælendur í Póllandi hafa í dag haldið inn í kirkjur til þess að trufla messuhöld. Mótmælendur hafa síðastliðna viku mótmælt nýjum þungunarrofslögum í Póllandi, sem banna þungunarrof nær alveg. 25. október 2020 22:59