„Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2020 12:33 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. Hann vill þó að stjórnvöld leggi meiri áherslu á að hvetja til eftirspurnar fremur en að einblína aðeins á að tryggja framboð þegar yfir líkur. Þá sé nauðsynlegt að útvíkka úrræði um lokunarstyrki. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal annars er stefnt að því að útvíkka úrræði um tekjufallsstyrki og þá verða kynntir til sögunnar svokallaðir viðspyrnustyrkir. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar þessum áformum. „Okkur lýst vel á það að ríkisstjórnin skuli bregðast við. Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni og sú sviðsmynd var uppi í vor að ástandið myndi ganga yfir á nokkrum vikum eða mánuðum og það hefur því miður ekki gengið eftir. Þannig að þetta dregst á langinn og þá er mjög jákvætt að ríkisstjórnin skuli viðurkenna þá stöðu og bregðast við á þennan hátt,“ segir Sigurður. Með útvíkkun tekjufallsstyrkja er gert ráð fyrir að rekstraraðili geti að hámarki fengið sautján og hálfa milljón í styrk. „Þetta hjálpar auðvitað verulega til en þetta kannski dugar skammt til þess að mæta því áfalli sem að þessi fyrirtæki verða fyrir,“ segir Sigurður. Hann fagni því engu að síður að víkka eigi út úrræðið um tekjufallsstyrki. „Ég vona svo sannarlega að það sama verði gert við lokunarstyrkina vegna þess að þeir voru of þröngt skilgreindir þannig að of fáir hafa getað nýtt sér þá. Það er að segja fyrirtæki eða starfsemi sem að hefur þurft að loka vegna þess að til dæmis allir aðrir í kringum þá, sem sagt viðskiptavinir, hafa þurft að loka, þeir hafa ekki fallið þarna undir,“ segir Sigurður. Stjórnvöld hvetji til eftirspurnar þar sem framboð er nægt Viðspyrnustyrkirnir séu einnig jákvæð nýung. Úrræðið miði að því að halda uppi framboði, þannig að framboð verði til staðar þegar að eftirspurnin tekur við sér á ný. Hann sjái þó einnig tækifæri í því að hvetja til eftirspurnar. „Við viljum ekki síður leggja áherslu á hina hliðina sem er sú að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboð er nægt. Þar er ég til dæmis að vísa í verkefni sem að okkur finnst vel heppnuð eins og allir vinna sem er endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu iðnaðarmanna, og eins markaðsátakið láttu það ganga, sem að stuðlar að vitundarvakningu um þá keðjuverkun sem fer af stað þegar við skiptum við hvert annað. Svoleiðis að á þessu eru tvær hliðar og ég held að það séu tækifæri hjá stjórnvöldum að horfa meira á þessa seinni hlið, sem sagt að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboðið er nægt,“ segir Sigurður. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar áformum stjórnvalda um frekari efnahagsaðgerðir. Hann vill þó að stjórnvöld leggi meiri áherslu á að hvetja til eftirspurnar fremur en að einblína aðeins á að tryggja framboð þegar yfir líkur. Þá sé nauðsynlegt að útvíkka úrræði um lokunarstyrki. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að grípa til frekari efnahagsaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal annars er stefnt að því að útvíkka úrræði um tekjufallsstyrki og þá verða kynntir til sögunnar svokallaðir viðspyrnustyrkir. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins fagnar þessum áformum. „Okkur lýst vel á það að ríkisstjórnin skuli bregðast við. Þetta eru ákveðin varnarviðbrögð við stöðunni og sú sviðsmynd var uppi í vor að ástandið myndi ganga yfir á nokkrum vikum eða mánuðum og það hefur því miður ekki gengið eftir. Þannig að þetta dregst á langinn og þá er mjög jákvætt að ríkisstjórnin skuli viðurkenna þá stöðu og bregðast við á þennan hátt,“ segir Sigurður. Með útvíkkun tekjufallsstyrkja er gert ráð fyrir að rekstraraðili geti að hámarki fengið sautján og hálfa milljón í styrk. „Þetta hjálpar auðvitað verulega til en þetta kannski dugar skammt til þess að mæta því áfalli sem að þessi fyrirtæki verða fyrir,“ segir Sigurður. Hann fagni því engu að síður að víkka eigi út úrræðið um tekjufallsstyrki. „Ég vona svo sannarlega að það sama verði gert við lokunarstyrkina vegna þess að þeir voru of þröngt skilgreindir þannig að of fáir hafa getað nýtt sér þá. Það er að segja fyrirtæki eða starfsemi sem að hefur þurft að loka vegna þess að til dæmis allir aðrir í kringum þá, sem sagt viðskiptavinir, hafa þurft að loka, þeir hafa ekki fallið þarna undir,“ segir Sigurður. Stjórnvöld hvetji til eftirspurnar þar sem framboð er nægt Viðspyrnustyrkirnir séu einnig jákvæð nýung. Úrræðið miði að því að halda uppi framboði, þannig að framboð verði til staðar þegar að eftirspurnin tekur við sér á ný. Hann sjái þó einnig tækifæri í því að hvetja til eftirspurnar. „Við viljum ekki síður leggja áherslu á hina hliðina sem er sú að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboð er nægt. Þar er ég til dæmis að vísa í verkefni sem að okkur finnst vel heppnuð eins og allir vinna sem er endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu iðnaðarmanna, og eins markaðsátakið láttu það ganga, sem að stuðlar að vitundarvakningu um þá keðjuverkun sem fer af stað þegar við skiptum við hvert annað. Svoleiðis að á þessu eru tvær hliðar og ég held að það séu tækifæri hjá stjórnvöldum að horfa meira á þessa seinni hlið, sem sagt að hvetja til eftirspurnar þar sem að framboðið er nægt,“ segir Sigurður.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira